Page 1 of 1
Austur Brúnöl - nýjasti bjór Borg Brugghúss
Posted: 4. Aug 2010 14:57
by Stulli
Sælir,
þá er nýjasti bjór Borg Brugghúss að líta dagsins ljós. Að þessu sinni unnum við með veitingamönnunum í Austur steikhúsi að bjór sem að fer vel með mat, þá sérstaklega steik.
Boðið verður til kynnangar á þessum bjór annað kvöld kl 21.00 á Austur.
Upplýsingar um bjórinn:
Stíll: Mildöl/brúnöl
Alk: 4,3%
IBU: 20
Vona til að sjá ykkur annað kvöld
Kveðjur,
Stulli
Re: Austur Brúnöl - nýjasti bjór Borg Brugghúss
Posted: 4. Aug 2010 18:18
by sigurdur
Hljómar spennandi.
Ég mun reyna að mæta.
Re: Austur Brúnöl - nýjasti bjór Borg Brugghúss
Posted: 4. Aug 2010 23:26
by kristfin
áttu ekki meiri upplýsingar fyrir okkur stulli. hvaða malt, hvaða humlar. hvaða vatnsprófíll og svona. við verðum líka gáfulegri þegar við smjöttum á bjórnum annað kvöld

Re: Austur Brúnöl - nýjasti bjór Borg Brugghúss
Posted: 5. Aug 2010 10:31
by Stulli
Mölt: pils, munchen, caramel og súkkulaði
Humlar: fuggles
Re: Austur Brúnöl - nýjasti bjór Borg Brugghúss
Posted: 5. Aug 2010 11:29
by Hjalti
Elska hvað þessir bjórar frá Borg eru beisik... Ekkert verið að flækja þetta bara flott....

Re: Austur Brúnöl - nýjasti bjór Borg Brugghúss
Posted: 5. Aug 2010 13:13
by arnarb
Helv. að komast ekki í kvöld.
Strákar, drekkið einn fyrir mig

Re: Austur Brúnöl - nýjasti bjór Borg Brugghúss
Posted: 6. Aug 2010 19:55
by halldor
Þessar bjórkynningar hjá Borg (Brio - Ölstofan & Austur Brúnöl) hafa báðar lent á bruggdegi hjá okkur strákunum
Stulli - nú þarft þú að mæla með því við næstu viðskiptavini að kynningin verði haldin á föstudegi eða í það minnsta hafa okkur Plimmara með í ráðum
PS. Þetta er frábær þróun að fá meiri fjölbreytni í bjórúrval í bænum.