Page 2 of 2
Re: HDPE plastfötur sem suðupottar?
Posted: 11. Aug 2009 22:32
by Andri

Hann notar 3 fasa öryggi. Það væri kanski auðveldast að útbúa tengil hjá eldavél ef ætlunin væri að fá sér svona mörg element. Þá myndi ég ekki beint mæla með að kerlingin væri að útbúa mat á meðan.
án þess að vita það nákvæmlega þá held ég að þessi hitastýring sem hann notar kostar einhverja tugi þúsunda, örugglega í kringum 30k
Re: HDPE plastfötur sem suðupottar?
Posted: 11. Aug 2009 22:40
by sigurdur
Þetta er flott hjá honum, en ég stefni á að smíða mér mína eigin stýringu, enda er ég rafeindavirki og ætti að ráða við að lóða nokkra íhluti

Re: HDPE plastfötur sem suðupottar?
Posted: 11. Aug 2009 23:12
by Hjalti
Frábærar upplýsingar strákar. Greinilegt að 3 element eru sennilega of mikið í íbúðina mína
Ég er með 10A öryggi í þeim tenglum þar sem ég ætlaði mér að nota þetta. Eldavélinn er á öðru öryggi sem er með 16A.
Spurning hvort maður þurfi þá að uppfæra öryggið sem maður er að nota í eldhúsinu?
Hvað kostar 20A öryggi í venjulega töflu? Getur maður breytt þessu sjálfur?
Re: HDPE plastfötur sem suðupottar?
Posted: 12. Aug 2009 02:51
by Andri
Ef öryggið er 16A þá eru líklega 2,5q vírar. Ef þú ætlar að breyta úr 16A öryggi yfir í 20A þá þarf líklegast að svissa út vírunum fyrir sverari víra.
Þú getur alveg breytt þessu sjálfur en þá ertu að taka áhættuna á að drepa þig og aðra annaðhvort í framkvæmd eða seinna þegar það kviknar í.
skv. reglugerð raforkuvirkja er leyfilegt stöðugt álag á einangraðar taugar í flokki eitt (ein eða fleiri einleiðis taugar í pípu) við 25°C umhverfishitastig þá þolir 2,5q koparleiðari 21A stöðugt álag. Næsti sverleiki fyrir ofan er 4q
Hversu langt er eldavélin frá töflu?
Re: HDPE plastfötur sem suðupottar?
Posted: 12. Aug 2009 03:10
by Andri
og ef þú breytir bara örygginu í 20A án þess að svissa vírunum út þá hitna vírarnir og geta bráðnað, ekki mjög líklegt í þessu tilfelli en segjum að einhver myndi svissa út 10A öryggi yfir í 20A öryggi, setjum svo 18A álag á það og 1,5q vírinn myndi ekki þola strauminn sem væri að fara í gegnum hann og hann myndi bráðna.
skv reglugerðinni þá þolir 1,5q 16A í flokki eitt en skv nýja staðlinum er það bara 13A ef ég man rétt.
Re: HDPE plastfötur sem suðupottar?
Posted: 12. Aug 2009 08:21
by sigurdur
Það má ekki gleyma auðvitað álaginu á heimtaugina ef það eru mörg rafmagnsfrek tæki í gangi í einu (þurrkari, þvottavél, eldavél, katlakerfið, tölvan, ryksugan og fleira).
Eitt svona einfalt 20A 3sjálfvar kostar 1000-1500 í Húsasmiðjunni.
Ekki breyta þessu nema þú vitir hvað þú ert að gera. Annars getur þú bara hóað í hjálp frá mér eða Andra.
Það er spurning hvort að þú myndir ekki græða mest á því að setja bara nýja lögn og nýtt sjálfvar í töfluna. Það er a.m.k. hjá mér ekkert mál þar sem að það eru allar lagnir utan á veggjum (sem að er alveg ömurlegt nema þegar maður þarf að gera eitthvað svona).
Eitt sem að ég held að ég sé ekki búinn að nefna áður, en þú getur keyrt svona kerfi án þess að þú breytir neinni lögn hjá þér, en þá þarftu bara að nota 2-3 mismunandi 10A greinar í einu.
Re: HDPE plastfötur sem suðupottar?
Posted: 12. Aug 2009 08:43
by Hjalti
Mér datt það reyndar í hug í gær að setja hlutina í samband á mismunandi stöðum....
En er alveg víst að ég geti ekki keyrt 2 element á einni 10A grein? Er bara að spá í hvað maður hefur verið að gera heima hjá sér, rista brauð, hita vatn og hita kaffi samtímis og ekkert hefur hixtað....
Mér fyndist ekkert mál að tengja þetta á tvemur stöðum, en að tengja þetta á þremur er orðið helvíti leiðinlegt!
Þarf maður líka að skipta um víra ef maður breytir tenginu úr 10A í 16A?
Re: HDPE plastfötur sem suðupottar?
Posted: 12. Aug 2009 08:50
by sigurdur
Hjalti wrote:Mér datt það reyndar í hug í gær að setja hlutina í samband á mismunandi stöðum....
En er alveg víst að ég geti ekki keyrt 2 element á einni 10A grein? Er bara að spá í hvað maður hefur verið að gera heima hjá sér, rista brauð, hita vatn og hita kaffi samtímis og ekkert hefur hixtað....
Mér fyndist ekkert mál að tengja þetta á tvemur stöðum, en að tengja þetta á þremur er orðið helvíti leiðinlegt!
Eins og ég segi, ég held að þessi element séu ekki að draga þessi 2000W. Það er alveg séns að þú getir keyrt 2 element á 10A grein, en þá eru elementin ekki 2000W. Að keyra 2 element á 16A grein tel ég mjög lítið mál þar sem að eitt element dregur trúlega ekki 8A (ég neita að trúa því..!!)
Ef þú hefur 16A og 10A greinar hlið við hlið, þá getur þú tengt þetta þannig að 2 element fara á 16A og eitt element á 10A.
Hjalti wrote:
Þarf maður líka að skipta um víra ef maður breytir tenginu úr 10A í 16A?
Þú þarft fyrst að vita hvaða vírar eru þar fyrir, en það er alltaf öruggara að vera viss með 2.5q vír í 16A tengli. Muna bara að það þarf að skipta um kaplana sem að liggja á milli tengla líka.
Re: HDPE plastfötur sem suðupottar?
Posted: 12. Aug 2009 11:14
by Eyvindur
Ég er með tvö öryggi (hljóta að vera 10A) á einni grein í skúrnum hjá mér. Þegar mest hefur látið í bruggi hjá mér hef ég keyrt 3500W helluborð, 1500W spansuðuhellu og 2000W hraðsuðuketil (1850W-2200W). Samtals 7000W, þá, væntanlega. Plús svo allt annað sem vanalega er í gangi hérna (tölvur, hljós, rafmagnshitun, stúdíóhátalarar o.fl.). Það var ekki vandamál, svo fremi að ég skipti þessu niður á bæði öryggin (sló út þegar ég setti ketilinn í gang annars). En ég gat keyrt bæði helluborðin á sama örygginu án vandræða. Skipti því þó þannig fyrir rest að ég var með helluborðið öðrum megin og restina hinum megin.