Page 3 of 3
					
				Re: Joðófór
				Posted: 10. Nov 2011 17:01
				by Idle
				atax1c wrote:Er einmitt búinn með mitt, afhverju er hvergi hægt að kaupa það ?
Þú bruggar of mikið og kláraðir ársframleiðsluna. Kúabændur eru í öngum sínum um allt land. 

 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 10. Nov 2011 17:55
				by hrafnkell
				mjöllfrigg segja að hráefnið kosti svo mikið að verðið verður of hátt til að framleiðan borgi sig. Þetta er voða lítið notað hjá kúabændum núorðið, ætli það séu ekki aðallega við sem notum þetta?
Ég er búinn að nöldra í þeim síðan seinasta vetur einhvertíman, og staðan hefur ekkert breyst síðan þá - þeir ætla ekkert að setja þetta í framleiðslu fyrirsjáanlegri framtíð.
Ég er í sambandi við efnafræðinginn þeirra uppá að finna arftaka joðófórsins, hugsanlega eiga þeir efni sem er svipað starsan. Það er bara selt í stórum brúsum, þannig að ég þyrfti að umpakka því ef úr verður.
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 10. Nov 2011 18:34
				by Örvar
				Væri mikið mál að panta og flytja inn joðófór (eða annað sambærilegt eins og starsan) að utan? t.d. frá midwest
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 10. Nov 2011 19:57
				by oliagust
				Smá Gúgl gefur ýmislegt sem mætti kanna betur. 
T.d. hérna hjá Tandur: 
http://www.tandur.is/voruflokkur_08.html" onclick="window.open(this.href);return false; Þarna er eitt "júgurhreinsiefni" sem inniheldur Joð og Glyserín eins og þetta frá Frigg. Það er bara spurning hvort þessi spenamýkingarefni séu í öðru magni en í Joðófórinu frá Frigg. Einnig er til þarna efni sem "hentar einkar vel fyrir sótthreinsun...kerfa í drykkjariðnaði" og er sennilega líkt þessu "star san".
Einnig á Kemi hreinsiefni byggð á joði: 
http://www.kemi.is/?category=21" onclick="window.open(this.href);return false;
og einnig Jötunn: 
http://www.jotunn.is/jugurefni-og-smyrsl/spenadyfur" onclick="window.open(this.href);return false;
Eitthvað hljóta kúabændur og aðrir drykkjarframleiðendur landsins að vera að nota. Eða er eitthvað að fara framhjá mér? Hver er munurinn á Joðófór og Joði?
 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 11. Nov 2011 00:52
				by kargur
				Ég hef nú bara notað þvottaefnið sem karl faðir minn notar til að sótthreinsa mjaltakerfið hjá sér.  Man ekki einu sinni hvað það heitir.  Ef það er nógu gott til matvælaframleiðslu með ströngu eftirliti þá er það nógu gott fyrir mig og minn bjór.
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 11. Nov 2011 10:00
				by hrafnkell
				kargur wrote:Ég hef nú bara notað þvottaefnið sem karl faðir minn notar til að sótthreinsa mjaltakerfið hjá sér.  Man ekki einu sinni hvað það heitir.  Ef það er nógu gott til matvælaframleiðslu með ströngu eftirliti þá er það nógu gott fyrir mig og minn bjór.
Klórsódi er oft notaður til að þrífa mjólkurtanka og kerfi. Hann er pínu leiðinlegur af því að maður þarf að skola vel með köldu vatni eftir að þrifin, sem býður sýkingarhættu heim. Líklega í lagi í mjólkurkerfum þar sem gerlar eru alltaf til staðar í mjólkinni og hún er snöggkæld þannig að gerlarnir hafa engan séns á að fjölga sér. En í bjórgerð getur einn lítill gerill úr kalda vatninu valdið manni höfuðverkjum (með smá óheppni)
 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 11. Nov 2011 10:06
				by gugguson
				Hvað getur maður notað til að sótthreinsa hérna á Íslandi?  Ég er að fara að brugga eftir rúmlega viku og veit ekki hvaða möguleika ég hef í sótthreinsun.
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 11. Nov 2011 15:36
				by Eyvindur
				Það má nú samt ekki hræða fólk of mikið. Ég nota undantekningarlaust klór eða klórsóda til að sótthreinsa fyrir gerjun (nota joðófór til að sótthreinsa flöskur þegar ég kemst í það, því þar er verulegur tímasparnaður að þurfa ekki að skola), og ég hef ekki enn fengið sýkingu. Reyndar líst mér illa á að nota nokkuð annað en klór á plastílát, því þar þarf ekki nema eina rispu til að bakteríur geti falið sig og lifað joðófór eða annað af. Klórinn étur hins vegar upp lífrænt efni, og þess vegna held ég að það séu minni líkur á því þegar hann er notaður.
Auk þess má benda á að ef vatn væri svona hættulegt væri næstum öruggt að allir sem leggja í vínþrúgukitt eða sírópsdót fengju sýkingu, þar sem það er vanalega þynnt með ósoðnu kranavatni. Þannig að fólk má nú ekki vera of hrætt við kranavatnið, þótt það sé vissulega rétt að því fylgir örlítil hætta.
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 11. Nov 2011 17:31
