Page 1 of 1

Verslanir

Posted: 11. Jul 2010 20:24
by haukur
Hvar er ódýrast að versla ýmsa hluti tengda bruggun?

Mig vantar t.d. stóran pott úr ryðfríu stáli en hef ekki hugmynd um hvar ég get fengið þá á viðráðanlegu verði.

Re: Verslanir

Posted: 11. Jul 2010 20:33
by Stebbi
Prufaðu Fastus, A.Karlsson og fleiri heildsala. Það er no luck að fara í Byko, Húsó og RL búðina, allir pottar þar of litlir, ég reikna með að þú sért að tala um pott sem er 15-25 lítrar.

Re: Verslanir

Posted: 11. Jul 2010 22:51
by Classic
Hagkaup selur 13,5l pott fyrir vel undir 10 þúsundum, hentar vel í extrakt bruggun/hálfar suður (hefur reynst mér vel í það til þessa), en fyrir allt stærra en það þarftu að leita til fyrirtækja sem þjónusta veitingageirann, eins og Stebbi nefnir, Fastus t.d. og A.Karlsson (sem ég reyndar hélt að væru farnir á hausinn)...