Page 1 of 1

Hofgarðsseiður (Extract-Wit)

Posted: 26. Jul 2010 23:40
by Classic
Smellti í þennan í kvöld, tekur því varla að pósta þessu því þetta er forsniðin uppskrift úr nettum brúnum pappakassa frá Northern Brewer, mallað eftir leiðbeiningum að undanskildu late addition, en svona til að vera með þá fleygir maður þessu fram. Væntanlega síðasta kittið mitt, enda koma þau öll með LME sem mér þykir leiðinlegra að vinna með og geymist líka að mér skilst verr en DME, en kit-uppskriftir verða þó mögulega stældar og stolnar, en endurreiknaðar með DME í huga, í þágu vísindanna vilji maður prófa einhverja stíla en ekki orðinn klár á að byggja uppskrift frá grunni. ;)

Code: Select all

 Hofgardsseidur - Witbier
================================================================================
Batch Size: 20.000 L
Boil Size: 11.000 L
Boil Time: 1.000 hr
Efficiency: 70%
OG: 1.044
FG: 1.011
ABV: 4.3%
Bitterness: 20.4 IBUs (Tinseth)
Color: 7 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                 Name    Type   Amount Mashed Late Yield Color
 Wheat Liquid Extract Extract 3.150 lb     No   No   80%   8 L
 Wheat Liquid Extract Extract 3.150 lb     No  Yes   80%   8 L
Total grain: 6.300 lb

Hops
================================================================================
          Name Alpha   Amount  Use     Time   Form  IBU
 Strisselspalt  2.9% 2.000 oz Boil 1.000 hr Pellet 20.4

Misc
================================================================================
               Name   Type  Use   Amount       Time
 Bitter Orange Peel Flavor Boil 1.000 oz  1.000 min
    Whole Coriander Flavor Boil 1.000 oz 10.000 min

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale T-58  Ale  Dry 0.388 oz Primary

Klikkaði ekki á late addition eins og í fyrsta bruggi, svo liturinn er nær lagi, en samt dökkur fyrir hveitibjór, en ekki hundrað í hættunni meðan bragðið er í lagi. Fæ ekki sama fiðringinn yfir mælisýninu eins og með Apaspilið, enda minni ilmur í gangi, en gerið er skv. öllu sem ég hef lesið svo sérstakt að það væri lítið að marka hvorteðer, mikið meira sem á eftir að koma fram úr gerjuninni heldur en í S-05-Apaspilinu. Hef ekkert heyrt nema snilldar hluti um T-58 svo ég býst við eðaldrykk :skal:

Uppskriftin gerði ráð fyrir 5 gallonum (18,9l) af 1,044 virti, en sem fyrr þurfti ég að þynna út í 20 lítra til að ná circa því marki (mældist 1,045). Þessi aukalíter skemmdi alls ekki síðasta bjór nema síður sé, og er örugglega ekki vandamálið við Weizeninn svo ég held þeim sið bara áfram, þremur flöskum meira fyrir mig að njóta :P

Hvernig er annars með þetta ger í svona uppskriftum, er ætlast til að maður þyrli eða helli ofanaf?

Re: Hofgarðsseiður (Extract-Wit)

Posted: 27. Jul 2010 00:14
by Classic
Hvernig læt ég, gleymdi miðanum :drunk:

Image

Ekki minn besti, náði ekki að negla niður nógu djúsí hugmynd, þó skárri en upprunalega pælingin í belgísku fánalitunum með kóríanderplöntu í miðjunni og sítrónusneiðar í kring .. Eiturgræni liturinn á seið nornarinnar er sæmilega viðeigandi þó, kom fallega grasgræn froða af þessum Strisselspalt humlum. Myndasöguletrið á treflinum er líka vísun í uppruna tegundarinnar, enda las maður mikið af belgískum teiknimyndasögum sem krakki...

Re: Hofgarðsseiður (Extract-Wit)

Posted: 27. Jul 2010 00:16
by sigurdur
Þetta lítur vel út.

Hvað meinar þú með að þyrla eða hella ofan af í sambandi við gerið?