				by Feðgar
				Við skolum alltaf allt með vatni.
Það má vel vera að joðófórið sé ekkert eitrað en það er íslenska vatnið ekki heldur.
Við höfum aldrei orðið varir við neina sýkingu.
En hvað með sjúkrahúsin, nú er joðfórið notað þar líka.
Kannski er hægt að verða sér út um það í gegnum þau.
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 11. Nov 2011 23:39
				by Eyvindur
				Nota sjúkrahús ekki bara hreint joð?
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 12. Nov 2011 01:18
				by Feðgar
				eyvindurkarlsson wrote:Nota sjúkrahús ekki bara hreint joð?
Er það sem sagt einhvað annað en við erum búnir að vera að nota.
Og er það einhvað sem hentar okkur ekki?
Spyr sá sem ekki veit!
 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 12. Nov 2011 09:04
				by Eyvindur
				Já, joðófór er ekki hreint joð. Nú þekki ég þetta ekki nógu vel, en ég held að bæði sé joð of dýrt og of sterkt eitt og sér. Allavega hef ég aldrei heyrt um að fólk noti hreint joð í svona.
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 12. Nov 2011 09:16
				by sigurdur
				Sjá skjal frá Landlæknaembættinu: 
http://www.landlaeknir.is/lisalib/getfi ... temid=3064" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Í skjalinu þá er nefnt eftirfarandi joðlausnir: Joðspritt 2%, Jodosan, Betadine, Braunoderm og DuraPrep.
2% Joðspritt er (eins og segir í nafninu) 2% joð, en ég fann engar upplýsingar um þetta þannig að ég veit ekki hvort að þetta sé títrað joð (ég myndi giska á 0,2% títrað joð).
Jodosan er 5%, en ég finn ekki upplýsingar í snatri um aukaefni í því. Ég veit ekki hvort að þessi 5% eru títrað magn.
Betadine er 7.5% lausn og 10% lausn, en það er einungis 0,75% og 1% títrað joð í því. Betadine má finna í apótekum, en það geta verið ýmis aukaefni í því (fer eftir hvaða gerð).
Braunoderm - ég sá ekki í snatri hve mikið títrað joð er í þessu.
Duraprep - er 3m og er með skrúbbi á flöskunni. 0,7% títrað joð.
Ef þið fáið ekki joð í miklu magni, þá mæli ég með að þið kaupið það bara að utan.
Ég keypti einhverntímann 10ml fyrir ~800 kr af Betadine í apóteki .. þetta var mjög dýrt í samanburði við t.d. glyserín joðofór frá Mjöll-Frigg.
~1L Star-San frá Northern Brewer er á $16.50
~1L B-T-F Iodophor frá Northern Brewer er á $14.99
Ef þið eruð að fara til BNA eða þekkið einhvern, þá myndi ég láta senda þetta á hótel hjá ykkur.
 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 12. Nov 2011 11:28
				by gugguson
				Er enginn í USA sem sendir Starsan eða Iodophor til Íslands, eða væri þetta kannski stoppað í tollinum?
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 12. Nov 2011 23:32
				by sigurdur
				Jújú .. t.d. ShopUSA, en það kostar þá um 10 þúsund
Annars getur þú keypt frá MoreBeer .. þeir eru þokkalega ódýrir í millilandasendingum.
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 13. Nov 2011 00:28
				by gosi
				Það má semsagt flytja inn efni líkt og Star San?
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 13. Nov 2011 01:14
				by sigurdur
				Ég hef ekki hugmynd um það .. ég myndi bara prófa að panta.
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 13. Nov 2011 19:49
				by gunnarolis
				Getur maður ekki lent í því að þurfa að borga fyrir einhverja efnagreiningu ef maður er fyrstur til að panta ákveðin efni inn í landið? Er það bara gróusaga?
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 13. Nov 2011 19:56
				by gugguson
				Ég henti pöntun af stað fyrr í dag á Star-san.  Pöntunin fór a.m.k. í gegn - ég læt vita hvernig þetta mun ganga.
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 13. Nov 2011 22:24
				by hrafnkell
				Þarft að fá leyfi fyrir ákveðnum efnum. Engin greinin, efnunum er bara hent ef þú færð ekki leyfi. Einhver sagði mér að leyfið kosti. Ég veit ekkert um það hvort fosfórsýra sé leyfisskyld, en það gæti vel verið að það fari bara eftir tollara.
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 28. Nov 2011 18:23
				by gugguson
				Ég pantaði Starsan frá Morebeer og fékk það inn um dyrnar með póstinum rétt í þessu.
Engin athugasemd var gerð, en það gæti verið heppni.
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 28. Nov 2011 19:37
				by Eyvindur
				Hver var prísinn á Starsan með öllu?
			 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 5. Jan 2012 19:13
				by bjorninn
				Ég lagði inn pöntun fyrir 32 únsum af StarSan hjá Morebeer í lok nóvember, nánar tiltekið daginn áður en það kom fram hér á síðunni að það væri von á meiri joðófór.  

