Page 2 of 2

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 19. Mar 2010 10:47
by kalli
hrafnkell wrote:Ég held að ég sé kominn með alla parta sem ég þarf í þetta. Ég þarf bara að gera mér ferð í einhverja lagnaverslun og kaupa gegnumtök, krana og slöngutengi og þá hefst púsluspilið.

2x 4500w og falskur botn :)
Image
Hvar fékkstu hitastafina og hvað kosta þeir?

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 19. Mar 2010 11:21
by hrafnkell
Ebay, kostuðu um 4500kr stykkið með öllu (verð, sendingarkostnaður, vsk og tollmeðferðargjald). Semsagt ódýrara en að kaupa 4x hraðsuðukatla, og fæ í staðinn græjur sem er einfaldara að þrífa, þarf færri göt fyrir, minni víraflækja o.s.frv.

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 19. Mar 2010 17:52
by valurkris
Hvernig ætlar þú að festa falska botinn svo að það fari ekki allt á hreifingu þegar að þú ert að hræra kornið saman við vatnið

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 19. Mar 2010 20:29
by hrafnkell
Líklega bara með pípulögnunum sem fara í hann. Það verður allt stíft og ætti að halda botninum á sínum stað.

Annars er ég opinn fyrir hugmyndum með þennan part smíðarinnar :)

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 19. Mar 2010 21:54
by Eyvindur
Held að pípulagnirnar séu sigurstranglegastar.

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 21. Mar 2010 17:15
by kalli
Hefur þú íhugað að smíða HERMS varmaskipti í staðinn? Ég var að panta hitastaf og ætla að smíða varmaskipti. Mig vantar heppilegt rör til að setja hitastafinn og koparvafning í.

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 21. Mar 2010 17:53
by hrafnkell
já ég hef svosem pælt í því, en sé ekki hvað það hefði framyfir þessa lausn. Ég ætla að gera þetta svona núna, enda búinn að smíða megnið af þessu. Ætli það verði ekki bruggað í þessu næstu helgi.

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 7. Apr 2010 10:46
by hrafnkell
Það hefur verið smá vesen að þétta kranana á síldartunnunni.. Lítil framför, en vonandi verður bruggað í þessu innan nokkurra daga.

En það kom pakki í seinustu viku!
Image

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 7. Apr 2010 13:50
by andrimar
Þessi er frábær! Til hamingju með gripinn.

Fékk mína fyrir nokkrum vikum. Mæli með þú kaupir þér föler(e. feeler gauge) sett í fossberg til að þétta bilið á milli keflana. Tók eftir þegar ég notaði mína í fyrsta skiptið að hveitimaltið var sumt að sleppa í gegn óbrotið á verksmiðju stillingunni.

Einnig hafa verið einhverjar umræður á homebrewtalk að gæðin á smíðinni séu að fara aðeins aftur, sennilega vegna mikillar eftirspurnar. Það virðist lýsa sér í mismunandi bili milli keflisenda.

Bara 2 krónur minni reynslu :)

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 7. Apr 2010 14:46
by hrafnkell
Já ég var að pæla í að fá mér monster mill, en ákvað að fá mér þessa þar sem hún er töluvert ódýrari og svona. Ekki seinna vænna heldur, því nú eru ölvisholtsmenn farnir að rukka fyrir mölun :)

Þeir voru helvíti lengi að shippa græjuna, líklega brjálað að gera hjá þeim. Tók yfir 3 vikur. Ég skammaði þá líka fyrir, ég hefði pantað mér monster mill ef ég hefði vitað að biðin væri svona löng.

Ég á svona feeler gauges, var einmitt að hugsa hvort ég ætti að minnka bilið.

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 15. Apr 2010 22:22
by Oli
Hrafnkell ertu kominn með einhverja reynslu af dælunni Iwaki MD30.??

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 15. Apr 2010 22:47
by hrafnkell
Neibb, dælan er ekki enn búin að fá að spreyta sig.. Þetta er allt í góðum farvegi samt og verður vonandi tekið í notkun eftir helgi, eða allavega prófað aðeins.

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 26. Apr 2010 12:35
by hrafnkell
Jæja

Fyrsta bruggun á nýju græjunum búin. Það var þó ekki alveg tekið út með sældinni, því lögnin úr falska botninum var óþarflega grönn og úr mjúkri slöngu þannig að það stíflaðist allt og upp hófst mikið föndur við það að reyna að meskja. Það verður lagað fyrir næstu bruggun :)

Einnig kom í ljós að elementinu, 4500w eru líklega of öflug og voru eitthvað að brenna virtinn sýndist mér. Ég er ekki viss um að hafa fundið neitt auka brunabragð, en fyrir næstu bruggun þá verður þessu líklega breytt í 4x 2000-2500w element til þess að koma í veg fyrir þessi vandræði.

