Page 1 of 1

Einfalt sumar-ljósöl

Posted: 15. Jun 2010 13:15
by sigurdur
Ég setti í þennan á aðfaranótt sunnudags, og þvílík unun sem að streymir út um loftlásinn. Mestri gerjun er því miður lokið núna (miðað við búbbl frá loftlásinum).

Ég fékk smá Caramel 10-20EBC gefins og ákvað að reyna að finna not fyrir það.
Þessi uppskrift notar 500gr.

Code: Select all

BeerSmith Recipe Printout - http://www.beersmith.com
Recipe: Grain Brain Pale Ale
Brewer: Sigurður Guðbrandsson
Asst Brewer: 
Style: American Pale Ale
TYPE: All Grain
Taste: (35.0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 25.00 L      
Boil Size: 29.66 L
Estimated OG: 1.055 SG
Estimated Color: 5.8 SRM
Estimated IBU: 40.8 IBU
Brewhouse Efficiency: 80.00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
5.00 kg       Pale Malt (Weyermann) (3.3 SRM)           Grain        90.91 %       
0.50 kg       Caramel/Crystal Malt - 10L (10.0 SRM)     Grain        9.09 %        
20.00 gm      Centennial [8.70 %]  (60 min)             Hops         16.3 IBU      
30.00 gm      Amarillo Gold [7.50 %]  (20 min)          Hops         12.7 IBU      
30.00 gm      Amarillo Gold [7.50 %]  (10 min)          Hops         7.6 IBU       
30.00 gm      Amarillo Gold [7.50 %]  (5 min)           Hops         4.2 IBU       
1.00 tsp      Irish Moss (Boil 10.0 min)                Misc                       
1 Pkgs        Nottingham (Danstar #-)                   Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, Batch Sparge
Total Grain Weight: 5.50 kg
----------------------------
Single Infusion, Light Body, Batch Sparge
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
75 min        Mash In            Add 14.34 L of water at 71.9 C      65.6 C        


Notes:
------
Starting Water (ppm):			
Ca:	4,9		
Mg:	1,95		
Na:	10,1		
Cl:	8,5		
SO4:	2,7		
HCO3:	20,2		
			
Mash / Sparge Vol (gal):	3,7	/	5,81
Mash / Sparge Vol (liters):	14	/	22
Dilution Rate:	0%		
			
Adjustments (grams) Mash / Boil Kettle:			
CaCO3:	0	/	0
CaSO4:	4	/	6,29
CaCl2:	0	/	0
MgSO4:	4	/	6,29
NaHCO3:	1	/	0
NaCl:	4	/	6,29
HCL Acid:	0	/	0
Lactic Acid:	0	/	0
			
Mash Water / Total water (ppm):			
Ca:	70	/	70
Mg:	29	/	29
Na:	142	/	130
Cl:	182	/	182
SO4:	274	/	274
CaCO3:	63	/	37
			
RA (mash only):	-4	(5 to 10 SRM)	
Cl to SO4 (total water):	0,66	(Bitter)	


-------------------------------------------------------------------------------------
Viðbót:
Bjórinn er alveg uuuunaðslegur (að mínu mati ..).
Hann er samt svo hættulegur .. 5.87% ABV og mjög auðdrekkanlegur.

Mynd:
Image

Re: Einfalt sumar-ljósöl

Posted: 15. Jun 2010 13:44
by hrafnkell
Þessi er spennandi, væri til í að henda í eina svona lögn! Hvar fannstu svona caramel malt? (áttu 1.5kg auka? :))

Re: Einfalt sumar-ljósöl

Posted: 15. Jun 2010 14:28
by sigurdur
Ég á að vísu 1,5kg eftir.
Einn góðvinur lét mig hafa smá eftir að hafa pantað of mikið.

Þetta malt finnst í Ölvisholti sem Caramel 10-20EBC (þeir nota þetta í staðinn fyrir Carapils)

Re: Einfalt sumar-ljósöl

Posted: 15. Jun 2010 14:36
by halldor
Þessi lítur vel út fyrir sumarið. Það er eitthvað svo ferskt við Amarillo :)

Re: Einfalt sumar-ljósöl

Posted: 15. Jun 2010 21:51
by sigurdur
mmm, já. Ég get eiginlega lítið beðið eftir að smakka þennan ... það ilmar allt unaðslega hérna ....

Re: Einfalt sumar-ljósöl

Posted: 18. Jun 2010 00:20
by gunnarolis
Amarillo gold 7,5% Alfa. Eru þetta gamlir humlar? Er ekki hærri alfasýra á nýjum amarillo gold?

Re: Einfalt sumar-ljósöl

Posted: 18. Jun 2010 08:24
by sigurdur
Þegar humlarnir eru pakkaðir, þá er AA% mæld á rannsóknarstofu.
AA% er mismunandi á milli uppskera, ára og staðsetningar þannig að þú getur búist við mismunandi AA% á milli ára.

Re: Einfalt sumar-ljósöl

Posted: 28. Jul 2010 21:51
by sigurdur
Bætti við mynd .... bjórinn er algjört nammi ...... mmm.

Re: Einfalt sumar-ljósöl

Posted: 28. Jul 2010 22:05
by Eyvindur
Það sést greinilega á þessari mynd að bjórinn er stórhættulegur heilsu þinni. Komdu honum til mín í förgun hið fyrsta.

Re: Einfalt sumar-ljósöl

Posted: 28. Jul 2010 23:03
by sigurdur
Haha, satt segir þú Eyvindur .. en því miður er ég mjög fastur hérna, þannig að þú verður að sýna þig í förgunarsession í staðinn til að aðstoða.

Re: Einfalt sumar-ljósöl

Posted: 29. Jul 2010 00:08
by Classic
Hljómar eins og eðall, einfalt, auðdrekkanlegt og svalandi. Gæti líka verið góður grunnur að uppskrift til að láta reyna á þessa snilld sem manni skilst að Amarillo humlar séu.

Re: Einfalt sumar-ljósöl

Posted: 4. Aug 2010 23:16
by kristfin
maður þarf að gera sér ferð í hafnarfjörðinn til að smakka þessa dýrð :)

Re: Einfalt sumar-ljósöl

Posted: 4. Aug 2010 23:33
by sigurdur
Alveg endilega .. á meðan byrgðir endast.. ;)