Page 2 of 3

Re: Joðófór

Posted: 28. Nov 2010 19:44
by sigurdur
BeerMeph wrote:Ég er að pæla í ef ég hef tíma að fara niðrá raunó og títra sýni með sterkju af þessum joðófór og athuga lausnin sé ekki örugglega rúmlega 5000 ppm.

Ég skal skrifa skýrslu og senda þeim jafnframt ef niðurstöðurnar verða athyglisverðar :ugeek:
Náðir þú að mæla lausnina?

Re: Joðófór

Posted: 29. Nov 2010 09:55
by sigurdur
Ég fékk svar frá Mjöll-Frigg í sambandi við joðófórið.
From: Richard Kristinsson
Sent: 16. nóvember 2010 11:33
To: **fjarlægt**
Subject: glýcerin joðófór

Sæll Sigurður,

Lýsingin á síðunni er soldið ruglingsleg. Það sem þú hefur lesið varðandi 5000ppm á við þegar glýcerin jóðófóri er blandað til notkunar á spenum:

Spenadýfa: Strax eftir mjaltir er spenum dýft í joðofórlausn, sem inniheldur einn hluta af Glýserín-Joðófór móti þremur hlutum vatns. Styrkleiki lausnarinnar er 5.000 ppm joð.

Hins vegar þá er upprunalegur styrkur jóðs 20000ppm í brúsanum sem þú ert að kaupa. Þannig að þá stenst þessi formúla miðað við 30ml.

Með kveðju/Best regards

Richard Kristinsson
Verksmiðju- og Þróunarstjóri
Director of Manufacturing and Development
Þetta þýðir að:

12,5 ppm
V1 = (C2*V2)/C1 = (12.5*1000)/20000 = 0,625 ml/L
25 ppm
V1 = (C2*V2)/C1 = (25*1000)/20000 = 1,25 ml/L


Til að fá skolfría lausn af joðófóri frá Mjöll-Frigg þá þarft þú 0,625ml - 1,25ml af glýserín-joðofóri per líter af vatni.

Re: Joðófór

Posted: 29. Nov 2010 09:57
by kalli
sigurdur wrote:Ég fékk svar frá Mjöll-Frigg í sambandi við joðófórið.
From: Richard Kristinsson
Sent: 16. nóvember 2010 11:33
To: **fjarlægt**
Subject: glýcerin joðófór

Sæll Sigurður,

Lýsingin á síðunni er soldið ruglingsleg. Það sem þú hefur lesið varðandi 5000ppm á við þegar glýcerin jóðófóri er blandað til notkunar á spenum:

Spenadýfa: Strax eftir mjaltir er spenum dýft í joðofórlausn, sem inniheldur einn hluta af Glýserín-Joðófór móti þremur hlutum vatns. Styrkleiki lausnarinnar er 5.000 ppm joð.

Hins vegar þá er upprunalegur styrkur jóðs 20000ppm í brúsanum sem þú ert að kaupa. Þannig að þá stenst þessi formúla miðað við 30ml.

Með kveðju/Best regards

Richard Kristinsson
Verksmiðju- og Þróunarstjóri
Director of Manufacturing and Development
Þetta þýðir að:

12,5 ppm
V1 = (C2*V2)/C1 = (12.5*1000)/20000 = 0,625 ml/L
25 ppm
V1 = (C2*V2)/C1 = (25*1000)/20000 = 1,25 ml/L


Til að fá skolfría lausn af joðófóri frá Mjöll-Frigg þá þarft þú 0,625ml - 1,25ml af glýserín-joðofóri per líter af vatni.
Takk Sigurður, fyrir að negla þetta niður.

Re: Joðófór

Posted: 29. Nov 2010 10:10
by hrafnkell
Jæja þá hefur 1ml/l lausnin mín verið að virka sem skyldi :)

Re: Joðófór

Posted: 29. Nov 2010 10:45
by kristfin
ég var reyndar búinn að prófa að blanda joðfór út í bjor, og maður þarf helling til að finna bragð.
í vatni er hinsvegar miklu auðveldara að finna bragð af joðfórnum.

en gott að fá staðfest að 1ml/l er ok

Re: Joðófór

Posted: 29. Nov 2010 10:53
by kristfin
ég verð reyndar að viðurkenna að ég hefi ekki fylgtst með þessari umræðu. en skv. vefnum hjá þeim
Notkun: Þvottur á júgri og spenahylkjum: Blandið 30 ml (3 tappafyllingar) í 10 l af vatni,
en þetta samsvarar 60 ppm joðstyrk í lausninni
er þá ekki augljóst að 1ml joðfór/1000 ml vatni => 20ppm sem er innan þessara marka. ég hefi allavega alltaf miðað við það.

