Page 2 of 2

Re: Virtdælur

Posted: 27. Jan 2010 13:14
by hrafnkell
eymus wrote:er að átta mig á ferlinu sem þið eruð að tala um. Er dælan til að halda uppi hringrás í meskingunni þannig að hitinn dreifist jafnt o.s.frv.?
Jebb. Til að hitinn sé jafn, og að það sé stöðugt flæði um kornið til þess að ná meiri sykri úr því (in theory) og til þess að fá tærari bjór. Ásamt ýmsum öðrum minni pælingum.

Re: Virtdælur

Posted: 27. Jan 2010 14:03
by Eyvindur
Ég vil reyndar taka fram að þú færð ekkert tærari bjór þótt virtirinn sé tærari fyrir suðu. Reyndar hafa sumir viljað meina að því sé öfugt farið, hvað sem er til í því svo sem. Ég vil allavega benda á að það er ekkert sem bendir til þess að svona kerfi geri betri bjór (ekki verri heldur). Þetta er sniðugt upp á tíma- og vinnusparnað, en ég myndi ekki líta á þetta sem eitthvað sem eykur gæðin að nokkru leyti. Bara svo þetta fari ekki að valda misskilningi - að fólk fari ekki að halda að þetta sé eitthvað nauðsynlegt skref í þróuninni.

Re: Virtdælur

Posted: 27. Jan 2010 15:15
by joi
Helsti kosturinn sem ég sé við dælur er það að það er hægt að vera með heitavatnstank, meskiker og suðuketil í sömu hæð. Hér er td. ein frá Þýskalandi:
http://www.braupartner.de/shop/product_ ... ucts_id=98

Re: Virtdælur

Posted: 27. Jan 2010 15:29
by Oli
joi wrote:Helsti kosturinn sem ég sé við dælur er það að það er hægt að vera með heitavatnstank, meskiker og suðuketil í sömu hæð. Hér er td. ein frá Þýskalandi:
http://www.braupartner.de/shop/product_ ... ucts_id=98
Hugmyndin var nú að hafa þetta allt saman í einum potti, sleppa heitavatnstanknum.....sbr. þessa snilld
http://www.speidels-braumeister.de/shop ... ister.html" onclick="window.open(this.href);return false;