Page 1 of 1

Kútapartý 2010

Posted: 12. Jul 2010 22:45
by arnarb
Kútapartý Fágunar 2010!

Fágun heldur kútapartý fyrir félagsmenn, vini og vandamenn, þar sem í boði verður heimabruggaður bjór á kútum. Meðlimir félagsins eru hvattir til að mæta með vini og fjölskyldu til að bragða veigarnar og kynnast öðrum félagsmönnum.

Grillið verður heitt og hvetjum við alla til að koma með eitthvað matarkyns til að grilla og kyngja með svölum bjórnum!

:skal:
Stjórnin.


Tímasetning: Laugardagur 21.8.2010 (Menningarnótt) frá 17-20.
Staðsetning: Miklatúni.

Re: Kútapartý 2010

Posted: 16. Jul 2010 01:48
by kristfin
verður einvher með kolsýru til að kreista bjórinn úr kútunum?

Re: Kútapartý 2010

Posted: 30. Jul 2010 16:55
by arnarb
Við gerðum ráð fyrir að þeir sem sköffuðu kúta væru með græjur til að afgreiða bjórinn.

Re: Kútapartý 2010

Posted: 9. Aug 2010 18:50
by karlp
ég er koma með bara einn kútur, en vil vera með picnic taps og gas lines fyrir 2 í viðbot.

Re: Kútapartý 2010

Posted: 17. Aug 2010 10:19
by arnarb
Við minnum alla á að það verða plastglös, kaldur bjór, heitt grill og grilláhöld á staðnum.

Hinsvegar þarf hver og einn að mæta með stóla, borð, mat og mataráhöld.

Fjölmennum á Klambratúnið!

Stjórnin