Page 1 of 2

ÖB vefverslun

Posted: 22. Jul 2010 17:46
by Squinchy
Langt í það að verslunin opni að nýju ?
"Verslunin er lokuð í augnablikinu, opnar aftur um miðjan Júlí 2010"

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Posted: 31. Jul 2010 18:15
by valurkris
Squinchy wrote:Langt í það að verslunin opni að nýju ?
"Verslunin er lokuð í augnablikinu, opnar aftur um miðjan Júlí 2010"
Er einhver sem að veit þetta

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Posted: 2. Aug 2010 19:46
by arnarb
Síðast þegar ég heyrði í Valla voru þeir að fá malt í hús. Mig grunar að sumarfrí valdi töfum á vefnum. Hinsvegar er í bígerð breytt fyrirkomulag varðandi afhendingu maltsins, eins og rætt var á síðasta mánudagsfundi.

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Posted: 4. Aug 2010 13:25
by Squinchy
Eru ÖB menn eitthvað að overdosa á humlum þessa dagana ?, sendi þeim pöntun í gær og fékk 3 mail til baka, 2 um að ég gæti sótt þetta á fimmtudaginn og eitt um að vefverslunin væri ekki komin í gang og að ég gæti bara pantað ómalað í 25.kg en ég pantaði ekkert ómalað og bara í 5.kg einingum sem átti að mala fyrir mig :shock:

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Posted: 4. Aug 2010 16:22
by sigurdur
Líklegast eru þeir að uppfæra verslunina sína, en mér skilst að héðan í frá er einungis hægt að kaupa í 25kg sekkjum, allt ómalað.

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Posted: 4. Aug 2010 19:28
by Squinchy
Svakalega er það slök ákvörðun

Miðað við þetta þá verður maður að brugga 300 lítra á mánuði svo að kornið sem er í kringum 350.gr í uppskriftunum skemmist ekki

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Posted: 4. Aug 2010 20:59
by sigurdur
Það er erfitt að setjast í dómarastól og dæma breytingar ef maður veit ekki forsendur breytinganna.
Þetta var ekki slök ákvörðun heldur nauðsynleg ákvörðun.

Valgeir Valgeirsson kynnti þessa breytingu á seinasta fundi. Hver sem er gat mætt á fundinn og hlustað á rök breytinganna.
Valgeir mun vonandi koma með opinbera tilkynningu í þessum þræði bráðlega.

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Posted: 4. Aug 2010 21:11
by Squinchy
Bíð spenntur eftir útskýringunni á þessu, bjórlagerinn er orðinn allt of lítill hjá mér

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Posted: 4. Aug 2010 21:20
by gunnarolis
Það verður bara einhver sem á stórann bílskúr að taka sig til og afgreiða þetta út í minni einingum, sá hinn sami gæti lagt hóflega ofaná það fyrir þá vinnu sem fer í það. Það ætti alveg að geta gengið.

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Posted: 4. Aug 2010 23:24
by kristfin
ég leit við í fyrradag og tók maris otter og pilsner hjá þeim í ölvisholti.

einn aðalvandinn hjá þeim er að þetta hefur verið miklu mun vinsælla hjá þeim en þeir gerðu ráð fyrir. planið var að vera með nokkurskonar hugsjónastarf, þeas skaffa heimabruggurum efni til að göfga flóru gerla landsins.

þetta hefur hinsvegar snúist soldið í höndunum á þeim. þetta var orðið svo vinsælt og mikið magn að það var farið að koma niður á þeirra eigin framleiðslu.

framtíðarplanið, óstaðfest, er að það verði að panta hjá þeim og þeir síðan panta að utan. þetta verði afgreitt í bænum (vöruhótel), en bara í 25kg einiingum. við hjá fágun, ættum síðan að geta bufferað nokkra poka af sérmaltinu. ég vorkenni ekki nokkrum manni að þurfa kaupa sér 25kg af pale ale eða pilsner.

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Posted: 5. Aug 2010 01:10
by Squinchy
Enda er 25.kg af grunn malti fljótt að nýtast, en já það væri snilld að fá eitthvern sem væri til í að halda í restina af sér maltinu og væri með millu á staðnum

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Posted: 5. Aug 2010 14:23
by raggi
En væri kannski komin grundvöllur fyrir netverslun sem mundi selja allt helsta maltið í smærri eða stærri einingum

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Posted: 5. Aug 2010 19:58
by arnarb
Draumurinn er auðvitað að hafa fullbúna verslun fyrir bjórunnendur sem hefði til sölu allt fyrir bruggarann, frá malti, humlum, geri, tækjum og búnaði.

