Page 2 of 2

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 14. Nov 2011 13:43
by Eyvindur
Ég myndi ráðleggja þér að leggja í hann núna til að drekka um jólin 2012. Þessi bjór verður betri með aldrinum, og hann náði ekki fullum gæðum fyrr en eftir meira en hálft ár (þótt hann væri vissulega vel drekkanlegur). Ég er enn að drekka hann, og hann verður bara betri og betri.

Ég ætla einmitt að fara að koma mér upp þeirri hefð að leggja í svona stóra og sterka bjóra í desember, þannig að ég eigi alltaf ársgamla hátíðarbjóra til um hver jól.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 15. Aug 2012 10:32
by hrafnkell
Það eru nokkrir búnir að koma til mín undanfarið sem eru að fara að henda í þennan. Tilvalið að smella í hann núna fyrir jólin. Amk ekki bíða með það mikið lengur, nema þá kannski fyrir jól 2013 :)

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 19. Aug 2012 23:28
by gugguson
Ég er að spá í að henda í þennan í vikunni.

Nokkrar spurningar:

* Er einhver með link á upprunalegu uppskriftina úr BYO?
* Hvaða flotger hentar með þessum?
* Hvaða OG á maður að stefna að?
* Ætti maður að notast við Munich I (3kg), Carmamunich III (0.31kg) og Carafa special III (0.1kg) í sömu hlutföllum og uppskriftin?

Annars ætla ég að nota Magnum humla.

Jói

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 20. Aug 2012 09:00
by hrafnkell
gugguson wrote:Ég er að spá í að henda í þennan í vikunni.

Nokkrar spurningar:

* Er einhver með link á upprunalegu uppskriftina úr BYO?
* Hvaða flotger hentar með þessum?
* Hvaða OG á maður að stefna að?
* Ætti maður að notast við Munich I (3kg), Carmamunich III (0.31kg) og Carafa special III (0.1kg) í sömu hlutföllum og uppskriftin?

Annars ætla ég að nota Magnum humla.

Jói
Ég veit ekki með blaut, en nottingham og s04 hefur reynst fólki vel.

Fólk hefur verið að nota munich i, cm3 og cs3 af þeim sem koma til mín að versla í hana. Einhverjir hafa bruggað hana oftar en einu sinni og verið verulega ánægðir með.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 20. Aug 2012 09:06
by gugguson
Takk fyrir þetta.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 20. Aug 2012 11:14
by gugguson
Skelli hérna uppskriftinni úr Beersmith eins og ég setti hana upp til að auðvelda fyrir öðrum. Ég miða við 20L á 65% efficiency sem gefur 1.086 (gat ekki alveg lesið út úr þráðunum hvaða OG maður á að stefna að). Ég notast einnig við Irish Ale ger en ekki þurrger eins og flestir eru að nota. Ég á síðan eftir að skala uppskriftina að mínum tækjum.

Code: Select all

BeerSmith 2 Recipe Printout - http://www.beersmith.com
Recipe: Jólabjór 2012
Brewer: ger-andi
Asst Brewer: 
Style: Christmas/Winter Specialty Spice Beer
TYPE: Partial Mash
Taste: (30.0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 26.50 l
Post Boil Volume: 20.54 l
Batch Size (fermenter): 20.00 l   
Bottling Volume: 20.00 l
Estimated OG: 1.086 SG
Estimated Color: 19.1 SRM
Estimated IBU: 38.7 IBUs
Brewhouse Efficiency: 65.00 %
Est Mash Efficiency: 65.0 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amt                   Name                                     Type          #        %/IBU         
5.00 kg               Pilsner (Weyermann) (1.7 SRM)            Grain         1        59.4 %        
3.00 kg               Munich I (Weyermann) (7.1 SRM)           Grain         2        35.7 %        
0.31 kg               Caramunich III (Weyermann) (71.0 SRM)    Grain         3        3.7 %         
0.10 kg               Carafa Special III (Weyermann) (470.0 SR Grain         4        1.2 %         
25.00 g               Magnum [14.00 %] - Boil 60.0 min         Hop           5        38.7 IBUs     
0.50 tsp              Ginger Root (Boil 12.0 mins)             Herb          6        -             
0.25 tsp              Cinnamon Stick (Boil 5.0 mins)           Spice         7        -             
0.15 tsp              Nutmeg (múskat) (Boil 1.0 mins)          Spice         8        -             
0.12 tsp              Allspice (allrahanda) (Boil 0.0 mins)    Spice         9        -             
1.0 pkg               Irish Ale Yeast (White Labs #WLP004)     Yeast         10       -             


Mash Schedule: Single Infusion, Full Body
Total Grain Weight: 8.41 kg
----------------------------
Name                Description                             Step Temperat Step Time     
Mash In             Add 21.94 l of water at 77.3 C          68.9 C        60 min        
Mash Out            Add 8.78 l of water at 95.3 C           75.6 C        10 min        

Sparge: Fly sparge with 4.21 l water at 75.6 C
Notes:
------


Created with BeerSmith 2 - http://www.beersmith.com
-------------------------------------------------------------------------------------

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 11. Oct 2012 23:16
by hrafnkell
Ég óvart bjórinn. OG 1.090. úbbs.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 12. Oct 2012 15:17
by hrafnkell
Hefði kannski átt að nota blowoff?
Image

28 lítrar af 1.092 virt í 30 lítra gerjunarfötu. Spennandi! Ég notaði samt fermcap þannig að ég vonaðist til að krausen myndi ekki stríða mér :)

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 12. Oct 2012 21:52
by sigurdur
hahahahah!
Mjög flott!