Re: Hofgarðsseiður (Extract-Wit)

Posted: 27. Jul 2010 00:21
by Classic
Hvort maður hellir varlega og skilur gerið eftir eins og með flest heimabrugg, eða hvort maður rótar upp í því í lokin til að fá það með í glasið eins og með þýskan hveitibjór..

Re: Hofgarðsseiður (Extract-Wit)

Posted: 27. Jul 2010 00:25
by Idle
Classic wrote:Hvort maður hellir varlega og skilur gerið eftir eins og með flest heimabrugg, eða hvort maður rótar upp í því í lokin til að fá það með í glasið eins og með þýskan hveitibjór..
Smekksatriði. Gerið spilar stóran þátt í bragði bjórsins (bragð sem mér líkar), og ég læt það alltaf flakka með í glasið.

Re: Hofgarðsseiður (Extract-Wit)

Posted: 27. Jul 2010 11:54
by Eyvindur
Það er fullt af extract uppskriftum víða á netinu, til dæmis á http://www.beertools.com.

Re: Hofgarðsseiður (Extract-Wit)

Posted: 27. Jul 2010 15:55
by Classic
Idle wrote:Smekksatriði. Gerið spilar stóran þátt í bragði bjórsins (bragð sem mér líkar), og ég læt það alltaf flakka með í glasið.
Nokkurn veginn svarið sem ég bjóst við, kunni samt ekki við annað en að spyrja skyldi önnur leiðin svo ómöguleg/mikið síðri að það væri sóun á góðum bjór að prófa :P

Eyvindur wrote:Það er fullt af extract uppskriftum víða á netinu, til dæmis á http://www.beertools.com" onclick="window.open(this.href);return false;.
Það er líka auðveldara en það hljómar að snúa einföldum AG uppskriftum yfir í extract, svo ég leita því helst hingað (þótt ég þurfi hér að breyta "pale malti" í "light DME", þá er það minnsta málið, verður kannski erfiðara ef menn eru farnir að blanda pale og Munchen og jafnvel Pilsener og hveiti líka), í smiðju ákveðinna notenda á HBT (sem gjarnan eru m.a.s. búnir með extractumreikninginn fyrir mann), eða þá í kittin, finnst þessir þrír kostir bestir til að vera viss um að uppskriftin sem ég er að stæla sé fagmannlega unnin, frekar en komin frá einhverjum byrjanda sem ákvað að henda henni inn á beertools.com, þótt eflaust leynist sallafínir bjórar þar inn á milli, þá finnst mér hinar leiðirnar bara aðgengilegri og um leið meira traustvekjandi.. :)

Annars er ég kominn með 7 uppskriftir, byggðar á hinu og þessu sem ég hef lesið síðan ég byrjaði að stúdera þetta, svo ég er góður með uppskriftabankann í bili, best að prófa einhverjar af þessum fjórum sem ég á enn eftir áður en ég fer að fá fleiri hugmyndir ;)

Re: Hofgarðsseiður (Extract-Wit)

Posted: 27. Jul 2010 17:23
by Eyvindur
Ég mæli mikið með Brewing Classic Styles. Hún er troðfull af mjög girnilegum extract uppskriftum (bókin er í raun bara með extract uppskriftum og svo aukaklausu við hverja um að breyta henni í AG - stórkostleg bók).

Re: Hofgarðsseiður (Extract-Wit)

Posted: 28. Jul 2010 10:36
by sigurdur
Ég verð að vera sammála Eyvindi og mæla með Brewing Classic Styles.
Hún er þó með mun fleiri upplýsingar heldur en einungis uppskriftir, það eru upplýsingar um hver lykillinn sé að ákveðinni uppskrift eða stíl.

Re: Hofgarðsseiður (Extract-Wit)

Posted: 28. Jul 2010 19:07
by Classic
Amm.. Skoða hana örugglega þegar fram líða stundir.

Annars er furðu lítil virkni í vatnslásnum núna, eftir tvo daga. Var kominn þrýstingur strax um kvöldið og stöku bubbl, bubblaði svo stanslaust í gær, en aldrei jafn hratt og í hinum tveimur fyrri.. svo núna er bara rólegheitabubbl aftur.. Lágt OG, svo þetta gæti vel verið bara búið og farið framhjá mér, svo ég bíð bara rólegur, secondary um eða eftir helgi, og mæli þá í leiðinni.