1/2 bolli hnetur (sem dæmi macademia, pine eða (ódýrast) sólblómafræ

1 1/2 bolli ólívuolía
1/2 bolli parmesan ostur
2 bollar fíflalaufblöð (notið helst laufblöð af plöntum sem eru ekki komin með blóm því þá eru laufblöðin bragðmeiri)
1 tsk ferskur pipar
1 tsk salt
Það má einnig nota aðrar jurtir eins og blóðberg sem dæmi en ég var bara að klippa þetta af í garðinum heima. Ég fann samt einnig smá hundasúru sem ég bætti við. Ég skolaði vel með sjóðandi heitu vatni.
Þetta er allt saman sétt í matvinsluvél þangað til þetta er orðin að mauki.
Geymist kælt í glerkrukku í mánuð eða svo.
Algjör lostæti ofan á ferskt mórabrauð!
