Page 1 of 1

Spurning um þroskun í flösku.

Posted: 15. Jun 2010 19:44
by BeerMeph
Það er frekar heitt þar sem ég er staðsettur og inni er 23-25°C að meðaltali. Var að pæla hvort væri sniðugra að láta bjórinn þroskast hér inni við svo hátt hitastig eða vera með hann útá svölum í sumar með teppi yfir?

Re: Spurning um þroskun í flösku.

Posted: 15. Jun 2010 20:21
by Idle
Af tvennu illu myndi ég kjósa hitasveiflurnar á svölunum. En í þágu vísindanna gætirðu prófað að skipta þessu í tvennt, og sett helming á svalir undir teppi, og haft afganginn inni. :)

Re: Spurning um þroskun í flösku.

Posted: 15. Jun 2010 20:25
by Braumeister
Ertu ekki með geymslu í kjallara?

Re: Spurning um þroskun í flösku.

Posted: 15. Jun 2010 21:10
by BeerMeph
Er með mest jú í geymslu við 18°C en tók með slatta hingað þar sem ég bý og var svona að pæla hvort væri skárra þar sem greyið er enn svo ungt.

Re: Spurning um þroskun í flösku.

Posted: 15. Jun 2010 21:13
by sigurdur
Þú færð hraðari þroskun með hærra hitastigi, en mest þó með breytilegu.
Það á einnig við um visnunina.

Ég myndi skjóta á að stöðuga hitastigið vinni allt.