Page 3 of 4

Re: Kornelius kútar

Posted: 28. Feb 2011 23:28
by hrafnkell
Ég næ ekki að panta kútana fyrr en á morgun eða hinn, þannig að það er enn smá séns að koma að pöntun :)

Re: Kornelius kútar

Posted: 1. Mar 2011 16:03
by karlp
Eyvindur wrote:Þrýstijafnarar eru líka frekar dýrir. Að auki myndi ég mæla með því að kaupa aukaþéttingar.

Þetta er glettilega dýrt þegar allt er tekið saman. Ég myndi mæla með því fyrir alla að gera kostnaðaráætlun áður en ákvörðun er tekin. Þetta er fljótt að safnast upp. Ég klikkaði á því, og eyddi miklu meiru en ég ætlaði, sem kom aðeins aftan að mér. Bara svo fólk geri ekki sömu mistök og ég.

Gangi ykkur annars vel með þetta. Ég verð að segja pass í bili, enda fátækur námsmaður. ;)
the regulator doesn't have to be so expensive, mine was cheap off ebay, but I had to watch for a while. You also have to be careful about the fitting, US vs Euro for the bottle vs the regulator. Last I asked, gastec in höfði only sold pretty high pressure regulators, designed for welders. It would have been pretty hard to regulate easily in the 10-16psi range you/I want for beer.

But yeah, the whole package adds up, and I certainly paid more than I was expecting. On the bright side, you only need to pay it once :) :skal:

Re: Kornelius kútar

Posted: 1. Mar 2011 19:44
by hrafnkell
Kegconnection eru byrjaðir að taka saman pöntunina :)

Re: Kornelius kútar

Posted: 1. Mar 2011 20:06
by atax1c
Vúúúh! :beer:

Hvað er ETA ?

Re: Kornelius kútar

Posted: 1. Mar 2011 20:42
by hrafnkell
2-3 vikur líklega. Kannski fyrr. Ég læt ykkur vita þegar þetta er farið af stað og ég veit meira.

Re: Kornelius kútar

Posted: 1. Mar 2011 21:23
by hrafnkell
DHL kallinn verður glaður að burðast með 24 kúta og fylgihluti til mín :)

Re: Kornelius kútar

Posted: 1. Mar 2011 21:24
by Eyvindur
Ég gleymi aldrei hvað DHL kallinn var pirraður þegar hann kom með 30 kg af korni til mín...

Re: Kornelius kútar

Posted: 1. Mar 2011 21:35
by hrafnkell
Reyndar er dhl kallinn helvíti sáttur við mig, kemur til mín amk 2x í viku. Verður gaman að sjá hvað honum finnst um þetta :)

Re: Kornelius kútar

Posted: 1. Mar 2011 22:50
by Eyvindur
Þegar ég hugsa mig betur um var það UPS gaur... ShopUSA senda með þeim, held ég. DHL gaurar eru miklu hressari.

Re: Kornelius kútar

Posted: 2. Mar 2011 16:19
by valurkris
Smá forvitni, Hvað eru margir kútar á leið til landsins

Re: Kornelius kútar

Posted: 2. Mar 2011 16:59
by hrafnkell
Tæplega 30stk. Blanda af pinlock og balllock, en aðallega pinlock. Svo kemur slatti af co2 kútum og öllum fylgihlutum líka.

Re: Kornelius kútar

Posted: 3. Mar 2011 20:35
by hrafnkell
Holy motherflippin hell. Öll herlegheitin eru lögð af stað frá kegconnection í texas. Verða komin til florida eftir 3 daga og þaðan er þetta sent með DHL. Hugsanlega verður þetta komið í lok næstu viku :)

Ég fékk fínan afslátt af pöntuninni, það verður gaman að sjá hvar verðin enda þegar þetta er komið hingað heim.

Re: Kornelius kútar

Posted: 3. Mar 2011 22:37
by atax1c
Get ekki beðið :D Þurfum að hafa þetta árlegan viðburð eða eitthvað ef þú ert með eitthvað Florida connection :lol:

Re: Kornelius kútar

Posted: 3. Mar 2011 23:11
by valurkris
hrafnkell wrote:Holy motherflippin hell. Öll herlegheitin eru lögð af stað frá kegconnection í texas. Verða komin til florida eftir 3 daga og þaðan er þetta sent með DHL. Hugsanlega verður þetta komið í lok næstu viku :)