Re: Joðófór

Posted: 29. Nov 2010 11:04
by sigurdur
kristfin wrote:ég var reyndar búinn að prófa að blanda joðfór út í bjor, og maður þarf helling til að finna bragð.
í vatni er hinsvegar miklu auðveldara að finna bragð af joðfórnum.

en gott að fá staðfest að 1ml/l er ok
Ég hef ekki áhyggjur af bragðinu af joði í bjórnum mínum (þó það sé umhugsunarefni) heldur hef ég áhyggjur af joði sem ég mun innbyrða.
Á meðan þetta er í no-rinse bilinu þá hef ég litlar áhyggjur, ef þetta fer í allt of mikið magn þá byrja ég að hafa áhyggjur. Mér skilst að of mikið joð getur verið hættulegt fyrir suma sem að hafa sjálfsofnæmi.

En staðfestingin er góð :)

Re: Joðófór

Posted: 29. Nov 2010 11:30
by anton
Ef maður skolar hverja flösku og tappa með joðófór og hristir svo úr þeim rétt fyrir áfyllingu, þá eru samt sem áður líklega um 3 ml af lausninni eftir í flöskunni. Það gefur 3ml af t.d. 20ppm lausn í 330 ml af bjór. Það gefur 0.2ppm lausn af joðófór í bjórnum. Svo kemur væntanlega eitthvað smávegins af verkfærum og fötums em maður er að sótthreinsa og nota. Það er þó líklega hverfandi, kannski gefa okkur að bjórinn sé með allt að 0.3ppm lausn.
The vast majority of people, 98 to 99 percent, can take iodine in doses ranging from 10 to 200 mg a day without any clinically adverse affects on thyroid function.
Ég held að 0.3ppm í vatni sé 0.0003g per liter.

3 bjórar iu.þ.b. liter

Til að ná í 200mg þá þarf að drekka 666 bjóra ( 666!!)

Sko... ég held að þetta ætti ekki að vera áhyggjuefni


Já, held að maður þurfi ekki að fara að hafa áhyggjur af litnum af bjórnum heldur,, ef að ljóst öl er orðið rafbrúnt, þá ertu með of sterka lausn ;)

Re: Joðófór

Posted: 29. Nov 2010 20:38
by BeerMeph
sigurdur wrote:
BeerMeph wrote:Ég er að pæla í ef ég hef tíma að fara niðrá raunó og títra sýni með sterkju af þessum joðófór og athuga lausnin sé ekki örugglega rúmlega 5000 ppm.

Ég skal skrifa skýrslu og senda þeim jafnframt ef niðurstöðurnar verða athyglisverðar :ugeek:
Náðir þú að mæla lausnina?
Nei ég náði því ekki, var of lengi að reyna að redda mér hvarfefni.

Re: Joðófór

Posted: 29. Nov 2010 20:41
by BeerMeph
kristfin wrote:ég verð reyndar að viðurkenna að ég hefi ekki fylgtst með þessari umræðu. en skv. vefnum hjá þeim
Notkun: Þvottur á júgri og spenahylkjum: Blandið 30 ml (3 tappafyllingar) í 10 l af vatni,
en þetta samsvarar 60 ppm joðstyrk í lausninni
er þá ekki augljóst að 1ml joðfór/1000 ml vatni => 20ppm sem er innan þessara marka. ég hefi allavega alltaf miðað við það.
Þetta var nefnilega ekki borðleggjandi þar sem fyrir þá sem kunna þessa reikninga þá gat það ekki staðist að lausnin í brúsanum væri 5000 ppm sem ég komst að þegar ég ætlaði að blanda mér 750 ml með C1*V1 = C2*V2 jöfnunni.

Re: Joðófór

Posted: 29. Nov 2010 20:49
by BeerMeph
anton wrote:Ef maður skolar hverja flösku og tappa með joðófór og hristir svo úr þeim rétt fyrir áfyllingu, þá eru samt sem áður líklega um 3 ml af lausninni eftir í flöskunni. Það gefur 3ml af t.d. 20ppm lausn í 330 ml af bjór. Það gefur 0.2ppm lausn af joðófór í bjórnum. Svo kemur væntanlega eitthvað smávegins af verkfærum og fötums em maður er að sótthreinsa og nota. Það er þó líklega hverfandi, kannski gefa okkur að bjórinn sé með allt að 0.3ppm lausn.
The vast majority of people, 98 to 99 percent, can take iodine in doses ranging from 10 to 200 mg a day without any clinically adverse affects on thyroid function.
Ég held að 0.3ppm í vatni sé 0.0003g per liter.

