Page 2 of 2
Re: Vandamál með kælispíral
Posted: 19. Jan 2011 16:14
by kristfin
þú færð 15 metra af 3/8 koparröri á 10 þúsund hjá íshúsinu
þeir geta sett ró og kónað endan fyrir þig þegar þú ert búinn að rúlla þessu upp. þá losnaru við að kaupa rándýr kónatengi.
ég hef notað minn kælir, í 40+ lagnir, með garðslöngu og hosuklemmum. var ekkert að æsa mig í kónatengi.
Re: Vandamál með kælispíral
Posted: 19. Jan 2011 16:39
by kalli
Hvernig væri að kaupa 3/9" ryðfrítt stálrör og vefja því utan um pottinn og punkta hvern hring við pottinn á 2 - 3 stöðum? Það gefur ekki sama yfirborðsflatarmál en hefur marga aðra kosti í staðinn (aldrei í snertingu við virt, alltaf til reiðu o.fl.). Það má vel ná fram whirlpool með því.
Re: Vandamál með kælispíral
Posted: 19. Jan 2011 17:41
by kristfin
kalli wrote:Hvernig væri að kaupa 3/9" ryðfrítt stálrör og vefja því utan um pottinn og punkta hvern hring við pottinn á 2 - 3 stöðum? Það gefur ekki sama yfirborðsflatarmál en hefur marga aðra kosti í staðinn (aldrei í snertingu við virt, alltaf til reiðu o.fl.). Það má vel ná fram whirlpool með því.
þá ertu kominn fyrir utan pottinn, tæki langan tíma. whirlpool þarf að vera innan í pottinum.
Re: Vandamál með kælispíral
Posted: 19. Jan 2011 18:05
by kalli
kristfin wrote:kalli wrote:Hvernig væri að kaupa 3/9" ryðfrítt stálrör og vefja því utan um pottinn og punkta hvern hring við pottinn á 2 - 3 stöðum? Það gefur ekki sama yfirborðsflatarmál en hefur marga aðra kosti í staðinn (aldrei í snertingu við virt, alltaf til reiðu o.fl.). Það má vel ná fram whirlpool með því.
þá ertu kominn fyrir utan pottinn, tæki langan tíma. whirlpool þarf að vera innan í pottinum.
Held ekki. Yfirborð pottsins verður mjög kalt og það verður kæliflötur í stað spíralsins. Bununni frá dælunni er beint að hlið pottsins og myndar whirlpool þar.
Re: Vandamál með kælispíral
Posted: 19. Jan 2011 18:09
by hrafnkell
Sleipnir wrote:Þetta virkar svo djö. pro og menn virðast vera að borga allt að 1600kr.mtr. hérna heimafyrir utan fittings á endann +2000kr.
Þarna eru um 8mtr. og allt frágengið.
En ég veit líka að hluti af hobbíinu er að gera þetta sjálfur.
Hvað eru annars háir tollar af svona vörum?
Ég myndi giska á um eða yfir $50 í sendingarkostnað. Þá er Spírallinn á um $102, eða um 12þús. 12þús + vsk = 15þús. Svo er spurning hvort það sé tollur á þessu (þarf ekki að vera), en þá er lokaverð 15-18þús eftir tolli. Svo er 550kr í tollafgreiðslugjald.