Page 3 of 3
Re: Gelatín - "cold crash"
Posted: 4. May 2011 21:20
by Belgur
Ég er að prófa gelatín án þess að kæla, færði yfir í secondery eftir 10 daga gerjun og hitaði hálfa gelatín plötu í ca 1.5 dl og smellti því nett útí secondery fötuna sem ég n.b. hívertaði á milli til að ná sem mestum vökva án grubs, ég læt ykkur vita hvort þessi sáraeinfalda og ódýra aðgerð skilar tærari bjór, hún gerir hann varla verri !
Re: Gelatín - "cold crash"
Posted: 4. May 2011 22:08
by sigurdur
Belgur wrote:Ég er að prófa gelatín án þess að kæla, færði yfir í secondery eftir 10 daga gerjun og hitaði hálfa gelatín plötu í ca 1.5 dl og smellti því nett útí secondery fötuna sem ég n.b. hívertaði á milli til að ná sem mestum vökva án grubs, ég læt ykkur vita hvort þessi sáraeinfalda og ódýra aðgerð skilar tærari bjór, hún gerir hann varla verri !
Ekki nema þú hafir hitað gelatínið yfir ~80°C, þá færðu bjórjelly
Re: Gelatín - "cold crash"
Posted: 5. May 2011 00:32
by atax1c
Endilega póstaðu niðurstöðunum

Re: Gelatín - "cold crash"
Posted: 5. May 2011 07:57
by OliI
Ég er að prófa gelatín án þess að kæla, færði yfir í secondery eftir 10 daga gerjun og hitaði hálfa gelatín plötu í ca 1.5 dl og smellti því nett útí secondery fötuna sem ég n.b. hívertaði á milli til að ná sem mestum vökva án grubs, ég læt ykkur vita hvort þessi sáraeinfalda og ódýra aðgerð skilar tærari bjór, hún gerir hann varla verri !
Ég setti gelatín í kút sem var við ~18-20° og setti hann svo í kæli, búinn að vera þar í 10 daga og ekki orðinn tær.
Hef sett gelatín í kaldan bjór og hann verður kristaltær á 4-5 dögum.
Láttu samt vita hvernig fer með volga bjórinn hjá þér.
Re: Gelatín - "cold crash"
Posted: 5. May 2011 11:14
by atax1c
Hefur einhver prófað að setja gelatín í bjór sem er á kút ? Var að velta fyrir mér hvernig það virkaði...
1. Setja bjórinn á kútinn.
2. Kæla hann niður.
3. Setja gelatín í hann.
4. Byrja svo að kolsýra hann ?
Eða hvað ?
Re: Gelatín - "cold crash"
Posted: 5. May 2011 12:06
by OliI
Hefur einhver prófað að setja gelatín í bjór sem er á kút ? Var að velta fyrir mér hvernig það virkaði...
Það virkar fínt.
Re: Gelatín - "cold crash"
Posted: 18. May 2011 12:15
by helgibelgi
Þegar ég kæli bjórinn, hvað er það sem skiptir máli? Þarf ég bara að ná honum niður í ákveðið hitastig og get svo skellt gelatíninu út í eða þarf hann að vera á þessu hitastigi í ákveðið langan tíma?
Er nefnilega að prófa þetta á 12 lítrum og þeir eru mjög fljótir að kælast, var bara að spá hvort ég gæti sparað einn dag.
Re: Gelatín - "cold crash"
Posted: 18. May 2011 12:20
by sigurdur
helgibelgi wrote:Þegar ég kæli bjórinn, hvað er það sem skiptir máli? Þarf ég bara að ná honum niður í ákveðið hitastig og get svo skellt gelatíninu út í eða þarf hann að vera á þessu hitastigi í ákveðið langan tíma?
Ég kæli bjórinn niður eins nálægt -1°C og ég næ, skelli gelatíninu í og bíð í nokkra daga (tekur ~3 daga fyrir ~50cm fall).
Re: Gelatín - "cold crash"
Posted: 23. May 2011 23:16
by Belgur
Sælir/ar
Ég bið ykkur að afsaka hvað ég var lengi að pósta niðurstöðu. Ég er mjög sáttur við útkomuna so far. Í stuttu máli þá virðist gelatín fella vel þótt það sé notað við gerjunarhita. Viku eftir að gelatín fór í fötuna var talsvert dökkt grugg á botni, ég færði þá yfir. Eftir þrjá daga á næstu fötu var óverulegt fall, bara örlítil skán í botni sem var nánast ósýnileg. Gljáandi tært öl var því fært á flöskur. Ég pósta lokaniðurstöðu þegar batchið verður tekið til smökkunar.
Re: Gelatín - "cold crash"
Posted: 12. Sep 2013 12:32
by Baldvin Ósmann
Fann þennan þráð og fannst réttast að smella þessari spurningu hér. Gerir það eitthvað fyrir mig að setja gerjunarfötuna í ísbað í sólarhring eða þarf þetta að vera lengur?
Er einhver hér sem hefur prófað að setja gelatín í bjórinn við gerjunarhita eins og var nefnt á htb linknum hérna fyrir ofan? Hvernig kom það út?
Re: Gelatín - "cold crash"
Posted: 13. Sep 2013 12:53
by sigurdur
Baldvin, það sem gerist ef þú setur gelatín í gerjunarhitastigi, þá felliru út einhverjar agnir, en það eru góðar líkur á því að þú fáir svokallað "chill haze".
Ef þú kælir bjórinn niður í 3°C (-1°C æskilegast) og setur gelatínið svo út í, þá nær gelatínið að veiða "chill haze" agnirnar og fella þær.
Re: Gelatín - "cold crash"
Posted: 13. Sep 2013 15:46
by helgibelgi
Ég prófaði þetta á sínum tíma (sbr spurningar mínar í þessum þræði).
Ég setti nú fötuna ekki í ísbað, en skellti henni bara beint inn í ísskáp í sólarhring, bætti síðan gelatíni út í og gaf þessu síðan einhvern tíma til að vinna (minnir 2-4 daga).
Það sem gerðist hjá mér var að bjórinn varð krystaltær, en einnig alveg flatur!
Það gæti verið að gelatínið hafi tekið gerið með sér og/eða kuldinn hafi sent það í felur.
Svona í eftiráhyggju þá finnst mér þetta hafa verið alger óþarfi! Í dag nota ég engin efni í bjórinn til að gera hann tærari (engin fjörugrös eða whirlfloc) en bjórinn minn er samt sem áður að enda mjög tær og flottur. Það sem mér hefur fundið virka best er að leyfa bjórnum að vera lengi í gerjun (gerja oftast í amk 3 vikur) og líka að bíða nógu lengi eftir flöskunum og síðan leyfa tilbúnu flöskunum að standa í kælinum í amk sólarhring áður en ég opna þær. En þetta er svo sem bara mín skoðun
