Page 2 of 3

Re: Nýtt útlit

Posted: 21. Nov 2013 19:10
by bergrisi
Hvernig er vefurinn að venjast?

Núna eru komnar rúmar tvær vikur og kannski kominn tími til að leggja þetta í dóm þjóðarinnar.

Mér fannst hinn þægilegri en langar að vita hvað öðrum finnst.

Re: Nýtt útlit

Posted: 21. Nov 2013 19:27
by Eyvindur
Ég er búinn að venjast þessu útliti á tölvuskjánum, en auk þess er hann þúsundmilljónsinnum betri á spjaldtölvunni. Finnst það megi vinna aðeins meira með þetta, en ég myndi greiða atkvæði gegn því að fara aftur í gamla útlitið - frekar halda áfram að vinna með þetta.

Re: Nýtt útlit

Posted: 21. Nov 2013 19:54
by Dabby
Ég er sammála Eyvindi um að þetta sé betra, einungis smáatriði sem mætti laga hér og þar, dekkja gráa litinn aðeins og stækka "beint í fyrsta ólesna innlegg í þráð" ækonið held ég að sé það eina sem mér dettur í hug.

Re: Nýtt útlit

Posted: 28. Nov 2013 11:53
by mattib
Sælir allir, ég er lítið búinn að vera vinna áfram með vefinn vegna þess hve upptekinn ég hef verið en ég mun reyna bæta hann enn frekar , td. dekkja grá og stækka iconið og fleira

Re: Nýtt útlit

Posted: 1. Dec 2013 17:45
by kari
Leitarboxið höndlar illa stafina æ og ö.

Re: Nýtt útlit

Posted: 10. Dec 2013 20:28
by hrafnkell
Félagi minn var að reyna að skrá sig en það gekk eitthvað illa.. Er örugglega í lagi með nýskráninguna?

Re: Nýtt útlit

Posted: 11. Dec 2013 08:59
by mattib
Heyrðu já það virkar, en virkjaði email link activation þannig að núna þarf ekki admin að virkja leyfa notendur og það þar að hafa stafi og töluistafi í lykilorði

prófaði að gera test notendur og komst í gegn

Re: Nýtt útlit

Posted: 11. Dec 2013 17:59
by Eyvindur
Hmm... Vorum að fá inn spammara. Gæti það verið út af breytingunum?

Re: Nýtt útlit

Posted: 11. Dec 2013 22:17
by æpíei
Síðan virkar svo og svo með iOS. Þegar ég fæ póst frá síðunni gengur ekki að klikka á neina linka í póstinum. Það er út af því að linkarnir eru brotnir niður yfir "line-break" (afsakið veit ekki íslenskt orð yfir það). Þ.e. hlekkurinn í Mail forritinu er skorinn sundur í miðju, svo hvorki dugar að smella á hlekk né kópera og líma inn í vefskoðara. Það er svo sem ekki mikið mál því ég fer bara á síðuna og skoða New Posts.

Það er hins vegar meira vandamál með að fá nýtt lykilorð. Þá þarf að smella á hlekk sem sendur er í tölvupósti, en það er ómögulegt af sömu ástæðu. Þú getur því ekki endurræst lykilorð frá iOS tækjum.

Þetta eru ekki vandamál sérstaklega tengd nýju síðunni, þetta hefur verið svona fyrir það. Vona samt þetta verði lagað.

Eitt vandamál við nýju síðuna þó, og iOS, er að ef þú ýtir á smilies í innsláttarglugga þá fer allt í rugl. Stikan færist niður yfir innsláttargluggann svo það sést ekki hvað þú skrifar. Það er hægt að hreinsa með að fara niður og smella á Expand View. Það er hakk, ekki lausn. Cheers :skal:

Re: Nýtt útlit

Posted: 11. Dec 2013 22:55
by mattib
gæti verið , breytti einni stillingu til baka , en spurning um að breyta aftur að nýjir notendur geta bara verið samþykktir af admin.

En fínt að fá útlits komment ég reyni að kíkja á þetta.

Re: Nýtt útlit

Posted: 12. Dec 2013 18:28
by Idle
Ástæða þess að ég hætti við email activation á sínum tíma var einmitt sú að bottarnir renna í gegnum nýskráninguna eins og hnífur í gegnum bráðið smjör. Ekkert tiltökumál að logga sig inn á admin vefinn tvisvar, þrisvar á dag og yfirfara nýskráningar. ;)

Re: Nýtt útlit

Posted: 13. Dec 2013 12:55
by mattib
Já oki , breyti þessu aftur

Re: Nýtt útlit

Posted: 5. Jan 2014 21:34
by JoiEiriks
Sælir,

fyrir mig sem atvinnu kerfisstjóra þá skiptir öryggið mestu en annars er þetta ágætt ..

Kk // JE

Re: Nýtt útlit

Posted: 28. Jan 2014 14:18
by bergrisi
Ég er með eina athugasemd við síðuna eins og hún er. Þegar maður fer inná Fágun þá fær maður fyrst fréttasíðu og þarf svo að fara á spjallið. Fréttasíða með gömlum fréttum er soldið marklaus. Myndi frekar vilja fara bara beint á spjallsíðuna en maður er að kíkja þar mörgum sinnum á dag.

