Page 2 of 2
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 14:49
by arnilong
Búinn að tala við hann. Hann átti tuttugu og eitthvað flöskur eftir og ég ákvað að taka þær bara allar. Sæki þetta á morgun!

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 14:51
by Eyvindur
Ég er til í 2 Dubbel.
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 14:52
by Stulli
Frábært! Ég er alveg til í að fara með þér ef að þú vilt fá hjálp með að bera öll þessi ósköp

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 14:56
by Hjalti
Láttu mig vita ef þú ert í vandræðum með að útdeila þessu öllu, get alveg tekið 1-2 til að smakka bara...
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 17:25
by Stulli
12 skínandi flöskur af La Trappe dubbel komin í hús

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 17:39
by arnilong
Þú ert ansi snar í snúningum!

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 17:55
by Stulli
Það þýðir sko ekkert að slugsa þegar að um góðan bjór er að ræða
Ég talaði við heildsalann og hann ætlaði að skoða það að flytja inn nokkra kassa af La Trappe tripel og quadrupel í 750ml flöskum handa okkur

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 17:56
by Hjalti
Eru til einhverjar svo maður geti kanski smakkað þetta?
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 17:59
by Stulli
Ekki málið
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 18:01
by Hjalti
næs...

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 18:14
by arnilong
Stulli wrote:Það þýðir sko ekkert að slugsa þegar að um góðan bjór er að ræða
Ég talaði við heildsalann og hann ætlaði að skoða það að flytja inn nokkra kassa af La Trappe tripel og quadrupel í 750ml flöskum handa okkur

Hell yeah, Quadrupel!!!(Broskall sem sleikir útum)
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 18:54
by halldor
Stulli wrote:12 skínandi flöskur af La Trappe dubbel komin í hús

Ef þig vantar að losna við eitthvað af þessu þá er ég til í 4-6 flöskur

Annars sýnist mér við þurfa annan kassa af Dubbel.
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 18:58
by Stulli
Hvað segirðu um 4 flöskur Halldór?
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 19:00
by halldor
Stulli wrote:Hvað segirðu um 4 flöskur Halldór?
Mér líst frábærlega á það takk fyrir
Hvað var verðið á stk?
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 19:36
by Eyvindur
Þetta er málið! Koma okkur í mjúkinn hjá heildsölum sem geta svo flutt inn hluti spes fyrir okkur! Það gæti auðveldað okkur smakkhugmyndina ansi mikið...
Svakalega er þetta gaman, allt saman. Og belgískur quad er nú eitthvað sem ég hélt að ég myndi hreinlega aldrei fá tækifæri til að smakka hér á landi... Jibbí! Góður dagur.
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 19:40
by halldor
La Trappe Quadrupel var nú lengi vel hér í sölu en datt út eftir mitt árið 2008. Nú er hann fáanlegur ásamt Dubbel, Tripel og Blonde í gjafaöskju með glæsilegu La Trappe glasi. Ég keypti þrjá svona pakka þegar dubbelinn og tripelinn duttu úr sölu hér um árið

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 20:31
by halldor
arnilong wrote:Búinn að tala við hann. Hann átti tuttugu og eitthvað flöskur eftir og ég ákvað að taka þær bara allar. Sæki þetta á morgun!

Ég er til í 4 stk býst ég við... ég þarf samt að tala við strákana og sjá hvort þeir vilji eitthvað.
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 20:35
by Eyvindur
halldor wrote:La Trappe Quadrupel var nú lengi vel hér í sölu en datt út eftir mitt árið 2008. Nú er hann fáanlegur ásamt Dubbel, Tripel og Blonde í gjafaöskju með glæsilegu La Trappe glasi. Ég keypti þrjá svona pakka þegar dubbelinn og tripelinn duttu úr sölu hér um árið

Sýnir hvað ég veit mikið...

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 20:38
by arnilong
halldor wrote:arnilong wrote:Búinn að tala við hann. Hann átti tuttugu og eitthvað flöskur eftir og ég ákvað að taka þær bara allar. Sæki þetta á morgun!

Ég er til í 4 stk býst ég við... ég þarf samt að tala við strákana og sjá hvort þeir vilji eitthvað.
Ef það eru ekki allar flöskurnar pantaðar þá mega þeir fá líka. Eins og er eru 24 flöskur fráteknar, þar á meðal 4. fyrir þig.
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 21:06
by Oli
halldor wrote:La Trappe Quadrupel var nú lengi vel hér í sölu en datt út eftir mitt árið 2008. Nú er hann fáanlegur ásamt Dubbel, Tripel og Blonde í gjafaöskju með glæsilegu La Trappe glasi. Ég keypti þrjá svona pakka þegar dubbelinn og tripelinn duttu úr sölu hér um árið

Keypti tvær svona öskjur fyrir 2 vikum, var að klára síðasta stykkið fyrir nokkrum dögum. Helvíti fínn
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 22:17
by halldor
Ég er ekkert smá áhrifagjarn

Um leið og búið er að tala of mikið um einhvern bjór þá fer ég í bjórískápinn góða og fæ mér hann. Hann er náttúrulega ómótstæðilegur og ég ákvað að verðlauna dugnaðinn í sjálfum mér (í próflestri) með því að fá mér súkkulaðiköku með honum og það var sko alls ekki svo slæmt saman.

Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 22:32
by Eyvindur
Enn ein sönnunin fyrir því hversu vel bjór virkar með mat... Það er erfitt að finna gott vín með súkkulaði, en bjór aftur á móti... Nammi.
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 22:43
by Stulli
Heyr heyr
stk á dubbelnum er 790 kr.
Já, þetta er algerlega málið að komast í mjúkinn hjá heildsölunum. Sá sem að ég talaði við var mjög áhugasamur um að hjálpa okkur.
Re: [Óska eftir] Belgískar flöskur
Posted: 14. May 2009 22:46
by halldor
Glæsilegt... mjög viðráðanlegt verð
Hvar og hvenær get ég nálgast þig/ölið?