  Ég var að fá sendinguna núna í dag og datt í hug að svara þessu með kostaðinn, svo aðrir hafi einhverja hugmynd um það.
Brúsinn var á 15,5 dollar, sendingargjaldið 39,11 dollarar. Samtals 6.594 kr á genginu þegar rukkað var á kortið. Tollmeðferðargjaldið þetta standard 550kr, sjálfur tollurinn 668kr og vaskur 1.876kr, samtals 3.094kr. Allt í allt 9.688 krónur íslenskar. (Sem gerir rétt tæpar 10,1kr á millilítrann.)
Þetta var sent með USPS Priority Mail, sem var ódýrari valkosturinn sem boðið var upp á fyrir sendingar út fyrir BNA. Sendingargjaldið er náttúrulega út í hött miðað við hvað sjálf varan kostar. Ég hefði sennilega getað nýtt sendinguna betur en á hinn bóginn nennti ég ekki að standa í einhverju stappi með restina af sendingunni ef og ef og ef það kæmi svo í ljós að ég mætti ekki flytja StarSanið inn. Það var samt ekkert vandamál; fröken Tollmiðlun bað mig um upplýsingar um innihald pakkans og ég sendi, það voru engin eftirköst af því.
Allavega, þá veit maður það.
 
			
					
				Re: Joðófór
				Posted: 5. Jan 2012 19:56
				by hrafnkell
				úff... 10.000kall. Það er helvíti mikið, miðað við að 32únsur af joðófór kosta tæplega 1500kr. starsan endist reyndar lengur blandað. Spurning hvort hóppöntun gæti gert verðið aðeins þolanlegra?
Annars eru mjöll frigg alltaf að fresta þessu með joðófórinn, nýjustu gögn segja að ég fái hann í næstu viku.