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 12. Oct 2012 22:50
by hrafnkell
sigurdur wrote:hahahahah!
Mjög flott!
Frystikistan er orðin eins og lestarslys að innan... krausen útum allt, lokið fokið af 2x og allt í vitleysu :)

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 2. Dec 2012 13:50
by hrafnkell
Bjórinn endaði í 1025 og mælisýnið bragðaðist undursamlega. Keggaði í gær og setti rest á flöskur. Ég er frekar spenntur að smakka þennan kolsýrðan og kældan.

Bjórinn endaði s.s. í 8.8%. Hann ætti að ylja manni eitthvað. Mælisýnið bragðaðist samt alls ekki boozy.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 9. Sep 2013 19:55
by Eyvindur
Er að pæla í að gera svipaða uppskrift bráðum, nema bæta við smá Lyle's Golden sírópi. Nema einhver viti hvar maður gæti komist í treacle?

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 23. Sep 2013 13:16
by shmeeus
Við prófuðum að setja í tvær tunnur, þ.e. útgáfuna hans Guggusonar.
OG á báðum skömmtunum var 1.090, notuðum S04 á aðra tunnuna en Nottingham á hina.
Í gær á 7.degi á tunnu er FG í kringum 1.034 á Nottingham en 1.030 S04.
Það er enþá sýnileg gerjun í gangi, þ.e. vatnslás blæs enþá.

Það sem ég er að pæla er með FG er hvar ætti maður að miða á að hann ætti að enda og hvernig getur maður látið hann stoppa þar og ekki fara of langt niður.
Hvað finnst ykkur er 1.022 fínt sem er um ABV 8.9% eða væri í lagi að fara í lægri tölu t.d. 1.015 og þá ætti hann að vera ABV 9.8%
Ég er smá hræddur um að hann verði of þurr og of mikið spírabragð af honum.

Allar ráðleggingar eru vel þegnar.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 23. Sep 2013 14:16
by hrafnkell
Ég myndi láta hann í friði og leyfa að klára gerjun án íhlutunar. Ef þér finnst hann of þurr þegar hann er reddí, þá er það eitthvað að skoða fyrir næstu tilraun. Ég stórefa þó að hann verði þurr og/eða spírabragð. Þetta er uppskrift sem ber alveg 9% áfengi.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 23. Sep 2013 14:58
by Eyvindur
Fyrir hinn almenna heimagerjara er ekkert vit í að reyna að hafa áhrif á FG með öðru en meskihitastigi. Og ef það kemur spírabragð af bjórnum tengist það langoftast of miklum einföldum sykrum eða illri meðferð á geri (of litlu magni, of háum gerjunarhita eða eitthvað slíkt). Ef þú hefur verið innan skynsemismarka í þessu öllu saman ætti þetta að vera nokkuð solid, hvar sem það endar nákvæmlega. Ef eitthvað klikkar þarftu að skoða ferlið hjá þér og átta þig á því hvaða atriði þú þarft að laga fyrir næstu tilraun.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 24. Sep 2013 15:44
by shmeeus
Takk fyrir þessi svör þið eruð æðislegir :) :fagun:

Mér skilst núna á aðeins reyndari mönnum að ég hefði trúlega átt að nota 2x pakka af geri í hvora tunnu þar sem þetta sé svo stór bjór.
Við tökum nýja mælingu í kvöld til að sjá hvort að gerjun sé enþá í gangi.

Ætti ég að bæta við öðrum pakka?
Gæti það haft einhver slæm áhrif á að bæta við öðrum pakka svona seint?

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 24. Sep 2013 16:23
by Eyvindur
Nei, það getur ekki haft slæm áhrif, en það er hæpið að það hafi nokkur áhrif. Gerið sem þú settir út í upphaflega er búið að fjölga sér. Hins vegar getur verið að það hafi þurft að fjölga sér við slæmar aðstæður og hafi þá gefið frá sér óæskilegt bragð. Sumt slíkt bragð getur lagast með gerjuninni, annað (til dæmis heitt áfengisbragð) gæti verið komið til að vera.

Almennileg gerjun er það langmikilvægasta í bjórgerð. Það verður aldrei hamrað of oft á því. Það eru margir þættir sem skipta máli, en gerjunin er númer eitt, tvö og þrjú. Það sem ég held að klikki oftar en nokkuð annað í heimabjórgerð er gerjunin.

Þannig að ef þetta er eitthvað skrýtið veistu að þú þarft að laga gerjunina. ;)

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 3. Oct 2013 02:10
by Sindri
Smellti í þennan föstudaginn 13 sept. Hlakka til að smakka útkomuna