Page 1 of 1
					
				Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 21. May 2009 12:58
				by Hjalti
				Datt í hug að deila með mér af þessum frábæru fréttum. Gott tækifæri til að tékka á þessari æðislegu búð!
Nautakjöt Beint frá bónda í Búrinu
 
í dag, uppstigningardag, milli klukkan 16 og 18 kemur Þórarinn Jónsson bóndi og kona hans Lísa frá Hálsi í Kjós í bæinn og selja vörur sínar beint til neytanda í versluninni Búrinu í Nóatúni 17. Sími 551 8400
 
Þetta er spennandi og einstakt tækifæri og alveg frábær vara - fullmeyrnað og bragðgott kjöt.
 
 
Á hálsi eru eingöngu holdakýr, sem tryggir að allir gripir flokkast í Úrval og er kjötið af þeim því í hæsta gæðaflokki.
Kýrnar eru flestar af Galloway kyni, Galloway kynið á ættir að rekja til Skotlands. Einnig eru nokkrar blandaðar Aberdeen Angus.
http://www.kjos.is/allar-frettir/nr/86807/
 
Kær kveðja
 
Eirný í Búrinu
www.burid.is 
 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 22. May 2009 21:04
				by Hjalti
				Langar bara að tilkynna það að þessi steik sem ég keypti mér þarna lennti á grillinu áðann og þetta er án gríns besta nautakjöt sem ég hef smakkað.
Þetta var hryggvöðva steik, frekar fitusprengd og ekki alveg þétt alla leið, en hún var ALGER SNILLD! 10/10 hjá mér og ég er nú ekki mikill nautakjötsmaður, þó ég vilji að kjöti bauli á mig þegar ég borða það.
			 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 22. May 2009 21:21
				by Korinna
				Mig langar að bæta við að hjá mér er það yfirleitt 2/3 grænmeti og 1/3 kjöt en í dag var það 10/10 kjöt plús 1 sveppur og 1/4 tómat. 
Endilega kíkjið á 
http://www.hals.is það er hægt að kaupa beint frá þeim, opið er eitthvað á föstudögum og svo um helgar.
Ég er tilbúin að setja allan peningin sem við spörum með heimabrugg, brauðgerð og fíflatínslu í gott kjöt.  En þið 

 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 22. May 2009 21:59
				by Hjalti
				Dittó á það 
 
Félagi minn hélt að ég væri alveg orðinn geðveikur þegar hann kom í heimsókn þegar ég var að tappa á flöskur og ég var með brauðvélina í gangi og Jógúrt í gerjun. 

 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 22. May 2009 22:01
				by Öli
				Ég held að næsta roast beef steik hjá mér komi frá þeim!
			 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 23. May 2009 00:50
				by Eyvindur
				Tek undir þetta. Við keyptum roast beef bita og skárum niður í steikur sem við grilluðum í kvöld. Þetta var líklega safaríkasta nautakjöt sem ég hef fengið... Nammi namm...
Er hann ekki þarna reglulega? Konunni minni skildist það...
			 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 23. May 2009 01:10
				by Hjalti
				Annars er bara málið að rúnta upp í hvalfjörð... klukkutími fram og tilbaka í kjósina 

 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 23. May 2009 07:07
				by Andri
				Er hægt að fá mynd af dýrinu? Ég er með þetta skemtilega fetish... ég vill geta tuggið á þessu og sagt talað um leið hvað þetta dýr var fallegt og svona <3 <3 <3
			 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 23. May 2009 14:04
				by Korinna
				Ég vil taka fram að ég stýð ekki þennan fetish en þau fá gott uppeldi þarna á kjós og 24 mánaða hágæða líf.
			 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 23. May 2009 15:18
				by arnilong
				Mig hefur alltaf langað til að ala hrút og gefa honum hafra og bjór, nudda síðan á honum eistun og búa til kobe-súra-hrútspunga.  

 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 23. May 2009 17:05
				by halldor
				arnilong wrote:Mig hefur alltaf langað til að ala hrút og gefa honum hafra og bjór, nudda síðan á honum eistun og búa til kobe-súra-hrútspunga.  

 
Þessi þráður er að verða of súr fyrir mig... i tvennum skilningi  

 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 23. May 2009 20:49
				by arnilong
				Ég er ekki að djóka þegar ég segi að við ættum að sýra kjöt fyrir næsta þorrablót..... Vá, það væri geðveikt!
			 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 23. May 2009 21:05
				by Stulli
				arnilong wrote:Ég er ekki að djóka þegar ég segi að við ættum að sýra kjöt fyrir næsta þorrablót..... Vá, það væri geðveikt!
Það er þá ákveðið.
Hver ætlar að súrsa hvað?
Pant súrsa sundmaga með innmatsfyllingu
 

 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 23. May 2009 21:08
				by Andri
				Andri wrote:Er hægt að fá mynd af dýrinu? Ég er með þetta skemtilega fetish... ég vill geta tuggið á þessu og sagt talað um leið hvað þetta dýr var fallegt og svona <3 <3 <3
Var sótölvaður, var nýkominn heim af einhverju útskriftardjammi en þetta er annars fín hugmynd hjá þér fulli Andri.
 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 23. May 2009 23:44
				by Hjalti
				Svona spjöll ná oft nýjum hæðum þegar fólk mætir ölvað heim til sín og smellir sér í heitar umræður 
 
Ávalt gaman að sjá svoleiðis  

 
			
					
				Re: Kjöt beint frá Bónda í Búrinnu í dag!
				Posted: 24. May 2009 10:29
				by arnilong
				Lol