Page 2 of 4

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 22. Jan 2010 10:56
by halldor
Glæsilegt... mér líst vel á þetta :)

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 22. Jan 2010 13:07
by BeerMeph
Ég verð víst í bústað á apavatni þessa helgi en ætti að komast - klukkan hvað aftur var talað um mætingu í ölvisholt?

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 22. Jan 2010 13:44
by halldor
Mæting 17.00 og heimsókn stendur yfir í 2 klst.

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 22. Jan 2010 20:04
by sigurdur
BeerMeph wrote:Ég verð víst í bústað á apavatni þessa helgi en ætti að komast - klukkan hvað aftur var talað um mætingu í ölvisholt?
<offtopic>Fljótandi bústaður?</offtopic>

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 23. Jan 2010 14:11
by heimabruggari
Ég er til!
Skráðu mig á listann :write:

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 23. Jan 2010 17:00
by BeerMeph
sigurdur wrote:
BeerMeph wrote:Ég verð víst í bústað á apavatni þessa helgi en ætti að komast - klukkan hvað aftur var talað um mætingu í ölvisholt?
<offtopic>Fljótandi bústaður?</offtopic>
Ég beið eftir að einhver segði þetta,
Já hann flýtur sem betur fer.

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 23. Jan 2010 22:21
by Squinchy
Bíddu erum við að tala um að það sé ferð í ÖB 6 feb 2010 ? :D

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 23. Jan 2010 23:55
by halldor
Squinchy wrote:Bíddu erum við að tala um að það sé ferð í ÖB 6 feb 2010 ? :D
:fagun:

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 24. Jan 2010 00:20
by Eyvindur
Mun að öllum líkindum komast. Hvort ég verð í rútunni kemur í ljós síðar.

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 24. Jan 2010 16:30
by Squinchy
Ég er klárlega til í að koma

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 24. Jan 2010 16:43
by hrafnkell
Hvernig er med rutu? Verdur ruta? Og hvad kostar?

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 24. Jan 2010 21:35
by halldor
hrafnkell wrote:Hvernig er med rutu? Verdur ruta? Og hvad kostar?
Hjalti er vel tengdur í rútubransanum og vonandi getur hann fengið eitthvað gott verð fyrir okkur. Annars er ég sjálfur að vinna í ferðabransanum og ætti að geta leitað tilboða á morgun.
Vonandi kostar rútan ekki meira en 2.000 á mann... kannski meira og kannski miklu minna. Ég gef nákvæmari svör á morgun þegar ég er búinna að fá einhver verð :)

Eins og skráningin er núna eru 16 manns skráðir og mun ég setja þá í fyrsta póstinn í þessum þræði. Þið megið endilega láta vita ef eitthvað breytist, enda langur tími þar til haldið verður af stað.

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 25. Jan 2010 18:10
by Valli
Ég myndi mjög gjarnann vilja fá far með rútunni ef mögulegt, myndi ekki hafa jafn gaman af þessu ef ég þyrfti að vera á bíl.

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 25. Jan 2010 18:21
by halldor
Valli wrote:Ég myndi mjög gjarnann vilja fá far með rútunni ef mögulegt, myndi ekki hafa jafn gaman af þessu ef ég þyrfti að vera á bíl.
Að sjálfsögðu færðu far... enda eru meiri líkur á því að við náum einhverjum hernaðarleyndarmálum upp úr þér ef þú ert aðeins léttur :D

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 25. Jan 2010 18:31
by halldor
Ég er kominn með tilboð í 20 manna rútu sem hljóðar upp á 35.000 kr.
Ef einhver getur gert betur þá væri það vel þegið.
Við þyrftum að vera komnir með endanlega skráningu og helst búnir að greiða (svo enginn hætti við á síðustu stundu) á þriðjudaginn 3. febrúar.

Ef við náum 20 manns þá er þetta um 1.850 kr. á mann fyrir rútuna (Valli fær frítt þar sem hann er gestgjafi ásamt honum Jóni).
Svo borgum við 1000 kr. á mann í Ölvisholti fyrir heimsóknina, sem þykir nú lítið þar sem við fáum 2 klst á meðan aðrir (og ófágaðri hópar) fá bara 1 klst fyrir sama aðgangseyri :fagun:

20 fyrstu sem skrá sig eru öruggir með 1.850 kr. í rútuna en ef fleiri skrá sig þá þurfa þeir að bera kostnaðinn við að breyta yfir í stærri rútu.

En við skulum sjá hvort þáttakendur bætist í hópinn áður en við förum að hafa áhyggjur af sætaplássi í rútunni :)

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 26. Jan 2010 01:24
by aki
Ég vil gjarnan skrá mig ef það er ennþá pláss.

kv

Áki

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 26. Jan 2010 03:19
by dax
Count me in! Frábært framtak! :)

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 26. Jan 2010 10:09
by halldor
aki wrote:Ég vil gjarnan skrá mig ef það er ennþá pláss.

kv

Áki
Komið :)
dax wrote:Count me in! Frábært framtak! :)
Komið :)

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 26. Jan 2010 13:24
by kalli
Var ég kominn á listann?

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 26. Jan 2010 13:53
by halldor
kalli wrote:Var ég kominn á listann?

Listinn er á bls 1

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 26. Jan 2010 15:41
by sinkleir
ég er klárlega til í að koma með í þessa ferð, ef það er ekki of seint að skrá sig núna :)

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 26. Jan 2010 16:21
by halldor
sinkleir wrote:ég er klárlega til í að koma með í þessa ferð, ef það er ekki of seint að skrá sig núna :)
Ég skelli þér á listann :)

2 sæti laus ef enginn dettur út

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 26. Jan 2010 16:42
by Eyvindur
Heyrðu, ég ætlaði að vera rútunni, að öllu óbreyttu. Hitt var "kannski", sem verður líklega ekki úr þessu. Endilega bættu mér á listann.

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 26. Jan 2010 19:13
by GretarGretarsson
Sælir bruggarar.

Ég hef áhuga á að kíkja með ykkur í þessa heimsókn og með rútunni.

Mbk, Grétar Grétarsson

Re: Ferð í Ölvisholt

Posted: 26. Jan 2010 22:19
by Bjössi
fja....er ég of seinn að panta sæti?