Page 1 of 1

Blanche des Neiges Wit

Posted: 23. Jun 2010 18:27
by Idle
Keypti eina flösku af Blanche des Neiges. Hellti varlega í glas, hrærði botnfallið upp með síðustu dropunum og lét með í glasið.

Ljósgulur að lit og skýjaður. Froðan var fallega hvít, en þunn og staldraði stutt við.

Ilmar af sítrus, hveiti og kryddi.

Bragðið er áþekkt ilminum - sítrus í forgrunni, með mjúkum keim af hveiti og léttu kóríander. Vottar fyrir geri. Lofar svolítilli sýru við fyrsta sopa, en sú tilfinning er fljót að hverfa og bragðið jafnast út. Örlítið vatnskenndur jafnvel. Eftirkeimurinn samanstendur helst af sítrus og mildu kryddi.

Mjúkur og mildur. Mæli með honum.

Re: Blanche des Neiges Wit

Posted: 23. Jun 2010 21:52
by olihelgi
Hljómar vel.

Hef annars óbeit á wit, en þannig er ég bara. En ég fagna nýjum bjórum og þá ber að smakka, ekki spurning.

Óli Helgi.