Page 2 of 2

Re: Bæta við geri ?

Posted: 25. Oct 2013 09:41
by Dabby
Við eigum bara eina flotvog en þar sem hún mælir kranavatn 1.000 þá þarf ég ekki samanburð við aðra vog...

Re: Bæta við geri ?

Posted: 25. Oct 2013 11:10
by hrafnkell
Dabby wrote:Við eigum bara eina flotvog en þar sem hún mælir kranavatn 1.000 þá þarf ég ekki samanburð við aðra vog...
Ég dreg þessar mælingar í efa þrátt fyrir það.

Re: Bæta við geri ?

Posted: 26. Oct 2013 00:24
by Eyvindur
Ég er ekki mjög fróður um flotvogir, en getur verið að það sé skekkja í mælingum þótt hún mæli vatn rétt?

Í öllu falli fer ég ekki ofan af því fyrr en ég smakka sjálfur og/eða sé samanburðarmælingar að þetta geti ekki verið annað en sýking eða mæliskekkja. 100% malt bjór ætti aldrei að geta gefið 100% attenuation með ölgeri einu saman.

Re: Bæta við geri ?

Posted: 26. Oct 2013 03:55
by QTab
Við verðum bara að reyna að mæta á næsta mánudagsfund með þá ásamt mæliglasi og flotvog :D gæti reyndar verið vesen að mæla þegar búið er að kolsýra afþví að loftbólur sem myndast á flotvogini ættu að hækka mælinguna.

Re: Bæta við geri ?

Posted: 26. Oct 2013 09:22
by Eyvindur
Já, þá þyrfti að hræra kolsýruna úr og vesen.

Kannski einhver mæti með refractometer.

Re: Bæta við geri ?

Posted: 26. Oct 2013 09:58
by gm-
Verður áhugavert að heyra hvernig þessi smakkast, ég er eins og hrafnkell og eyvindur, ég trúi ekki að porter fari niðrí 1.000. Hef bruggað sennilega 60-70 skammta í heildina og sá bjór sem lægst hefur farið hjá mér var saison sem fór niðrí 1.004 og var brakandi þurr alveg.
Hlýtur að vera mælirinn, eða þá sýking sem er ekki alveg komin fram ennþá.

Re: Bæta við geri ?

Posted: 9. Nov 2013 22:53
by Dabby
Sælir
þetta eru þrír bjórar með mög lágt FG, 1.000, 999 og 998, allt úr sömu meskingu en með 3 mismunandi ger og einn þeirra þurrhumlaður. Einhverjir voru að mislesa, Sindri sem stofnaði þráðinn var með porter sem endaði lágur, 1,004 en við bræðurnir "stálum honum" óvart þegar við minntumst á okkar mælingar. Mig langar að taka þessa bjór með á Gorhátíðina, smá smakk. Er einhver til í að taka með sér refractometer og/eða flotvog til að sannreyna þessar mælingar? Miðað við stóru efasemdirnar þá verður stakur mælir væntanlega véfengdur en nokkrir mælar ættu að vera trúverðugir... Ég stefni á að mæta með bjórinn og mína flotvog.

Re: Bæta við geri ?

Posted: 15. Nov 2013 21:23
by Sindri
Hrafnkell fékk 1 flösku frá mér.. Spurning hvernig sú mæling komi út