Page 1 of 1

Beer Tools mash

Posted: 9. Aug 2010 15:49
by atax1c
Ég hef verið að skoða ýmsar uppskriftir hérna, og þar eru oft upplýsingar um hvernig maður eigi að "mash-a".

Það stendur hversu miklu og hversu heitu vatni maður eigi að bæta við og þannig. Er þetta bara í Beer Smith eða ?

Ég var að ná í Beer Tools og er ekki að sjá þetta í fljótu bragði...

Re: Beer Tools mash

Posted: 9. Aug 2010 15:55
by arnarb
Sæll.
Þetta er að finna í BeerTools. Þú velur schedule í drop-downi (þar sem Ingredients er) og bætir síðan inn þeim skrefum sem þú vilt, t.d. Mash-in, Rest, Sparge o.s.frv úr valmynd.

Re: Beer Tools mash

Posted: 9. Aug 2010 16:46
by atax1c
Ok takk fyrir þetta, er að reyna að fikta í þessu en næ ekki að skilja þetta. Er eitthvað að reyna að bæta við í My Equipment til að þetta virki... :|

Edit: Er að fikra mig áfram í þessu, þetta hjálpaði: http://www.youtube.com/watch?v=PpOjO29cNME

Re: Beer Tools mash

Posted: 10. Aug 2010 12:04
by arnarb
Það væri ráð að fá Eyvind til að "lóðsa" okkur í gegnum BTP!

Re: Beer Tools mash

Posted: 10. Aug 2010 12:36
by sigurdur
Ég nota ekki Beer Tools heldur nota ég BeerSmith.
Þegar kemur að meskingunni þá nota ég BeerSmith til að miða hitastig og lítrafjölda fyrir meskinguna. BeerSmith rústar svo meskiprógramminu þannig að ég hef lært að hunsa BeerSmith og farið eftir einföldum reglum.

Mitt meskiprógram er eftirfarandi:
í upphaflegu meskingu þá eru 3 lítrar per kíló af korni, ég leyfi BeerSmith að reikna út vatnshitann, og svo bæti ég 2-3°c við það (af reynslu við minn búnað).
Svo dreg ég 2 lítra fyrir hvert kíló af korni í pott fyrir fyrsta afrennsli. (Kornið dregur tæplega 1 líter per kíló)
Ég mæli það magn af virt sem að ég fékk úr fyrsta afrennsli (~2L per kíló) og dreg það frá áætlaða pre-boil magni og skipti því svo í tvennt.
Ég helli fyrri hlutanum af vatninu í meskikarið, leyfi því að sitja í smá stund og renni virtinum af. Ég mæli gróflega það sem að ég er kominn með samans (fyrsta afrennsli + annað afrennsli) og dreg það frá áætlaða pre-boil magni.
Þá er ég kominn með það magn af vatni sem að ég þarf að bæta við til að fá út rétt magn af pre-boil virt, skelli því í meskikarið, læt sitja í smá stund og renni svo af.

Þar sem að þetta er smá texti hér fyrir ofan þá er eftirfarandi dæmi:
Ég er með 5 kg af korni og ætla að fá 32 lítra af pre-boil virt.
1. Ég fæ hitastigið frá BeerSmith og bæti við 2-3 gráðum (þetta gæti verið öðru vísi en hjá þér), helli 15 (5*3) lítra af vatni í meskikarið, bæti við korninu og læt sitja í 60-90 mín.
2. Ég renni virtinum úr og fæ 10 lítra af virt. (5 lítrar í kornið)
3. Ég dreg 10 lítra (fyrsta rennsli) af 32 lítrum (áætlað pre-boil) og fæ út 22 lítra.
4. Ég skipti þessum 22 lítrum í tvennt og fæ út 11 lítra.
5. Ég helli 11 lítrum af X heitu vatni (yfirleitt rúmlega 83°C) í meskikarið og leyfi að sitja.
6. Ég renni af meskikarinu og fæ uþb 10 lítra úps, eitthvað klikkaði (sem dæmi).
7. Ég reikna út að 10 lítrarnir sem að ég fékk fyrst plús 10 lítrarnir sem að ég fékk í annarri tilraun gera 20 lítra af virt. Mig vantar 12 lítra upp á til að ná 32 lítrum.
8. Ég helli 12 lítrum af X heitu vatni (sama hitastig eða aðeins lægra en í skrefi 5) í meskikarið og leyfi að sitja.
9. Ég renni af meskikarinu og fæ heildarmagn sem 32 lítra til suðu.

Þetta er mjög óvísindaleg aðkoma að meskingunni .. og trúlega óvísindalegasti hlutinn af ferlinu hjá mér. Með þessari aðferð þá næ ég samt uþb 80% nýtingu yfirleitt.
Ég vona að þetta hjálpi einhverjum.

Re: Beer Tools mash

Posted: 11. Aug 2010 16:56
by Eyvindur
Ég mæli með því að lesa leiðarvísinn fyrir Beer Tools spjaldanna á milli. Hann er stuttur og auðlæsilegur, og fræðir mann um alls konar hluti sem maður vissi ekki einu sinni að væru til staðar í forritinu. Þú getur nálgast hann á síðunni einhvers staðar. Ég prentaði hann út og er með hann í möppu á vísum stað, ef ég skyldi þurfa að kíkja í hann.

Re: Beer Tools mash

Posted: 11. Aug 2010 20:46
by kristfin
ég hefi ekki átt í neinum vandræðum með að stilla upp meskingunni með beertools og mínar tölur hitta beint á.

ég miða reyndar yfirleitt við að koma svona 15 lítrum í meskikerið mitt í fyrstu umferð, en það er fyrst og fremst til að geta fengið nóg útur því til að fljóti yfir neðsta elementið í pottinum mínum.

Re: Beer Tools mash

Posted: 12. Aug 2010 10:14
by arnarb
Leiðbeiningarnar með BTP eru mjög góðar að mörgu leyti, en mér finnst þeir skauta létt yfir Schedule kaflann og útskýra ekki nægjanlega vel með dæmum.

Ég er hinsvegar mjög ánægður með BTP og þegar þeir verða komnir með möguleika á að halda betur utan um einstaka lagnir af tiltekinni uppskrift hef ég (nánast) yfir engu að kvarta.

Re: Beer Tools mash

Posted: 12. Aug 2010 10:17
by kristfin
kristfin wrote:ég hefi ekki átt í neinum vandræðum með að stilla upp meskingunni með beertools og mínar tölur hitta beint á.
smá leiðrétting áður en ég fer lengra. ég er víst að nota beersmith :)