Page 2 of 3

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 8. Apr 2014 14:37
by helgibelgi
Classic wrote:Mér finnst samt enn vanta reit fyrir nafnið á bjórnum á fyrra blaðið :)
Komið :)

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 8. Apr 2014 21:08
by gugguson
Er ekki rétt skilið hjá mér að seinni tveir flokkarnir, þ.e. littli og stóri, eru almennir flokkar sem hvaða bjór sem er kemst í?

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 8. Apr 2014 21:11
by helgibelgi
gugguson wrote:Er ekki rétt skilið hjá mér að seinni tveir flokkarnir, þ.e. littli og stóri, eru almennir flokkar sem hvaða bjór sem er kemst í?
Já, allir bjórar fyrir utan porter og stout.

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 9. Apr 2014 17:44
by helgibelgi
Jæja þá er ísskápurinn minn að fyllast af bjór, spurning um að halda partý? :twisted:

En já, vildi bara minna fólk á að skila!

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 9. Apr 2014 21:52
by astaosk
Hvenær verðið þið 101/105 menn komnir heim á morgun til að taka á móti bjór?

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 9. Apr 2014 22:26
by karlp
I'll be home from ~5:30 or so. If you want to drop them off during the day, you can also visit me at work in Kopavogur (if you can't get hold of anyone else) Just call me during the day if you want to work out anything special

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 9. Apr 2014 23:18
by helgibelgi
astaosk wrote:Hvenær verðið þið 101/105 menn komnir heim á morgun til að taka á móti bjór?
Verð heima allan morgundaginn í tilefni skilafrestsins!

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 9. Apr 2014 23:40
by astaosk
Já nú vantar akkúrat læk takkann!

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 19. Apr 2014 20:30
by helgibelgi
Var að bæta við link á skráningu í matinn í upprunalega póstinn. Annars er linkurinn hér: http://form.jotformeu.com/form/41002721024333

Það kostar 3.000 kr í matinn og hver sem er getur komið í matinn, það er ekki nauðsynlegt að vera meðlimur í Fágun! Þannig að endilega komið með SWMBO :D

Einnig er hægt að forpanta glös og bola í leiðinni, en það verður samt nóg til af glösum (og líklega bolum) trúi ég svo fólk þarf ekki að örvænta. Það verður einnig posi á staðnum þannig að ekki er nauðsynlegt að koma með reiðufé fyrir mat+bol+glös+whatever...

Hér er svo mynd af glasinu (prufuútgáfa) en það er Laserprentað :vindill:
glas2014.jpg
glas2014.jpg (77.48 KiB) Viewed 49320 times

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 19. Apr 2014 20:37
by Eyvindur
*Laser grafið.

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 19. Apr 2014 23:11
by helgibelgi
Eyvindur wrote:*Laser grafið.
http://youtu.be/pCOHNhzLZX8

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 23. Apr 2014 00:25
by helgibelgi
Fyrir þá sem ætla að mæta í matinn á laugardaginn en eiga eftir að skrá sig í hann er hægt að gera það hér: http://form.jotformeu.com/form/41002721024333

Við verðum að skila endanlegri tölu á þá sem ætla í matinn á fimmtudaginn svoleiðis að við verðum að setja DEADLINE á skráningu í matinn á hádegisbil fimmtudag, kl. 13:00. Það lítur út fyrir að fjölmennt (og góðmennt) verður í matnum svo að endilega komið og snæðið með okkur. Þeir sem hafa borðað áður á Kex Hostel geta vottað fyrir það hversu góður maturinn þar er! (ég get það amk!)

Sjáumst þar! :fagun:

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 23. Apr 2014 11:51
by bjorninn
Maður er nú farinn að hlakka dálítið til.

Skil ég það rétt að ef ég kem eftir matinn og tek einhvern með mér, sem er ekki meðlimur í félaginu, þá kosti 2.500kr inn fyrir hann eða hana?

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 23. Apr 2014 11:59
by helgibelgi
bjorninn wrote:Maður er nú farinn að hlakka dálítið til.

Skil ég það rétt að ef ég kem eftir matinn og tek einhvern með mér, sem er ekki meðlimur í félaginu, þá kosti 2.500kr inn fyrir hann eða hana?
Já, það verður rukkað inn á staðinn 2.500 kr fyrir aðra en meðlimi. Meðlimir þurfa ekki að borga neitt fyrir aðgang :fagun:

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 23. Apr 2014 19:14
by æpíei
Búinn að skrá mig í mat og panta glas. Reynsla mín frá í fyrra er að það er fínt að fá límmiða til að merkja sér glasið. Þá þarf maður ekki að halda utanum það allan tímann. :D

Hlakka til! :skal:

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 23. Apr 2014 20:33
by hrafnkell
Búinn að skrá mig í matinn, gleymdi að panta mér glas. Má gjarnan skrifa eitt glas á mig.

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 23. Apr 2014 22:19
by gugguson
Ég er búinn að skrá mig í matinn en láðist að taka glas - mátt bæta við glasi hjá mér.

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 24. Apr 2014 17:30
by helgibelgi
hrafnkell wrote:Búinn að skrá mig í matinn, gleymdi að panta mér glas. Má gjarnan skrifa eitt glas á mig.
gugguson wrote:Ég er búinn að skrá mig í matinn en láðist að taka glas - mátt bæta við glasi hjá mér.
Komið niður á blað (excel skjal) hjá mér :)

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 24. Apr 2014 20:14
by Plammi
Mæti eftir matinn, panta eitt svona glas takk

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 25. Apr 2014 00:06
by Classic
Hvenær er mæting fyrir þá sem ætla ekki að borða? 20:30?

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 25. Apr 2014 07:32
by Eyvindur
20.00. :skal:

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 25. Apr 2014 14:24
by gm-
http://www.esquire.com/blogs/food-for-m ... =soc_fcbks

Þetta gæti komið sér vel fyrir ykkur á morgun :beer: :drunk:

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 25. Apr 2014 15:29
by Eyvindur
:shock:

Veit dómnefndin af þessu?

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 27. Apr 2014 17:20
by Dabby
ég prufaði þetta þurrgers dót og það virkar ekki jack shit....

Mig grunaði það nú reyndar en ákvað að prufa til að vera viss.

Re: Bruggkeppni 2014 - April 26

Posted: 27. Apr 2014 18:26
by JoiEiriks
Sælir,

hvenær verður hægt að nálgast bjórdómana sjálfa ?