Page 2 of 2

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 24. Jan 2013 19:53
by hrafnkell
Fann þetta um mesh sizes:
http://en.wikipedia.org/wiki/Mesh_(scale" onclick="window.open(this.href);return false;)

Ætli 10-20 væri ekki passlegt.. Ætli það skipti samt ekki jafn miklu máli hvað maður dælir hratt í gegnum kornið (compaction). Einhver samblanda af mesh size dæluhraða sem maður þarf að finna til að gera þetta sem best. Stærra mesh = meira throughput samt. (opnara)

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 24. Jan 2013 21:18
by offi
Já, ég held að 10-20 væri fínt. Eins og ég segi, það er dálítil yfirlega með spaðann í hræristarfsemi á stærri bjórum, því netið vill "stíflast". Á Bee Cave þarf ekki mikið að hræra, þó ég geri það nú samt, svona til að vera viss! :D

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 24. Jan 2013 21:27
by Maggi
Fyrir áhugasama þá er amerísk mesh stærð fjöldi gata á línulegri tommu. Þetta þýðir semsagt að því hærri mesh tala því minni göt eða fleiri göt á hverri línulegri tömmu (og því einnig fertommu). Í metrakerfinu tölum við um stærð gatanna sjálfra á sigtinu. Þess vegna er hærri tala stærra gat eða öfugt við ameríska kerfið. Þessi ameríska möskvastærð er asnaleg :)

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 24. Jan 2013 23:42
by gugguson
Ég keypti mér seint á síðasta ári körfu til að hafa ofaní pottinum. Pælingin var alltaf að hafa poka í körfunni en síðan er ég búinn að lesa um að maður lendi í vanda með circulation vegna þess að götin á fötunni eru ekki nægilega stór og mörg til að það geti lekið úr pokanum jafn hratt og hringrásin.

Mér datt því í hug hvort það væri ekki sniðugt að saga 4 stór göt úr hliðunum og tvö stór úr botninum þannig að eftir standi grind og setja síðan 20 mesh net innaná í hring og annað í botninn. Hvernig líst ykkur á þessa útfærslu?

Spurningin er hvort það sé mikið mál að saga úr svona körfu fyrir fyrirtæki eins og Ísloft (þetta er að ég held 0.6mm þykkt stál)? Ég hef enga hugmynd um hvort þeir myndu redda því á 5 mínútum eða hvort þetta er eitthvað gríðarlega erfitt. Mynd þar sem rauðu kassarnir eru þar sem ég myndi láta saga úr.

[img]basket.png[/img]

Ef ég læt þá síðan punktsjóða netið í, er þá hægt með tiltölulega auðveldum hætti að skipta um net eftir einhvern tíma ef það skemmist eða ég vil nota öðruvísi mesh stærð?

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 25. Jan 2013 09:20
by hrafnkell
Ég myndi bara ná mér í slípirokk og saga úr þessu sjálfur. Pússa svo sárin vel svo þau séu ekki beitt. Ég hugsa að það borgi sig að hnoða þetta eins og offi gerði ef þú sérð fram á að skipta um net einhvertíman. Auðvelt að bora þau út, en leiðinlegra með punktsuðuna.

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 25. Jan 2013 12:41
by gugguson
Slípirokkur og hnoðtöng ætti þá að duga til að redda þessu.

En er þetta ekki ágætis lausn að breyta körfunni þannig að hún sé með net?

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 25. Jan 2013 13:13
by hrafnkell
gugguson wrote:Slípirokkur og hnoðtöng ætti þá að duga til að redda þessu.

En er þetta ekki ágætis lausn að breyta körfunni þannig að hún sé með net?

Ekki galið að prófa það allavega. Bara spurning hvort það sé of mjúkt/þunnt í körfunni til að það virki vel..

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 25. Jan 2013 13:17
by gugguson
Ertu að meina að karfan haldi ekki þegar það er búið að saga úr henni?
hrafnkell wrote:
gugguson wrote:Slípirokkur og hnoðtöng ætti þá að duga til að redda þessu.

