Page 1 of 1

Hreinsiefni?

Posted: 29. Jun 2010 23:18
by Gunnar
Sælir,

Hvað eru menn að nota sem hreinsiefni (ekki til að sótthreinsa)? Þ.e. eitthvað sem losar upp óhreinindi eins og t.d. OxyClean.

Re: Hreinsiefni?

Posted: 30. Jun 2010 00:04
by Idle
Ég nota engin hreinsiefni, aðeins heitt vatn (óblandað) og svamp. Það hefur gefist vel til þessa.

Re: Hreinsiefni?

Posted: 30. Jun 2010 09:02
by Eyvindur
Sama hér. Ef eitthvað veldur vandræðum læt ég það liggja í klór í nokkra daga.

Re: Hreinsiefni?

Posted: 30. Jun 2010 09:15
by sigurdur
Sama hjá mér, svampur og heitt vatn.
Þó í versta falli þá hreinsa ég með oxandi hreinsiefni sem að fæst ekki út í búð hér á landi.

Mikilvægasta reglan til þess að fylgja öllu í sambandi við gerð á gerjuðum matvælum er að hreinsa allt strax eftir notkun og sótthreinsa svo aftur fyrir notkun.
Með því móti þá þarftu oftast ekki að nota hreinsiefni á neitt.

Re: Hreinsiefni?

Posted: 30. Jun 2010 22:26
by Classic
Sammála hinum. Vatn og tuska eða svampur. Nota líka gjarnan klórsódann þegar ég er að þrífa eftir mig. Svo bara skolað og sótthreinsað með joðófór fyrir notkun.

Re: Hreinsiefni?

Posted: 1. Jul 2010 09:00
by Eyvindur
Vil bæta við að það borgar sig aldrei að nota neins konar sápu. Ef eitthvað situr eftir getur það eyðilagt hausinn á bjórnum.

Re: Hreinsiefni?

Posted: 7. Jul 2010 20:36
by Gunnar
Takk fyrir svörin,

Ég er sammála því að oftast eru hreinsiefni óþarfi ef menn hreinsa búnaðinn strax eftir notkun. En ég fékk nýlega Corny kúta í hús og hefði viljað láta eitthvað hreinsiefni vinna á þeim áður en ég tek þá í notkun. Klórið fer víst illa með þá þannig að það gengur ekki.

Þ.a. spurningin er í raun, hvaða efni (sem fæst á höfuðborgarsvæðinu) er hægt að nota í stað þess að nota þetta ameríska OxyClean?

Re: Hreinsiefni?

Posted: 13. Jul 2010 08:34
by Eyvindur
Ég notaði kók. Það virkaði ágætlega. Annars myndi ég bara hringja í Frigg og spyrja.