3 bjórar iu.þ.b. liter

Til að ná í 200mg þá þarf að drekka 666 bjóra ( 666!!)

Sko... ég held að þetta ætti ekki að vera áhyggjuefni


Já, held að maður þurfi ekki að fara að hafa áhyggjur af litnum af bjórnum heldur,, ef að ljóst öl er orðið rafbrúnt, þá ertu með of sterka lausn ;)
Þetta er rétt reiknað ;)

Re: Joðófór

Posted: 29. Nov 2010 21:08
by anton
BeerMeph wrote:
anton wrote:Ef maður skolar hverja flösku og tappa með joðófór og hristir svo úr þeim rétt fyrir áfyllingu, þá eru samt sem áður líklega um 3 ml af lausninni eftir í flöskunni. Það gefur 3ml af t.d. 20ppm lausn í 330 ml af bjór. Það gefur 0.2ppm lausn af joðófór í bjórnum. Svo kemur væntanlega eitthvað smávegins af verkfærum og fötums em maður er að sótthreinsa og nota. Það er þó líklega hverfandi, kannski gefa okkur að bjórinn sé með allt að 0.3ppm lausn.
The vast majority of people, 98 to 99 percent, can take iodine in doses ranging from 10 to 200 mg a day without any clinically adverse affects on thyroid function.
Ég held að 0.3ppm í vatni sé 0.0003g per liter.

3 bjórar iu.þ.b. liter

Til að ná í 200mg þá þarf að drekka 666 bjóra ( 666!!)

Sko... ég held að þetta ætti ekki að vera áhyggjuefni


Já, held að maður þurfi ekki að fara að hafa áhyggjur af litnum af bjórnum heldur,, ef að ljóst öl er orðið rafbrúnt, þá ertu með of sterka lausn ;)
Ppm stendur fyrir mg/ml þannig að 0,3ppm í vatni jafngildi 0,3 mg/ml eða 0,000003 g/l, þannig 0,3mg/ml * 330 ml = 99 mg í hverjum bjór sem er samt slatti mikið :P.

Ég skoðaði greinilega einhverjar asnalegar heimildir fyrstu lotu. En skv definition er:
One ppm is equivalent to 1 milligram of something per liter of water
svo 1mg/l ekki 1mg/ml

svo að í þremur bjórum með 0.3ppm er þá 0.3mg (í einum liter af bjór)... þú þarft þá 9 bjóra til að ná upp í 1mg af jóði ...
200mg - þá þarftu 1800 bjóra! -- ég vona að enginn ætli að prófa það

Re: Joðófór

Posted: 29. Nov 2010 21:18
by BeerMeph
ppm er jafnt og mg/L

Ég ruglaðist örlítið þarna þannig að þessi reikningar hjá þér eru réttir og er ég búinn að edita commentið mín :)

C1*V1 = C2*V2 gildir samt ennþá þó ég hafi ruglast á þessu þar sem það skiptir ekki hver einingi er, hún styttist út þar sem hún er sú sama báðum megin við jafnaðarmerkið.

Semsagt það sem sigurður lagði til er rétt:

12,5 ppm
V1 = (C2*V2)/C1 = (12.5*1000)/20000 = 0,625 ml/L
25 ppm
V1 = (C2*V2)/C1 = (25*1000)/20000 = 1,25 ml/L

Re: Joðófór

Posted: 31. Jan 2011 22:37
by viddi
Ein spurning sem ég hef ekki séð svarað í þessum þræði. Afsakið ef ég hef lesið framhjá því.

Ef ég blanda joðfórlausn í sprautubrúsa - hve lengi endist hún sem sótthreinsir? Þarf ég að blanda nýja lausn reglulega eða má þetta standa eitthvað?

Re: Joðófór

Posted: 31. Jan 2011 22:46
by hrafnkell
viddi wrote:Ein spurning sem ég hef ekki séð svarað í þessum þræði. Afsakið ef ég hef lesið framhjá því.

Ef ég blanda joðfórlausn í sprautubrúsa - hve lengi endist hún sem sótthreinsir? Þarf ég að blanda nýja lausn reglulega eða má þetta standa eitthvað?
Einhversstaðar las ég að joðblanda endist í mesta lagi í 5-7 daga. Það fer kannski eitthvað eftir því hvort ílátið sé opið eða lokað. Einnig á maður að geta farið eftir því hvort það sé enn litur í blöndunni, en það getur verið erfitt með skolfría lausn, því hún er svo lítið lituð.

