Page 2 of 3
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 8. Jun 2010 19:32
by kristfin
ég sótti nýju fjölskyldumeðlimina áðan.
ég skora á ykkur að drífa ykkur í að ná í ykkar. eru orðnir gulir næringarþurfi. þarf að drífa þá í moldina.
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 15. Jun 2010 16:35
by dax
Hvernig eru humlaplönturnar ykkar að fara af stað? Ég setti mínar þrjár í þrjá 5l. potta, setti vikur í botninn og setti Flúðamold með. Plönturnar eru hræðilegar að sjá, ég hef á tilfinningunni að þessir sprotar sem komnir voru upp haldi ekki áfram að vaxa, en í staðinn komi nýjir sprotar upp; vor no. 2 hjá þessum elskum. Þá er spurning hvort sumarið verði nógu gott og langt fyrir uppskeru í haust.
http://www.brewery.org/library/HopGrow.html Hér er smá klausa um umhirðu humlaplantna. Skítur og vökvun ætti að vera allt sem þarf. Flúða sveppamassi er blanda af bygghálmi, mold og hænsnaskít og gæti virkað sem mjög góður áburður.
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 15. Jun 2010 17:39
by kristfin
ég setti mínar 2 í 15 lítra pott með mold úr garðheimum. þær eru aðeins að braggast en ég geri mér ekki miklar vonir um uppskeru þetta árið
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 15. Jun 2010 18:04
by hrafnkell
Sama hér... Plantan er mjög föl og stlikarnir sem voru á henni eru ekki líklegir til árangurs... Það væri samt gaman að fá nóg til að dryhoppa smá eða eitthvað

Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 15. Jun 2010 23:55
by arnarb
Mig langar að benda ykkur á að þið ættuð að geta skilað plöntunum ef illa gengur. Ég tók tvær vannærðar plöntur með mér heim og lét konuna kíkja á þær. Mér fannst þær illa útlítandi og var a spá í að sleppa þeim en konan í Garðheimum sannfærði mig um að ég gæti skilað þeim ef illa færi.
Þegar konan sá plönturnar var augljóst hvert stefndi, ég fór því daginn eftir og skilaði plöntunum og fékk endurgreitt.
Ég vona að ræktunin gangi vel hjá ykkur strákar en ef illa fer þá ættuð þið amk kanna möguleikann á endurgreiðslu, enda voru plönturnar í slæmu ásigkomulagi við afhendingu.
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 15. Jun 2010 23:59
by hrafnkell
Plantan er líklega heil - Það er bara spurning hvort hún vaxi mikið fyrr en næsta sumar. Afsláttur væri samt hugsanlega eðlilegur.
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 16. Jun 2010 19:01
by dax
Það eru strax komnir nýjir sprotar eftir að ég klippti ónýtu/lélegu sprotana af. Þetta á eftir að þjóta upp -- bara spurning um uppskeru. Ræturnar eru öflugar á þessum kvikindum, og ég held að þetta deyji seint!
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 21. Jun 2010 12:35
by kalli
Plönturnar mínar eru allar að braggast og gulu blöðin eru orðin fallega græn.
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 21. Jun 2010 13:35
by hrafnkell
Já þetta er allt að gerast hjá mér líka, koma upp nýjir angar og gömlu angarnir aðeins að braggast og koma ný lauf á þá.
Sé samt eftir að hafa ekki bara klippt hana alveg niður þegar ég fékk hana. Hefði líklega farið fljótar í gang þannig.
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 22. Jun 2010 11:38
by Höddi birkis
Ef einhver á afleggjara til að selja þá er ég til í að kaupa..
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 22. Jun 2010 12:31
by kalli
Höddi birkis wrote:Ef einhver á afleggjara til að selja þá er ég til í að kaupa..
Ég á nokkrar Hersbrucker Spat plöntur sem ég má missa.
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 22. Jun 2010 18:35
by Höddi birkis
ok

hvaða verð ertu með í huga?
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 22. Jun 2010 18:38
by kalli
Höddi birkis wrote:ok

hvaða verð ertu með í huga?
1.500 kall. Plönturnar eru litlar enda ræktaðar af stiklingum nú í vor.
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 22. Jun 2010 22:57
by Höddi birkis
ok það er bara sangjarnt, ég fer suður um mánaðarmótin, er til í að taka allavega 2stk ef þeir verða enn til þá..
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 14. Jul 2010 18:32
by dax
Þetta eru plönturnar sem felldu öll gulu og visnuðu blöðin þegar ég náði í plönturnar ca 10. júní í Garðheima.
Þá þarf maður að fara að hengja 3 spotta upp í svalargólfið fyrir ofan!
Ég er búinn að klippa mikið af sprotum og blöðum neðan af plöntunum, nema af Wye Target, sem kom bara með nýja sprota þarna á miðri plöntu og svo í toppinn.
Hvernig gengur hjá ykkur?

Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 14. Jul 2010 22:28
by kalli
Hér koma nokkrar myndir af mínum.
- Brewers Gold
Fuggles
Wye Target
Hersbrucker Spat
First Gold
Mynd vantar af Hallertauer Magnum
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 14. Jul 2010 22:30
by kalli
Og síðustu tvær:
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 15. Jul 2010 04:33
by dax
Þeir sprotar sem spretta fyrir utan þá 2 "hressustu", en eru með mikið af blöðum á, "toppa" ég. Ég klippi toppin af þeim, þannig að krafturinn í plöntunni fari í að rækta þessa "hressu tvo". Þannig nýtast samt blöðin á "toppuðu" sprotunum, án þess að þeir vaxi áfram upp. Aukinheldur klippi ég allt af sem reynir að spretta fyrir neðan ca 40sm. Allt sem sprettur út fyrir neðan þá hæð mun enda í moldinni eða á jörðinni hvort sem er.
Þetta, að "trimma" plöntur, er viðurkennd aðferð við grænmetisræktun. Það að láta plöntuna einbeita sér að 2 stofnum en ekki mörgum! T.d. reynir paprikuplantan að skipta sér í tvennt í sífellu, en handvirkt er farið yfir allt gróðurhúsið reglulega og plantan "klipin"/klippt og passað uppá að aðeins vaxi upp tveir stofnar. Þetta stuðlar að hámarksuppskeru.
Plönturnar vaxa mjög hratt upp þessa dagana, ekki síst vegna þessara inngripa myndi ég halda.
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 15. Jul 2010 09:14
by hrafnkell
Mín er eitthvað svipuð þínum, búin að vaxa ágætlega. Ég er ekki bjartsýnn á að fá einhverja humla frá þeim samt..
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 4. Sep 2010 13:38
by dax
Nú er haustið farði að fara í taugarnar á humlaplöntunum mínum, lítil hætta á uppskeru í ár. Plönturnar eru þó orðnar meira en 2 metrar á hæð og er ég bjartsýnn um góða uppskeru að ári.
Hvernig lítur þetta út hjá ykkur?
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 4. Sep 2010 18:53
by hrafnkell
Sama herna, engin uppskera en 2m planta. Thetta verdur fint næsta sumar.
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 4. Sep 2010 20:20
by kalli
Mínar eru ekki nema 1 - 1,5 m. Bólar ekkert á humlum. Ég þarf að endurskoða staðsetninguna á plöntunum.
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 7. Sep 2010 10:09
by ElliV
Ég varð nú fyrir talsverðum skakkaföllum í humlaræktinni,
Ein plantan varð fyrir íllgresiseyði og drapst.
Ein planta varð fyrir unglingi með sláttuorf en lifði af og óx upp aftur og er um 1m
Ein planta var troðin niður af barni sem var að leika sér í blómabeðinu, þetta fór frekar ílla í humalinn og lá hann þungt haldinn fram eftir sumri og er bara um 20cm
En einn plantan slapp alveg við árásir og er um 2m
Það er kannski ágætt að fá þetta á fyrsta árinu þar sem maður gat ekki vænst eftir uppskeru í ár. En næsta vor verður smíðuð einhver vörn fyrir plönturnar
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 7. Sep 2010 10:43
by hrafnkell
Athugaðu að rótin gæti verið í lagi þótt stilkarnir hafi drepist - ekki afskrifa þessa sem lenti í illgresiseyðinum strax

Getur prófað að taka hana upp og skoðað rótina.
Re: Humlatilboð - loksins
Posted: 7. Sep 2010 11:30
by ElliV
Ég tók rótina upp og skolaði alla mold af henni til að hreinsa allt eitur í burtu og setti hana í pott með nýrri mold.
Það hafa engin blöð komið í sumar en ég ætla að bíða og sjá hvort eitthvað gerist næsta vor.