En er þetta ekki ágætis lausn að breyta körfunni þannig að hún sé með net?

Ekki galið að prófa það allavega. Bara spurning hvort það sé of mjúkt/þunnt í körfunni til að það virki vel..

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 25. Jan 2013 14:31
by hrafnkell
Hún heldur líklega, en spurning hvort hún verði eitthvað illmeðfærileg. Ég veit ekkert um það, bara pæling. Sakar ekki að prófa ef þú ætlar hvorteðer ekkert að nota hana í neitt annað.

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 25. Jan 2013 22:40
by gugguson
Ein kjánaleg spurning: Af hverju að nota hnoðtöng frekar en bara litla bolta og rær? Ef ég skil þetta rétt þá myndi maður nota flatstál öðrum eða báðum megin og þarf að bora gat í það - má þá ekki bara nota bolta og rær eða hefur hnoðtöng eitthvað framyfir?

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 26. Jan 2013 00:03
by hrafnkell
Bara nota það sem þú nennir/vilt nota :)

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 27. Jan 2013 18:17
by offi
Svona er fatan mín úr garði gerð. Kannski engin listasmíð, en gerir sitt gagn:

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 27. Jan 2013 18:37
by bergrisi
Þetta er listasmíð í mínum augum. Virkilega flott

Tekuru að þér að framleiða svona fyrir aðra?

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 27. Jan 2013 19:56
by offi
Hehehe, félagi minn sauð þetta saman... ég sá bara um netalagnir! :D Ég keypti efnið hjá Málmtækni og mér skilst að Ísloft, sem eru þarna rétt hjá, geti soðið þetta með bros á vör. Þeir geta líka valsað flatstálið, svo það verði almennileg gjörð úr!

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 27. Jan 2013 19:58
by gugguson
Virkilega flott. Takk fyrir að sýna þetta.

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 27. Jan 2013 20:01
by gugguson
Netið sem er í botninum, beygist það uppá neðri gjörðina innanfrá?

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 27. Jan 2013 23:39
by offi
Utan á gjörðina, en innan við netið sem ég vafði utan á hana.

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 23. Jun 2013 23:37
by Snordahl
gugguson wrote:Ég keypti mér seint á síðasta ári körfu til að hafa ofaní pottinum. Pælingin var alltaf að hafa poka í körfunni en síðan er ég búinn að lesa um að maður lendi í vanda með circulation vegna þess að götin á fötunni eru ekki nægilega stór og mörg til að það geti lekið úr pokanum jafn hratt og hringrásin.

Mér datt því í hug hvort það væri ekki sniðugt að saga 4 stór göt úr hliðunum og tvö stór úr botninum þannig að eftir standi grind og setja síðan 20 mesh net innaná í hring og annað í botninn. Hvernig líst ykkur á þessa útfærslu?

Spurningin er hvort það sé mikið mál að saga úr svona körfu fyrir fyrirtæki eins og Ísloft (þetta er að ég held 0.6mm þykkt stál)? Ég hef enga hugmynd um hvort þeir myndu redda því á 5 mínútum eða hvort þetta er eitthvað gríðarlega erfitt. Mynd þar sem rauðu kassarnir eru þar sem ég myndi láta saga úr.

Image


Ef ég læt þá síðan punktsjóða netið í, er þá hægt með tiltölulega auðveldum hætti að skipta um net eftir einhvern tíma ef það skemmist eða ég vil nota öðruvísi mesh stærð?
Hvar fékkstu svona körfu?

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 24. Jun 2013 16:57
by gugguson
Ég bantaði hana frá Amazon - er ekki með linkinn eins og er.

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 27. Jun 2013 11:40
by Snordahl
Ég gæti trúað að svona karfa komi sér mjög vel fyrir BIAB og sértaklega þegar maður er einn að brugga.

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Posted: 27. Jun 2013 12:59
by hrafnkell
Þetta kallast turkey basket. Nóg til af þessu á amazon.