Annars væri möguleiki að vera með virka fréttasíðu þar sem hinum og þessum bjórfréttum er hent inn. Td. linkur á þær fréttir sem fjalla um bjór og bara allt sem hægt er að láta sér detta í hug sem er bjórtengt.

Dæmi um það sem mætti tengja á væri td. í þessari viku:
http://www.visir.is/fyrsti-islenski-mjo ... 4140129276" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.dv.is/lifsstill/2014/1/26/he ... ta-EO3VNG/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.vinotek.is/2014/01/24/haukur ... gaedingur/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.bbc.co.uk/news/magazine-25656701" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.foxnews.com/leisure/2014/01/ ... eir-debut/" onclick="window.open(this.href);return false;

Megnið af þessu er bara afþreying.

Re: Nýtt útlit

Posted: 28. Jan 2014 14:54
by hrafnkell
Bookmarkaðu þetta Rúnar

http://fagun.is/search.php?search_id=newposts" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég var ekki einusinni búinn að taka eftir þessari fréttasíðu, nota alltaf newposts bookmark bara :)

Re: Nýtt útlit

Posted: 28. Jan 2014 15:06
by sigurdur
Ég er sammála Rúnari.
Það þarf einnig að samræma stikurnar á milli þessara tveggja síðna.

Ásamt því að nota sama bakgrunnslit á fréttasíðunni og á spjallinu (hann er mismunandi).
Liturinn á spjallinu er #f8f8f8 en á fréttunum #ffffff

Favicon á fréttasíðu er öðruvísi en á spjalinu

Hæð stikunnar er ekki sama og á spjallinu

Stafaletrið er ekki það sama á spjallinu og forsíðunni
Stafalitur er ekki sami á spjallinu og forsíðunni

Það þarf að samræma þetta aðeins betur að mínu mati, eða gera útlit fréttasíðunnar allt öðruvísi svo þetta sé ekki "næstum því eins".

Re: Nýtt útlit

Posted: 28. Jan 2014 17:50
by mattib
Já það rétt hjá ykkur með að það þurfi að laga hluti, hef bara ekki gefið mér tíma þessa dagana.

Annars verður stjórnin(helgibelgi) að ákveða með aðalsíðuna, það var beðið um að fá forsíðu með fréttum.

Re: Nýtt útlit

Posted: 28. Jan 2014 18:38
by bergrisi
Ég er með í bookmarks spjallsíðuna.
Vildi bara benda á að forsíðan er óþörf ef hún inniheldur ekkert.

Re: Nýtt útlit

Posted: 29. Jan 2014 09:18
by abm
Ein ábending... "Mark forums read" takkinn virkar ekki eftir að fréttasíðan kom. Hann hendir manni bara á fréttasíðuna án þess að breyta cookies.

Re: Nýtt útlit

Posted: 30. Jan 2014 09:27
by Eyvindur
Tvær pælingar varðandi fréttirnar:

Getum við sameinað fréttir og spjall á forsíðunni?

Og er hægt að hafa fréttafúnksjónina þannig að fréttirnar hafi vissan birtingartíma, þannig að tilkynningar um viðburði og slíkt detti út þegar viðburðurinn er að baki?

Annars þyrftum við að gera forsíðuna ítarlegri, og bæta við fróðleik fyrir nýliða þar. Þetta er eins og svo margt annað, drukknar í amstri dagsins. Ég vona að þið sýnið okkur þolinmæði með þetta.

Annars væri yndislegt að fá sjálfboðaliða til að bæta eitthvað inn á Wiki síðuna okkar, sem er komin upp en er fátækleg ennþá. http://wiki.fagun.is/Main_Page" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Getum við svo ekki á einhvern hátt fléttað wiki síðuna inn á forsíðuna?

Re: Nýtt útlit

Posted: 30. Jan 2014 10:08
by bergrisi
Ég get aðstoðað við að setja inn "fréttir", það yrði þá bara hitt og þetta bjórtengt. Ég hef nægan tíma. Er í vaktavinnu hjá ríkinu.

Re: Nýtt útlit

Posted: 31. Jan 2014 15:14
by flokason
Þegar maður er á spjallinu, þá er þetta slóðin:

http://fagun.is/fourm.php" onclick="window.open(this.href);return false;


Þetta er alveg hræðilegt, er hægt að laga þetta?

Re: Nýtt útlit

Posted: 31. Jan 2014 15:18
by sigurdur
flokason wrote:Þegar maður er á spjallinu, þá er þetta slóðin:

http://fagun.is/fourm.php" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;


Þetta er alveg hræðilegt, er hægt að laga þetta?
Hvað er að þessu og hvernig ætti þetta að líta út?

Re: Nýtt útlit

Posted: 31. Jan 2014 15:19
by flokason
sigurdur wrote:
flokason wrote:Þegar maður er á spjallinu, þá er þetta slóðin:

http://fagun.is/fourm.php" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;


Þetta er alveg hræðilegt, er hægt að laga þetta?
Hvað er að þessu og hvernig ætti þetta að líta út?
þetta er /fourm.php

Ætti að vera /forum.php

:)

Re: Nýtt útlit

Posted: 10. Mar 2014 15:25
by sigurdur
Hæ.

Ég held að það væri upplagt að geta bætt við YouTube og Vimeo myndböndum hérna inn (iframe/javacsript).
Er hægt að redda plug-in fyrir það?