Ég fékk fínan afslátt af pöntuninni, það verður gaman að sjá hvar verðin enda þegar þetta er komið hingað heim.
Þá er best að fresta átöppun örlítið svo að maður eigi eithvað til að setja á kút um leið og hann kemur :)

Re: Kornelius kútar

Posted: 4. Mar 2011 10:29
by hrafnkell
valurkris wrote:
hrafnkell wrote:Holy motherflippin hell. Öll herlegheitin eru lögð af stað frá kegconnection í texas. Verða komin til florida eftir 3 daga og þaðan er þetta sent með DHL. Hugsanlega verður þetta komið í lok næstu viku :)

Ég fékk fínan afslátt af pöntuninni, það verður gaman að sjá hvar verðin enda þegar þetta er komið hingað heim.
Þá er best að fresta átöppun örlítið svo að maður eigi eithvað til að setja á kút um leið og hann kemur :)
Ég er í svipuðum pælingum. Er með porter sem er búinn að vera í primary síðan 16 feb. Ætli hann þoli ekki alveg viku í viðbót?

Re: Kornelius kútar

Posted: 4. Mar 2011 14:46
by Silenus
Glæsilegt, einn spurning, var einhver búinn að kanna hvort það sé ekki öruggt að það sé hægt að fá áfyllingu á þessa kúta (CO2) hér heima. Það var einn vinnufélagi að hrella mig með því að Ísaga fyltu bara á kúta sem væru með evrópu gengum, þá sem pössuðu við þeirra kerfi.

HJ

Re: Kornelius kútar

Posted: 4. Mar 2011 15:33
by hrafnkell
Silenus wrote:Glæsilegt, einn spurning, var einhver búinn að kanna hvort það sé ekki öruggt að það sé hægt að fá áfyllingu á þessa kúta (CO2) hér heima. Það var einn vinnufélagi að hrella mig með því að Ísaga fyltu bara á kúta sem væru með evrópu gengum, þá sem pössuðu við þeirra kerfi.

HJ
Slökkvitækjaþjónustan hefur fyllt á allskonar kúta fyrir mig, þar með talið paintball kúta og fleira sem er með bandarískum gengjum. Ég er nokkuð viss um að þú getir farið með þetta næstum hvert sem er án vandræða.

Re: Kornelius kútar

Posted: 4. Mar 2011 21:11
by Bjössi
damn...fja..
missti af þessu, svona er að fylgjast ekki með, átti von að pöntun yrði seinna/siðar
ég var orðin "ultra" heitur fyrir kút

Re: Kornelius kútar

Posted: 4. Mar 2011 21:17
by atax1c
Eins og ég segi, ef þetta fer allt saman vel, þá væri ég alveg til í að vera með í svona hóppöntun aftur.

Held að manni mun alltaf langar í fleiri kúta...

Re: Kornelius kútar

Posted: 4. Mar 2011 21:34
by hrafnkell
Köllum þetta prufurun... :) Það er ekkert því til fyrirstöðu að ég taki svona pöntun aftur ef þetta gengur allt að óskum. Einnig koma aðrar bandarískar verslanir vel til greina, eins og austinhomebrew eins og ég tók um daginn.


Svo tók ég líka eitt 2ja kúta sett aukalega, því mér datt í hug að einhverjir væru til í það. Sendi þér skilaboð Bjössi :)

Re: Kornelius kútar

Posted: 9. Mar 2011 22:25
by hrafnkell
Kútarnir eru lagðir af stað frá florida með DHL. Grrríðarlega spennandi hvort þetta náist fyrir helgi??

Re: Kornelius kútar

Posted: 10. Mar 2011 00:36
by atax1c
Vúh! :D

Re: Kornelius kútar

Posted: 10. Mar 2011 11:55
by mattib
OMG ;) hehe spennan í hámarki!!


Annars. Eigum við ekki að gera díl við eitthvað áfyllingar fyrirtæki á CO2 með að fylla alla CO2 kútana fyrir okkur?

Re: Kornelius kútar

Posted: 10. Mar 2011 12:06
by atax1c
Það er góð hugmynd, var ekki búinn að pæla í því :vindill:

Re: Kornelius kútar

Posted: 10. Mar 2011 12:24
by hrafnkell
mattib wrote:OMG ;) hehe spennan í hámarki!!


Annars. Eigum við ekki að gera díl við eitthvað áfyllingar fyrirtæki á CO2 með að fylla alla CO2 kútana fyrir okkur?
Það er ekki vitlaust. Hver býður sig fram að hringja? :) 8x 2.5kg co2 kútar.