Dælan stóð sig eins og draumur, það heyrist ekki múkk í henni og það virtust ekki vera nein vandræði að dæla heitum og sjóðandi virt.

Hitastýringin var í góðum gír líka, en það þarf að leyfa henni að autotuna sig til þess að hún negli limitin alveg. (hún skaut aðeins yfir)

Nokkrar myndir uppá grínið:


Image

Það fóru 2 svo gott sem fullar fötur af korni í lögnina :)
Image

Setupið var frekar hrátt svona til að byrja með, bara til að stilla öllu upp og sjá hvernig maður vill hafa græjurnar
Image

Séð ofaní tunnuna og á elementin
Image


Fyrir næstu bruggun þá mun ég reyna að finna einhverja lausn á stíflunni og brunanum, ásamt því að smíða einhverskonar hillu þannig að það verði hægt að hafa meskingarfötuna beint fyrir ofan suðutunnuna. Bæði upp á að spara pláss og að geta haft þetta einfaldara í smíðum bara.


All in all successful bruggun á 80 lítrum af bjór, þó að hún hafi tekið um 7 tíma og nokkrir vankantar komið í ljós. Það var alveg viðbúið að þetta myndi ekki ganga eins og í sögu strax :)

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 26. Apr 2010 13:12
by sigurdur
Hver er orkuþéttnin á 4500W elementinu? (high/low/ultra low)

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 26. Apr 2010 13:26
by hrafnkell
Þekki það svosem ekki.. En þegar maður ber saman 2000w elementin í hraðsuðukötlum þá er yfirborðsflatarmálið líklega svipað og á þeim (nema rúmlega 2x meira afl á því flatarmáli). Hraðsuðuelementin hafa reynst mér vel, en þessi 4500w element eru greinilega of öflug fyrir þetta flatarmál. Ef þetta væri svona 2x lengra þá held ég að þetta myndi duga fínt.

Ég hugsa að ég smelli bara þessum 4 hraðsuðuelementum sem ég á fyrir í þetta og kalli það gott. Hendi kannski einu í viðbót for good luck :)

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 27. Apr 2010 11:22
by Oli
Lítur vel út. :beer:
Næst á dagskrá hjá mér er að redda mér svona dælu, þá getur maður farið að spá í þessu fyrir alvöru.

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 11. Jun 2010 08:32
by sigurdur
Ertu búinn að nota dæluna á sjóðandi virt? (100°C)

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 11. Jun 2010 08:53
by hrafnkell
Ekki í langan tíma. Ég bara nota hana í 1mín á sjóðandi virt til að sótthreinsa hana. Þori ekki að hafa hana í gangi lengur en það. Hún hefur ekki hikstað í meskingu, allt að 75 gráður í mash in.

75% nýtni með engri skolun.

Mynd frá bruggun í gærkvöldi:
Image

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 11. Jun 2010 16:37
by bjarni
hrafnkell wrote:Einnig kom í ljós að elementinu, 4500w eru líklega of öflug og voru eitthvað að brenna virtinn sýndist mér. Ég er ekki viss um að hafa fundið neitt auka brunabragð, en fyrir næstu bruggun þá verður þessu líklega breytt í 4x 2000-2500w element til þess að koma í veg fyrir þessi vandræði.
Kannski þetta karamelliseri virtinn bara eins og við steinbier suðu. Kallaðu þetta bara pseudo-steinbier :fagun:

Re: Smíði á sjálfvirkri hitastýring á meskingu - RIMS(ish)

Posted: 11. Jun 2010 16:43
by hrafnkell
bjarni wrote:
hrafnkell wrote:Einnig kom í ljós að elementinu, 4500w eru líklega of öflug og voru eitthvað að brenna virtinn sýndist mér. Ég er ekki viss um að hafa fundið neitt auka brunabragð, en fyrir næstu bruggun þá verður þessu líklega breytt í 4x 2000-2500w element til þess að koma í veg fyrir þessi vandræði.
Kannski þetta karamelliseri virtinn bara eins og við steinbier suðu. Kallaðu þetta bara pseudo-steinbier :fagun:
Það er ekki alveg svo gott... Þessi bjór sem varð til þarna minnti mig á brenndan hrísgrjónagraut með bjórbragði :)

Enginn bruni þegar ég færði gömlu 2000w hraðsuðukatlaelementin í tunnuna.