Page 1 of 1

byrjandi

Posted: 21. Jul 2010 15:55
by aromat
Ég hef verið að brugga úr kittum frá Ámunni og gengið ágætlega. Núna langar mig hins vegar að brugga frá byrjun. Ég keypti mér allt sem ég þarf frá Ölvisholti en virðist vanta uppskriftina. Getur einhver hjálpað mér með þetta. Ég keypti eftirfarandi:

Crystal 110-130
Pale Ale Malt
First Gold humlar 100 gr.
Safale S-04 ger 11,5 gr.

Með fyrirfram þökk,

Re: byrjandi

Posted: 21. Jul 2010 16:24
by hrafnkell
Hvað viltu gera stóra lögn?

Re: byrjandi

Posted: 21. Jul 2010 17:03
by aromat
Sæll,

Ég hugsa að ég vilji bara hafa hana frekar litla til að byrja með. Langar að sjá hvernig þetta kemur út.

kv.

Re: byrjandi

Posted: 22. Jul 2010 19:46
by sigurdur
Eru þetta 5kg af Pale ale og 5kg af caramel 110-130EBC?

Ef svo þá getur þú án efa prófað að gera eftirfarandi fyrir 20 lítra lögn:
4,5kg Pale malt
300gr Caramel 110-130EBC

Meskja við 67 °C í 60 mín

Fá heildarmagn vökva (með batch sparge) fyrir suðu í 24 lítra.
Pre-boil gravity á að vera 1.048 miðað við 75% nýtni

Suða í 60 mín.
20 gr First gold (7.5%) 60 mín
20 gr First gold (7.5%) 20 mín
1 tsk Irish moss / Fjörugrös (ef þú átt þau) 10 mín
20 gr First gold (7.5%) 5 mín

Kæla og gerja við 19°C í ~10-14 daga.

Kolsýru um 2.5 vol.

Þetta held ég að ætti að skila þér fínum bjór tel ég.

OG: 1.055
FG: ~1.013-15
SRM: 8.8
IBU: 31.6
IBU/SG: 0.574

Re: byrjandi

Posted: 22. Jul 2010 19:49
by sigurdur
Ætti þetta ekki heima í bjórgerðarspjalli frekar?

Re: byrjandi

Posted: 22. Jul 2010 21:58
by Idle
sigurdur wrote:Ætti þetta ekki heima í bjórgerðarspjalli frekar?
Þetta er undir Bjórgerðarspjallinu - eftir að ég færði það úr Uppskriftum (skildi eftir skugga á gamla staðnum). ;)

Re: byrjandi

Posted: 22. Jul 2010 22:13
by sigurdur
Auli var ég :)