Page 1 of 1

Gott lagerger hjá ölvisholti

Posted: 14. Jun 2010 19:51
by steinar
Sælir, hvað af þessum gerum sem fást í ölvisholti mæliði með í lager bjór ?

Re: Gott lagerger hjá ölvisholti

Posted: 14. Jun 2010 20:37
by kristfin
ég hef notað s23 sem er annað af tveim lagergerjum frá þeim og það er mjög fínt.

Re: Gott lagerger hjá ölvisholti

Posted: 14. Jun 2010 21:35
by sigurdur
Ég var að eyða smá tíma áðan í að skoða hvað mat fólks er á S-23 og W-34/70. Það sem að stendur upp úr er það að S-23 hæfir maltríkari bjórum vegna (m.a.) ester framleiðslu og W-34/70 "hreinni" bjórum. Það er víst töluverð súlfúr lykt af W-34/70 sem að deyr með tímanum.

Ég myndi bara byrja á því að lesa mig til um gerin og prófa þau svo :)