Page 4 of 5
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 22. Apr 2012 00:12
by bergrisi
Ekki veit ég afhverju ég lít inná þennan þráð þegar ég er á næturvakt og get ekki fengið mér bjór. Sjálfspyndingahvöt.
En þið sem megið fá ykkur bjór, njótið vel.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 22. Apr 2012 00:36
by helgibelgi
Fékk mér Úlf sem er loksins kominn aftur í búðirnar, hef ekki séð hann þar í langan tíma. Hann er mjög góður!
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 23. Apr 2012 23:21
by halldor
Já sæll....
Ég sit með Valgeiri frá Borg og við erum búnir að fara í gegnum nokkra í kvöld
Widmer Brothers Galaxy hopped Barleywine Ale
Ölvisholt Vatnajökull (fyrsta bruggun)
De Struise Pannepeut 2007
X.O. Beer - Biére aromatisée au cognac X.O.
Ayinger Celebrator Doppelbock
Unibroue Trois Pistoles
og svo vorum við eitthvað að spá í að fá okkur Westvleteren 12
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 23. Apr 2012 23:28
by bergrisi
Flottir. Fór í Heiðrúnu í dag og keypti bland í poka.
Búinn að prufa Gæðingur lager, og er að drekka Allgauer Winterfestbier. Einn Sam Adams lager og Krombacher. Alltaf gaman að hafa svona smökkunarkvöld.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 27. Apr 2012 19:10
by Feðgar
Anchor 2011 Christmas bjór YUMMY
Svo er Úlfur í kælingu sem eg fæ mér eftir grillið

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 28. Apr 2012 12:05
by helgibelgi
Smakkaði Coopers Stout í gær. Allt í lagi stout en ekkert voðalega spennandi. Náttúrulega kolsýrður samt

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 4. May 2012 17:57
by Maggi
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 4. May 2012 22:50
by sigurdur
Maggi wrote:
Með öðrum orðum .. 5 AM Saint

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 5. May 2012 12:34
by Maggi
Með öðrum orðum .. 5 AM Saint


Re: Hvað er í glasi?
Posted: 5. May 2012 12:37
by Maggi
Þessir verða drukknir í kvöld, óje.

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 5. May 2012 16:51
by sigurdur
Hvar fannstu þennan orval?
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 5. May 2012 17:04
by Maggi
Ég er búsettur í Kaupmannahöfn. Fékk hann í matar- vínbúðinni í Magasin við Kongens Nytorv.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 5. May 2012 18:51
by sigurdur
Ah, flott.
Pilsner Urquell í glasi hjá mér.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 8. May 2012 23:35
by halldor
Plimmó Bock (frá 2010) sem bragðast frábærlega
Síðustu tvær tilraunir til að gera bock hafa engan veginn jafnast á við þann fyrsta

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 11. May 2012 13:05
by Plammi
Smakk helgarinnar:
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 11. May 2012 14:29
by helgibelgi
smakkaði Silfurbak og Drýsil frá Birni (Classic) og þeir voru ljómandi góðir, þá sérstaklega Silfurbakurinn! Hver segir að það sé ekki hægt að gera góða extract-bjóra!

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 12. May 2012 23:36
by Classic
Gott að þeir gerðu lukku. Er einmitt með Hefe-inn frá þér í glasi núna. Gaus upp þessi dýrindis bananabrauðilmur um leið og ég opnaði flöskuna. Ekki alveg jafn "matarmikill" og mig minnir að ég eigi að venjast úr Hefe, en afskaplega ljúfur og bragðgóður.

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 12. May 2012 23:47
by gugguson
Er með Apu Nahasapeemapetilon, Amerískann IPA bjór sem heppnaðist frábærlega.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 12. May 2012 23:52
by bergrisi
Er að drekka Munich sem er eftir uppskrift sem ég fékk hjá Hrafnkeli/Brew.is. Hann er að smakkast virkileg vel. Fór á flöskur í mars.
Uppskriftin hér:
http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=195 ... h&start=20
Svo verður það einnig einn Vienna á eftir, og vonandi bruggað á morgun.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 15. May 2012 23:30
by Classic
Leikdagur í Vesturbænum. Þá kemur aðeins eitt til greina.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 17. May 2012 01:17
by bergrisi
Fyrst það er felu-föstudagur þá ætla ég að henda inn hvað er í glasi.
Það er reyndar soldið mikið í glasi núna.
Er með einn Munchen, sjá uppskrift hér:
http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=195 ... n&start=20" onclick="window.open(this.href);return false;
Ákvað svo að prófa tvo lagera sem ég setti á flöskur fyrir rúmri viku. Annar gerjaðist í 19 daga en hinn í 26 daga. Báðir eru búnir að vera í 18 gráðu heitri geymslu í 10 daga. Annar er með viðbættum sykri og hinn er með smá aroma en báðir með Hallertau Mittelfruh (4.7% AA) humlum.
Þeir eru báðir ágætir en held ég bíði með þá fram í evrópukeppni.
Svo núna fyrir framan mig eru þessir þrír bjórar sem er bara yndislegt. Allt gert fyrir vísindin.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 17. May 2012 19:27
by Feðgar
Fuller´s Superior Strenght Ale 8.5%
Smá áfengi í lygtinni en ekkert smá þéttur og góður, konunni líkaði hann líka.
Þetta er svona "að fá sér einn og njóta hans" bjór
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 22. May 2012 21:50
by Gvarimoto
Eðal kit bjór, sá besti sem ég hef gert (all malt extract, no sugar)
Afsakið stærðina.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 22. May 2012 22:00
by bergrisi
Flottur en gætiru minnkað myndirnar soldið þegar þú sendir þær inn.
Er þetta kannski bara hjá mér? Ég sé bara brot af hverri mynd í fartölvunni. Þarf kannski að fá mér stærri skjá?
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 22. Jun 2012 21:17
by bjarkith
15° hiti sól og góð bók á svölunum, toppað með hunangs hveitibjór.