Page 1 of 1

Nýr hér

Posted: 1. Jul 2010 17:31
by smar
Góðan dag,
Ég heiti Sverrir og er áhugamaður um bjór og víngerð.
Hef sama og ekkert vit á þessu enn sem komið er og er að drekka í mig allar þær upplýsingar sem ég kemst yfir þessa dagana. Draumurinn er að búa til minn eiginn bjór frá grunni, en er með svona kit bjór í gerjun þessa dagana svona til að byrja einhverstaðar.
Mig hefur lengi langað til að búa til minn eiginn bjór og var það ferð mín í síðustu viku í Ölvisholt sem gerði útslagið.

Takk fyrir þessa frábæru síðu, fyrir mér er hún eins og alfræðiorðabók um heimabrugg :skal:

Re: Nýr hér

Posted: 1. Jul 2010 18:23
by sigurdur
Velkominn.

Gangi þér vel með að komast í gang.

Re: Nýr hér

Posted: 2. Jul 2010 02:31
by halldor
Velkominn :)
Ekki hika við að spyrja menn spjörunum úr.

Re: Nýr hér

Posted: 2. Jul 2010 09:00
by Eyvindur
Hjartanlega velkominn. Tek undir með Halldóri - spyrðu eins og vindurinn. Passaðu samt að leita vel á eldri þráðum fyrst. Stundum verður leiðingjarnt að svara sömu spurningunum oft.

Hér er vinalegt fólk. Við erum endalaust að læra hvert af öðru.

Re: Nýr hér

Posted: 4. Jul 2010 00:40
by Bjössi
Velkominn í þennan skemmtilega heim, s.s. bjórgerð
Ekki feiminn að spurja