Maður notar svo lítið af þessu í hvert skipti og joðið kostar svo lítið að ég myndi mæla með því að blanda nýtt alltaf bara. Ég blanda alltaf 20 lítra í hvert skipti sem ég brugga, sem gerir 20ml. 1l brúsi á 1600kr endist því í uþb 50 lagnir, 32kr lögnin.

Re: Joðófór

Posted: 1. Feb 2011 10:18
by kristfin
viddi wrote:Ein spurning sem ég hef ekki séð svarað í þessum þræði. Afsakið ef ég hef lesið framhjá því.

Ef ég blanda joðfórlausn í sprautubrúsa - hve lengi endist hún sem sótthreinsir? Þarf ég að blanda nýja lausn reglulega eða má þetta standa eitthvað?
trikkið sem ég nota er að setja joðfór á brúsa undan handspritti. ein sprauta úr þeim er 1.5ml, sem passar í 1.5l af vatni. þá er maður nokkrar sekúndur að blanda og ekkert mál. ég hirði svona brúsa í blóðbankanum. drífðu þig í að gefa blóð og fáðu svona brúsa hjá þeim.

meðan liturinn er gulur er það nothæft. en það er erfitt að meta það. á að duga í viku, en einfaldast er bara að blanda í hvert skipti

Re: Joðófór

Posted: 2. Feb 2011 00:33
by arnarb
Ég nota svipaða þumalputtareglu. Ég nota joðófórblönduna í ca. 3-5 daga áður en ég blanda nýja. Þetta er verulega lítill kostnaður þar sem ég blanda aðeins 1 lítra í einu, en ég nota klór til að hreinsa föturnar.

Re: Joðófór

Posted: 8. Nov 2011 18:27
by AndriTK
Vildi ekki vera gera nýjan þráð svo ég bumpa bara þessum. Eg vildi athuga hvernig það væri með froðuna af joðblöndunni. Þetta er skolfrí lausn en einhverra hluta vegna þá fynnst mer þessi mikla froða sem myndast alltaf eitthvað hálf ólystileg, og hef því skolað hana í burtu áður en ég tappa á, nota áhöld etc. Er ég með þessu að eyðileggja sótthreinsunina? bombiði bjórnum bara beint í froðuna?

Re: Joðófór

Posted: 8. Nov 2011 18:36
by Idle
Froðan er skaðlaus. Hafðu ekki áhyggjur af henni. :)

Uppfært: Venjulega slæ ég áhöldunum við vaskbrúnina til að losna við mesta sullið, eða læt flöskur og fötur standa á hvolfi svo það renni úr þeim. Mæli ekki með að skola sótthreinsuð áhöld með kranavatni. Þó það sé tiltölulega hrein.

Re: Joðófór

Posted: 9. Nov 2011 08:37
by kristfin
ef þú skolar ertu búinn að tapa -- þeas í sótthreinsileiknum

joðfórinn á að vera það síðasta sem snertir ílátið áður en bjór eða virt fer í það

Re: Joðófór

Posted: 9. Nov 2011 08:41
by AndriTK
takk fyrir svörin. Geri þetta rétt héðan í frá :)

Re: Joðófór

Posted: 9. Nov 2011 14:15
by oliagust
Mig vantar Joðófór. Sé á brew.is að ekkert er á lager. Hringdi í Frigg og þeir segja ekkert til og ekki von á því.

Eru einhverjar aðrar leiðir færar eða er það bara klórsódinn?

Re: Joðófór

Posted: 9. Nov 2011 14:18
by sigurdur
Áman seldi þetta einhverntímann.

Einnig minnir mig að Vínkjallarinn hafi selt joðófór.

Annars er bara að skutlast á selfoss og kaupa 5 lítra.

Re: Joðófór

Posted: 9. Nov 2011 14:43
by hrafnkell
sigurdur wrote:Áman seldi þetta einhverntímann.

Einnig minnir mig að Vínkjallarinn hafi selt joðófór.

Annars er bara að skutlast á selfoss og kaupa 5 lítra.
Ég hef hringt hingað og þangað til að reyna að redda mér joði seinasta hálfa árið án árangurs. Það er þó hugsanlegt að ég sé kominn með staðgengil fyrir það.

Re: Joðófór

Posted: 10. Nov 2011 16:54
by atax1c
Er einmitt búinn með mitt, afhverju er hvergi hægt að kaupa það ?