Page 1 of 1
veit einhver?
Posted: 13. Jun 2010 22:29
by Höddi birkis
veit einhver hvað OG er svona ca á lager kit extacti semsagt bara innihaldið úr dósini í 23L, engin sykur? var að skjóta á 1,037 er það eitthvað nærra lagi?
Re: veit einhver?
Posted: 13. Jun 2010 22:56
by sigurdur
1.030 held ég
http://www.homebrewtalk.com/f39/what-yo ... kit-44707/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: veit einhver?
Posted: 13. Jun 2010 23:26
by Höddi birkis
ok, hvernig helduru að það kæmi út að leysa lager kittið mitt upp í 25L af vatni sem ætti að gefa ca 1.027 og gera svo 27L virt úr 7kg pale ale malti og 3kg munich malti, sjóða í 60min með cascade í 60min, 25min og 10min.. þá ætti ég að enda í ca 25L með OG 1.069, blanda þessu svo saman 50/50, lager virti og pale ale munich virti, gera svo starter úr lager gerinu sem fylgir kittinu... þetta er bara smá hugmynd, endilega commentið
Re: veit einhver?
Posted: 13. Jun 2010 23:57
by sigurdur
uhmm .... síðan hvenær fylgir lager ger Coopers Lager? (ég giska á Coopers hérna)
Af hverju ekki bara að sleppa Coopers Lager og gerja Pale ale + munich með ölgeri/lagergeri?
Re: veit einhver?
Posted: 14. Jun 2010 11:59
by Höddi birkis
það getur verið að það sé bara eitthvað standard coopers ger sem fylgir þessu, en ég var að spá í að gera þetta svona til að nýta þetta coopers kit, hef ekki mikinn áhuga á því einu og sér, ég er búinn að setja hitt coopers kittið(real ale) á flöskur og er ekkert voðalega ánægður með það, samt drekkanlegt, en kanski er bara málið að gerja 25L pale ale og munich og 25L lager kit og munich í sitthvoru lagi.. þá verð ég allavega með 25L af góðu öli og 25L af einhverju öli(kanski gott kanski vont)....en gæti ég þá gert starter úr coopers gerinu sem mundi duga fyrir báða virtina?
Re: veit einhver?
Posted: 14. Jun 2010 13:43
by Eyvindur
Í fyrsta lagi gerir maður aldrei starter úr þurrgeri. Það er óþarft, og sumir vilja meina að það geti skemmt fyrir. Í öðru lagi myndi ég ekki gera starter úr humluðu extracti. Það gæti skemmt fyrir.
Re: veit einhver?
Posted: 14. Jun 2010 13:43
by sigurdur
http://www.mrmalty.com/calc/calc.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Ef þú ætlar að nota þetta coopers ger, kauptu þér þá einn pakka í viðbót í ámunni/vínkjallaranum (eins pakka) þar sem að þetta er ekki nóg ger fyrir 25L. Það er vanalega 6gr í pakka af Coopers geri.
Svo er til flott lagerger hjá Ölvisholti sem að þú getur notað til að búa til lager.
Annað sem að þú getur gert með þessu lager kitti, gefðu vini það sem að langar að prófa þetta. Þetta er mjög góð inngangsleið í heimagerjun.
Re: veit einhver?
Posted: 14. Jun 2010 18:40
by Höddi birkis
já það er alltaf gaman að gleðja góðan vin

en hvaða geri mundiru mæla með fyrir lager? ég á einn pakka af us04, sem ég var að spá í að nota fyrir pale ale + munich væri það ekki bara fínt?
Re: veit einhver?
Posted: 14. Jun 2010 19:34
by sigurdur
Það myndi án efa vera gott, en það yrði ekki lager.
Þurrt lagerger sem að fæst á íslandi er t.d. S-23 eða W-34/70.
Þú getur prófað hvort sem er, S-23 parast líklega betur þegar bjórinn er maltríkur. (giska ég á)
Re: veit einhver?
Posted: 14. Jun 2010 21:54
by Höddi birkis
ok, takk fyrir þetta... var að bjóða félögunum lager kittið en það nennir enginn að standa í þessu, vantar allan metnað í þetta lið

en ég ættla að kíla á S-23, og fyrst enginn hefur áhuga á þessu af vinunum nema ég var ég að gæla við að gera tilraun með lagerinn með smá munich + pale ale og gerja með W-34/70 er það eitthvað vitlaust?
Re: veit einhver?
Posted: 14. Jun 2010 22:05
by sigurdur
Neinei, prófaðu bara og segðu okkur frá tilrauninni og niðurstöðum (góðum eða slæmum)

Re: veit einhver?
Posted: 15. Jun 2010 10:29
by Höddi birkis
geri það

Re: veit einhver?
Posted: 16. Jun 2010 18:07
by Stebbi
Höddi birkis wrote:ok, takk fyrir þetta... var að bjóða félögunum lager kittið en það nennir enginn að standa í þessu, vantar allan metnað í þetta lið

En nenna þeir samt að drekka bjórinn þinn?
Re: veit einhver?
Posted: 16. Jun 2010 18:08
by Höddi birkis
haha jú að sjáfsögðu
