Kveðjutónleikar Eyvindar
Posted: 10. Aug 2010 08:57
Ég held til Englands í leikstjórnarnám í haust, og býð því öllum mínum vinum og velgjörðarmönnum að gleðjast með mér (og fagna því að losna loksins við kvikindið úr landi) á Café Rosenberg, föstudaginn þrettánda nk. kl. 22.00. Ókeypis verður inn, en þar sem það er dýrt að flytja búferlum með heila fjölskyldu verða frjáls framlög í ferðasjóð vel þegin.
Tónlistarflutningur verður í höndum Misery Loves Company, auk þess sem ég flyt nokkur lög stakur og stefni á að fá mjög sérstaka leynigesti sem hafa farið huldu höfði allt of lengi.
Við þetta má bæta að á Rosenberg er fínt úrval af bjór, þannig að enginn ætti að vera þyrstur.
Ég yrði afar kátur að sjá sem flesta fágaða einstaklinga, fá mér bjór með ykkur og gleðjast.
Tónlistarflutningur verður í höndum Misery Loves Company, auk þess sem ég flyt nokkur lög stakur og stefni á að fá mjög sérstaka leynigesti sem hafa farið huldu höfði allt of lengi.
Við þetta má bæta að á Rosenberg er fínt úrval af bjór, þannig að enginn ætti að vera þyrstur.
Ég yrði afar kátur að sjá sem flesta fágaða einstaklinga, fá mér bjór með ykkur og gleðjast.