Roast Beef leeeengi inní ofninum.

Öll umræða um mat fer hingað.
Post Reply
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Roast Beef leeeengi inní ofninum.

Post by Öli »

Læt þetta flakka hér, þar sem mig grunar að gerlavinir séu jafnframt margir hverjir miklir sælkerar. Athugið að þetta er undir "Gerilsneyddri" umræðu þar sem þetta tengist ekki gerjun á nokkurn hátt.

Hef verið að gera nokkrar tilraunir með að elda roast beef (nautainnanlæri) á lágum hita.

Síðast blastaði ég það á pönnu (til að brúna það), pakkaði því inní álpappír og setti í 90°C heitan ofn í 7 klukkustundir.
Það var allveg vel djúsí, mjúkt og fínt - og sami litur á því alla leið frá miðju og út í enda.
(það getur tapað allveg upp að 1/3 að þyngd sinni ef maður er að elda það á háu hitastigi!)

Hef verið að horfa á nokkra þætti með Heston Blumenthal og hann er mikið fyrir að elda kjöt lengi á lágum hita. Eldaði naut í 24 tíma í einum þættinum, vakúmpakkaði því fyrst og setti svo í 60°C heitt vatn í 24 klst - og það varð mjúkt eins og smjör eftir það.

Svo mér er spurn. Hefur einhver verið að gera álíka tilraunir með hægsteikningu á kjöti ?
Eins, veit einhver var ég kemst í vakúmpökkunargræju ?

Ef einhver kannast ekki við Heston Blumenthal, þá mæli ég eindregið með þáttunum hans. Heyrði að þeir væru fáanlegir í einhverri höfn er kennd er við sjóræningja.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Roast Beef leeeengi inní ofninum.

Post by Andri »

Er rosalega hrifinn af roastbeef samlokum, hefur lengi langað til að búa til mínar eigin. Ég er með geggjaðar súrsaðar agúrkur frá rússlandi í krukku..þær eru svo góðar með remolaði & steiktum lauk, vantar bara roast-beefið.

Ég er að pæla í að prófa að grafa stóra holu í jörðina í garðinum hjá bústaðnum til að hægelda læri og eitthvað gómsæti, notarðu ekki bara vacuum pokana hjá sjónvarpsmarkaðnum ef það drasl er ennþá í gangi? :)
Ætla að kíkja á þessa höfn og sjá hvort ég geti keypt einhverja þætti á disk
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Roast Beef leeeengi inní ofninum.

Post by Hjalti »

Hljómar vel :)

By the way, Þetta er 1000 pósturinn á þessu spjalli.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Roast Beef leeeengi inní ofninum.

Post by Eyvindur »

Vá! Þúsund póstar á ekki lengri tíma! Maður lifandi...

Annars vil ég benda á að það er matargerðarkorkur á spjallinu... Það eru komnir þónokkrir matarþræðir hingað inn, sem ættu þó líklega frekar heima á korkinum "matur"...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Roast Beef leeeengi inní ofninum.

Post by Öli »

Jahá, Matarkorkurinn fór framhjá mér. Sé að þessi hefur verið færður þangað, gott mál.

Mér finnst líka að matur eigi allveg heima á spjallinu líka, maður lifir ekki á gerinu einu saman, sama hvað Marmite elskendur segja :)
Post Reply