Page 1 of 1

Enskt Rúg IPA

Posted: 16. Jul 2010 01:27
by kristfin
ég lagði i þennan í dag. átti að vera pale ale bara í grunninn, en það var búið þannig að ég setti 2kg af rúg malti + 250 gr af hveitimalti í staðinn fyrir 2kg af pale ale

var mikið að pæla í hvort ég ætti að nota safale s04 eða notty. endaði með nottingham þar sem það er passívara og gerjast meira. vildi ekki láta esterana frá s04 flækjast fyrir í burtonizeraða vatninu :)

hér er ég líka að reyna færa vatnið í átt til burton on trent, þið megið kommenta á það ef þið hafið þekkingu á.
Recipe: #28 English IPA
Brewer: Stjáni
Asst Brewer: Táta
Style: English IPA
TYPE: All Grain
Taste: (35,0)

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 25,00 L
Boil Size: 28,62 L
Estimated OG: 1,060 SG
Estimated Color: 11,6 SRM
Estimated IBU: 50,3 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount Item Type % or IBU
4,00 kg Pale Malt (2 Row) UK (3,0 SRM) Grain 56,74 %
2,00 kg Rye Malt (Weyermann) (3,0 SRM) Grain 28,37 %
0,50 kg Wheat Malt, Pale (Weyermann) (2,0 SRM) Grain 7,09 %
0,25 kg Aromatic Malt (26,0 SRM) Grain 3,59 %
0,17 kg Caramunich II (Weyermann) (63,0 SRM) Grain 2,34 %
0,13 kg Caraaroma (Weyermann) (178,0 SRM) Grain 1,87 %
48,80 gm Northern Brewer [8,50 %] (60 min) Hops 44,1 IBU
48,80 gm Styrian Goldings [5,40 %] (10 min) Hops 6,2 IBU
33,03 gm First Gold [7,50 %] (0 min) Hops -
4,54 gm Baking Soda (Mash 60,0 min) Misc
9,08 gm Epsom Salt (MgSO4) (Mash 60,0 min) Misc
13,62 gm Chalk (Mash 60,0 min) Misc
18,16 gm Gypsum (Calcium Sulfate) (Mash 60,0 min) Misc
36,33 L Burton On Trent EZ Water
1 Pkgs Nottingham (Danstar #-) Yeast-Ale


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, Batch Sparge 68
Total Grain Weight: 7,05 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body, Batch Sparge 68
Step Time Name Description Step Temp
60 min Mash In Add 18,40 L of water at 72,4 C 66,0 C

Re: Enskt Rúg IPA

Posted: 27. Jul 2010 16:48
by eymus
Sé þú ert að nota Nottingham gerið, afhverju velurðu það þarna, viltu fá hlutlaust ger í IPA? Hefurðu notað það í aðra stíla/bjóra? Prófaði það í blond-ale hjá mér um daginn og það er að koma mjög vel út eiginlega því það er nokkuð hlutlaust, hugsa að ég prófi sömu uppskrift með US-05 við tækifæri.

Re: Enskt Rúg IPA

Posted: 28. Jul 2010 22:29
by kristfin
ég er hrifnari af s04 gerinu. finnst svo æðislegt estera og ávaxtabragð af því.

þetta er hinsvegar fyrsti útpældi ipa bjórinn minn og með burtoniseruðu vatni. langaði að hafa eins hlutlaust ger og hægt var til að njóta humla/malt bragðsins án þess að gerið væri að fara fyrir.

síðan var pæling að búa til barley wine í kjölfarið og nota notty þar líka.

held að aðalástæðan hafi verið að notty var efst í bunkanum :)

Re: Enskt Rúg IPA

Posted: 28. Jul 2010 22:33
by kristfin
eymus wrote:Prófaði það í blond-ale hjá mér um daginn og það er að koma mjög vel út eiginlega því það er nokkuð hlutlaust, hugsa að ég prófi sömu uppskrift með US-05 við tækifæri.
ég bjó til blond ale með því fyrir nokkru. bjór byrjendurnir mínir voru mjög hrifnir af því. held að notty og us05 henti vel fyrir byrjendur.

ég nota annars bara notty í sterka bjóra eða þegar ég vil lítið gerbragð. mér finnst það soldið sálarlaust

Re: Enskt Rúg IPA

Posted: 28. Jul 2010 23:08
by eymus
Einmitt takk fyrir þetta. Er sammála með nottingham gerið. Fínt samt einmitt að eiga í bjóra þar sem gerið á ekki að gera mikið (he þ.e. fyrir bragðið). Datt einmitt í hug að þess vegna vildirðu nota það í IPA.

Re: Enskt Rúg IPA

Posted: 28. Jul 2010 23:11
by sigurdur
Ég er einmitt með bjór sem að gerjaður var með notty .. þvílíkt hreint bragð að manni finnst.

Notty er kanski mjög hreint og sálarlaust, en þegar kemur að því að gerja í flöskunni, þá er þetta ger algjör snilld, límist við botninn og ekki séns að taka það með í sjáanlegu magni nema maður hafi fyrir því ..

Re: Enskt Rúg IPA

Posted: 28. Jul 2010 23:19
by kristfin
það er auðvitað rétt. var ekki búinn að hugsa um það. notty límist við botninn og er mjög fínt í flöskunum