Ölvisholt er brugghús, ekki verslun, og því er erfitt fyrir þá að réttlæta netverslun þeirra þegar það kemur niður á reglulegum rekstri þeirra. Persónulega er ég mjög feginn að hafa aðgang að malti hér á landi og tel að þrátt fyrir að kaupa þurfi specialty maltið í stórum einingum eigum við að geta samnýtt 25Kg sekkina og skipt þeim á milli okkar.

Re: ÖB vefverslun

Posted: 5. Aug 2010 21:33
by Idle
Skipti upprunalega spjallþræðinum, þar sem umræðurnar voru komnar út fyrir efnið.

Re: ÖB vefverslun

Posted: 6. Aug 2010 18:18
by atax1c
En hvenær má búast við að þetta fari í gang aftur ? Væri til í að geta keypt malt/humla á næstunni...

Re: ÖB vefverslun

Posted: 6. Aug 2010 19:59
by sigurdur
atax1c wrote:En hvenær má búast við að þetta fari í gang aftur ? Væri til í að geta keypt malt/humla á næstunni...
Prófaðu bara að senda póst á brugghus@brugghus.is. Mátt láta vite með svörin sem að þú færð.

Re: ÖB vefverslun

Posted: 6. Aug 2010 20:21
by halldor
Ég persónulega er hæstánægður með það að þurfa ekki að panta malt að utan þar sem það er mjöööög óhagstætt að kaupa minna en 20 feta gám í einu. Við verðum bara að vera dugleg(ir) að nota söluþráðinn til að selja umfram magn eða hópast saman í pantanir og svo er bara að mala fyrir hvert annað.

Re: ÖB vefverslun

Posted: 7. Aug 2010 02:04
by atax1c
sigurdur wrote:
atax1c wrote:En hvenær má búast við að þetta fari í gang aftur ? Væri til í að geta keypt malt/humla á næstunni...
Prófaðu bara að senda póst á brugghus@brugghus.is. Mátt láta vite með svörin sem að þú færð.
Sendi þeim fyrirspurn, pósta hér ef ég fæ svar.

Re: ÖB vefverslun

Posted: 7. Aug 2010 19:55
by Squinchy
Mér var sagt að vonandi í lok næstu viku myndi þetta vera möguleiki

Re: ÖB vefverslun

Posted: 12. Aug 2010 15:25
by atax1c
Því miður getum við ekki opnað maltverslun fyr en seinna í haust vegna mikillar framleiðslu framundan. Dagsetning liggur ekki fyrir.
Aw man :cry:

Re: ÖB vefverslun

Posted: 12. Aug 2010 16:33
by hrafnkell
ó sjit... Það er helvítis vesen... ég er í töluverðu malthallæri..

Re: ÖB vefverslun

Posted: 12. Aug 2010 17:02
by kristfin
ég trúi nú ekki öðru en að það sé hægt að rúlla við hjá þeim og fá 25kg poka. við ættum síðan að bera gæfu til að geta skipt þeim upp síðan

Re: ÖB vefverslun

Posted: 12. Aug 2010 17:13
by hrafnkell
Já, spurning samt hvort þetta sé líka útaf því að þeir tíma ekki að selja korn heldur..

Re: ÖB vefverslun

Posted: 12. Aug 2010 21:58
by atax1c
Vildi að þeir gætu allavega gefið dagsetningu. :vindill:

Re: ÖB vefverslun

Posted: 16. Aug 2010 13:16
by Valli
Vegna mikillar og einhverju leiti óvæntrar söluaukningar, þá verður vefverslun Ölvisholts lokuð í einhvern tíma. Þetta er ekki auðveld ákvörðun fyrir okkur og við höfum verið að skoða ýmsar leiðir til að komast hjá þessu án árangurs, sem skýrir það hversu seint þessi tilkynning kemur. En við höfum lent í því að geta ekki staðið við pantanir á okkar eigin vörum vegna skorts á hráefni vegna sölu til heimabruggara og við getum ekki tekið þá áhættu aftur.

Vona að þið sýnið þessu skilning og að þetta eigi ekki eftir að bitna of hart á hinni ört vaxandi heimabruggaramenningunni.