Page 3 of 5

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 10. Mar 2012 01:18
by Feðgar
Image

Mikkeller American Dream

Er ekki frá því að það sé lauklygt af honum

En ferskur og fínn þó

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 10. Mar 2012 10:30
by atlios
Image

Fékk mér Páska kalda í gærkvöldi. Hann var bara mjög góður. Fann vel fyrir karamellunni og var að fíla það :)

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 10. Mar 2012 21:16
by gugguson
Er að sötra einn Odd munk (http://www.northernbrewer.com/shop/numb ... n-kit.html" onclick="window.open(this.href);return false;)

Hann fór á flöskur fyrir 10 dögum síðan þannig að hann hefur ekki fengið nægilegan tíma ennþá. Hinsvegar er froðan og liturinn flott þó að ansi mikið sé af botnfalli (hátt í 2 cm). Bragðið er sæmilegt, frekar súr samt sem gæti verið partur af uppskriftinni eða þá að eitthvað óæskilegt hafi komist í bjórinn.
004---oddur_munkur.jpg

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 10. Mar 2012 21:20
by sigurdur
ÖB Móri .. unaðsbjór :)

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 11. Mar 2012 22:59
by bergrisi
Herra Einfaldur er í glasi. Lagerbjór sem ég gerði og ég er drullusáttur við.
Nefni hann hér http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=1959" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo er ein mynd hér en hann fór á flöskur 19. feb og á að bíða lengur en ég get ekki látið hann í friði.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 11. Mar 2012 23:10
by sigurdur
IPA :)

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 12. Mar 2012 16:50
by Dabby
Sælir
Ég prufaði um helgina að búa til radler úr Bee Cave ölinu mínu. Radler er drykkur sem er vinsæll í Þýskalandi, blanda af bjór og límonaði (7up). Þetta er svosum ekki í uppáhaldi hjá mér en frúin er mjög hrifin af þessu og þetta öl er bara mjög fínt í þennann drykk.

Radlerinn hefur þann kost að vera meiri svaladrykkur en bjór er, og maður getur drukkið meira áður en maður verður fullur... fínt í útileguna í sumar.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 12. Mar 2012 17:22
by Feðgar
Hvernig límonaði notaðir þú?

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 13. Mar 2012 09:16
by Dabby
7up eins og stendur í sviganum, sprite virkar líka, en ég held að 7up sé betra í þetta þó að mér finnist sprite betra til að drekka eitt og sér.
Venjulegur radler er u.þ.b. 50/50 blanda af bjór og límonaði, en vissulega er hægt að breyta þessum hlutföllum eins og maður vill.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 13. Mar 2012 21:10
by viddi
Copen*hagen frá Carlsberg. Ferlega dapur bjór. Vond lykt (gamalt grænmeti) og hrikalega bragðlaus og vatnskenndur.

Fékk hins vegar Harviestoun Schiehallion á barnum (Scottish bar á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn) fyrr í kvöld sem var frábær bjór. Premium lager með góðu Hersbrucker humlabragði (lyktin minnir á Bríó frá Borg) og í mjög góðu jafnvægi. Mæli jafn mikið með og ég mæli lítið með Copen*hagen.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 13. Mar 2012 22:07
by Maggi
Þar sem þú ert í Köben þá mæli ég með

Mikkeller bar, í Vesterbro
http://mikkeller.dk/index.php?id=9&land=0

og

Húðflúraða ekkjan. Rétt hjá Kongens Nytorv
http://www.dentatoveredeenke.dk/#!/en

... þeas of þú veist ekki nú þegar um þessa tvo staði

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 14. Mar 2012 17:29
by viddi
Takk fyrir ábendinguna Maggi. Hafði reyndar komið á Mikkeller áður en var að koma þaðan aftur núna. Hvílíkur unaður. Mæli líka með Ölbutikken á Istedgade 44 (http://olbutikken.dk" onclick="window.open(this.href);return false;). Næ ekki Húðflúruðu ekkjunni í þetta sinn. Cask conditioned ale á Charlies Bar í Pilestræede 33 náðist hins vegar. Til að halda tópíki þá var Viola Sofia að enda við að kitla bragðlaukana (http://www.ratebeer.com/beer/fano-viola ... -2/166239/" onclick="window.open(this.href);return false;)

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 17. Mar 2012 20:30
by viddi
Mongo frá Port Brewing (IPA). Dásamleg humlasprengja.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 18. Mar 2012 08:27
by bjarkith
Saison sem ég var að brugga, hef engan samanburð en andskoti er hann góður.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 9. Apr 2012 22:45
by Feðgar
Páska Gull úr lítilli dós og Þorra Gull úr gleri.

Þorra Gull er SULL Er af honum fnykur, vatnsbragð, er þunnur og ber þess merki að vera óklár.

Páska Gullið í dós er betri en það sem ég smakkaði úr gleri, kannski þóttu okkur hann bara svona góður vegna þess hve Þorrinn var þunnur.

En eitt-núll Páska fyrir Þorra

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 10. Apr 2012 00:15
by bergrisi
Brúðkaupsöl Úlfars sem er ágætur apa, en ekkert sem verður endilega bruggað aftur. Fékk mér líka einn bohemian pilsner JZ og er hann vel svalandi. Næstu brugganir verða léttir sumar bjórar ef sumarið kemur einhverntímann.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 14. Apr 2012 22:53
by bergrisi
Vienna Smash. Er að eldast vel.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 14. Apr 2012 23:12
by sigurdur
Wit :)

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 15. Apr 2012 01:49
by maestro
Írskt rauðöl frá feðgum og bróður. Snilldaröl, verst að þessi lögun er búin :-(

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 16. Apr 2012 23:03
by Feðgar
maestro wrote:Írskt rauðöl frá feðgum og bróður. Snilldaröl, verst að þessi lögun er búin :-(
Takk fyrir það.

Held ég fái mér bara einn líka :D

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 16. Apr 2012 23:41
by bjarkith
IIPA sem við helgi brugguðum, þrusu góður en finnst vannta aðeins meiri humlalykt af honum.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 18. Apr 2012 11:20
by bjarkith
Image

Imperial Ipa sem við helgibelgi brugguðum, en þó þurrhunlaði ég minn kút öðruvísi en hann.
Fannta góður, mikið bragð enda notuðum við samfelldu humlunar aðferðina hans Sam í Dogfishhead en finnst þó vanta aðeins upp á lyktina, þó góð.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 18. Apr 2012 11:53
by halldor
Þarf ekki að bíða til hádegis áður en maður hellir sér í IIPA? :D

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 18. Apr 2012 12:40
by bjarkith
Er dagdrykkja ekki stórlega vanmetin? Annars er þetta mynd tekin eftir kvöldmat í gær um hálfsjöleitið.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 22. Apr 2012 00:02
by Feðgar
Minn fyrsti Saison

By Gunnarolis

Veit ekkert hvort að hann sé fallinn á tíma (hef átt hann lengi) eða hvort hann eigi að smakkast eins og hann gerir (verandi fyrsta sinn sem ég smakka saison) en hann er að renna ljúft.

Átti von á að hann yrði súrari.

Súper komplex lygt af honum, er meira með glasið undir nefinu en á vörunum.