Hofgarðsseiður (Extract-Wit)
Posted: 26. Jul 2010 23:40
Smellti í þennan í kvöld, tekur því varla að pósta þessu því þetta er forsniðin uppskrift úr nettum brúnum pappakassa frá Northern Brewer, mallað eftir leiðbeiningum að undanskildu late addition, en svona til að vera með þá fleygir maður þessu fram. Væntanlega síðasta kittið mitt, enda koma þau öll með LME sem mér þykir leiðinlegra að vinna með og geymist líka að mér skilst verr en DME, en kit-uppskriftir verða þó mögulega stældar og stolnar, en endurreiknaðar með DME í huga, í þágu vísindanna vilji maður prófa einhverja stíla en ekki orðinn klár á að byggja uppskrift frá grunni. 
Klikkaði ekki á late addition eins og í fyrsta bruggi, svo liturinn er nær lagi, en samt dökkur fyrir hveitibjór, en ekki hundrað í hættunni meðan bragðið er í lagi. Fæ ekki sama fiðringinn yfir mælisýninu eins og með Apaspilið, enda minni ilmur í gangi, en gerið er skv. öllu sem ég hef lesið svo sérstakt að það væri lítið að marka hvorteðer, mikið meira sem á eftir að koma fram úr gerjuninni heldur en í S-05-Apaspilinu. Hef ekkert heyrt nema snilldar hluti um T-58 svo ég býst við eðaldrykk
Uppskriftin gerði ráð fyrir 5 gallonum (18,9l) af 1,044 virti, en sem fyrr þurfti ég að þynna út í 20 lítra til að ná circa því marki (mældist 1,045). Þessi aukalíter skemmdi alls ekki síðasta bjór nema síður sé, og er örugglega ekki vandamálið við Weizeninn svo ég held þeim sið bara áfram, þremur flöskum meira fyrir mig að njóta
Hvernig er annars með þetta ger í svona uppskriftum, er ætlast til að maður þyrli eða helli ofanaf?
Code: Select all
Hofgardsseidur - Witbier
================================================================================
Batch Size: 20.000 L
Boil Size: 11.000 L
Boil Time: 1.000 hr
Efficiency: 70%
OG: 1.044
FG: 1.011
ABV: 4.3%
Bitterness: 20.4 IBUs (Tinseth)
Color: 7 SRM (Morey)
Fermentables
================================================================================
Name Type Amount Mashed Late Yield Color
Wheat Liquid Extract Extract 3.150 lb No No 80% 8 L
Wheat Liquid Extract Extract 3.150 lb No Yes 80% 8 L
Total grain: 6.300 lb
Hops
================================================================================
Name Alpha Amount Use Time Form IBU
Strisselspalt 2.9% 2.000 oz Boil 1.000 hr Pellet 20.4
Misc
================================================================================
Name Type Use Amount Time
Bitter Orange Peel Flavor Boil 1.000 oz 1.000 min
Whole Coriander Flavor Boil 1.000 oz 10.000 min
Yeast
================================================================================
Name Type Form Amount Stage
Safale T-58 Ale Dry 0.388 oz Primary
Uppskriftin gerði ráð fyrir 5 gallonum (18,9l) af 1,044 virti, en sem fyrr þurfti ég að þynna út í 20 lítra til að ná circa því marki (mældist 1,045). Þessi aukalíter skemmdi alls ekki síðasta bjór nema síður sé, og er örugglega ekki vandamálið við Weizeninn svo ég held þeim sið bara áfram, þremur flöskum meira fyrir mig að njóta
Hvernig er annars með þetta ger í svona uppskriftum, er ætlast til að maður þyrli eða helli ofanaf?
