Page 1 of 1

US-05 stökkbreyting eða ruglaðir Cascade?

Posted: 29. Jul 2010 23:15
by Idle
Var að upplifa nokkuð stórfurðulegt. Fyrr í sumar lagði ég í einfalt, amerískt ljósöl (60/40 MO pale malt og Vienna, og Cascade humlar), og notaði US-05. Bjórinn er fremur skýjaður og ilmar af kryddi. Gerbragð er nokkuð áberandi, og mjög líkt T-58. Raunar svo líkt, að ég hef marg athugað hvort að ég hafi nokkuð ruglast á gerpökkum, en pakkafjöldinn stemmir.

Það sem var "óvenjulegt" við gerjunina er að hann var í sex vikur á gerkökunni, og hitastigið í hærri kantinum (19 til 20°C að jafnaði). Var óhemju latur í sumarfríinu. ;)

Getur verið að þetta annars hlutlausa og góða ger hafi tekið einhverjum stökkbreytingum á þessum tíma? Eða eru þetta virkilega Cascade humlarnir? Til þessa hef ég fyrst og fremst upplifað léttan, grösugan sítruskeim þegar Cascade eru annars vegar, svo þetta er mér ný hlið á þeim.

Hafa aðrir hér rekið sig á eitthvað þessu líkt?

Re: US-05 stökkbreyting eða ruglaðir Cascade?

Posted: 29. Jul 2010 23:59
by sigurdur
Var þetta ger úr köku eða nýr pakki?
Hver var dagsetningin á gerpakkanum?

Hefur þú nokkuð ruglast á humlum/nýr pakki af humlum?

Eina sem að mér dettur í hug í snatri.

Re: US-05 stökkbreyting eða ruglaðir Cascade?

Posted: 30. Jul 2010 09:25
by Idle
Nýr pakki. Man nú ekki dagsetninguna í svipinn, en veit þó að gerið er gott a. m. k. út maí 2011. Réttir humlar líka. Hugsa að ég setji þetta í "dularfulla kassann" og upp í hillu. Skrifa þetta á ímyndunarveiki og bragðlaukarugl.

Re: US-05 stökkbreyting eða ruglaðir Cascade?

Posted: 30. Jul 2010 12:11
by Eyvindur
Bíddu við... Bragðið eins og T-58. Hvert er vandamálið?

Re: US-05 stökkbreyting eða ruglaðir Cascade?

Posted: 30. Jul 2010 12:16
by Idle
Eyvindur wrote:Bíddu við... Bragðið eins og T-58. Hvert er vandamálið?
Ekkert vandamál, bara virkilega undarleg þróun. Er m. a. s. viss um að bjórinn sé bara betri fyrir vikið. :D

Re: US-05 stökkbreyting eða ruglaðir Cascade?

Posted: 30. Jul 2010 14:29
by Eyvindur
Þá samgleðst ég þér bara. :D