Page 2 of 3

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 20. May 2012 00:33
by karlp
There's actually nothing I can see at present about membership period and rates.

As siggi has put forward, I'd like to see the membership period be the calendar year, rather than aðalfundur to aðalfundur. I'd also like to see that people who join in the second part of the year pay a 60% rate. Too many people want to just, "wait til the next period starts"

Seeing as there's nothing in the current laws about membership period anyway, should this be a lagabreyting tillögun? Or is this something that the treasurer can simply declare?

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 20. May 2012 03:05
by helgibelgi
hmm nú er ég aftur orðinn ruglaður í ríminu. Hvort er eiming stórhættuleg eða ekki?

Mig langar að minnsta kosti að leggja fram þessa tillögu um að liðurinn sem nefndi í 4. grein verði bara fjarlægður. Svo fá menn bara að ræða með og á móti á aðalfundinum :P

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 20. May 2012 11:50
by hrafnkell
karlp wrote:There's actually nothing I can see at present about membership period and rates.

As siggi has put forward, I'd like to see the membership period be the calendar year, rather than aðalfundur to aðalfundur. I'd also like to see that people who join in the second part of the year pay a 60% rate. Too many people want to just, "wait til the next period starts"

Seeing as there's nothing in the current laws about membership period anyway, should this be a lagabreyting tillögun? Or is this something that the treasurer can simply declare?
Sammála.

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 20. May 2012 20:17
by gunnarolis
Að sjálfsögðu átti ég við Metanól í því sem ég skrifaði, það var auðséð útfrá samhenginu.

Höldum umræðu í þessum þræði um aðalfundinn og lagabreytingar. Til þess að hægt sé að sjá þær tillögur að breytingum sem menn vilja gera væri gott ef menn gerðu það með skilvirkari hætti en að fela það inni í texta.

Grein xx sem nú stendur : <Grein>

Verði breytt og standi eftir sem : <Grein>

Eða eins og gert hefur verið, að leggja til að ákveðnir liðir verði fjarlægðir.

Hvað varðar hlutfallslegt gjald, þá væri væntanlega hægt að bæta við greinina um félagsárið og breyta henni, halda þó Aðalfundinum í Maí.

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 22. May 2012 22:40
by kristfin
verður þessi þráður ekki filteraður, eða nýr búinn til þar sem þetta verður súmmerað upp og einungis tillögur frá fullgildum meðlimum teknar til greina?

til gamans má geta þess að erfitt er að breyta 4. grein félagsins, þar sem eimingartilvísunin kemur fram. sú breyting gæti gengið í berhögg við 2. grein og endurskilgreint tilgang félagsins, sem aftur má ekki skv. 8. grein. til að ná þeirri breytingu fram gæti þurft að leggja félagið niður og stofna annað, sumsé ekki fundartækt.

ég skora síðan á félagsmenn að vera ekki að gera breytingar breytinganna vegna -- eins og áður hefur komið fram þá finnst mér við hafa verið alltof breytingaglaðir á síðustu 2 aðalfundum.

skál

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 23. May 2012 19:17
by gunnarolis
Til þess að hægt sé að filtera þennan þráð þá þurfa skýrar tillögur að liggja fyrir. Það getur ekki átt að vera túlkunaratriði stjórnar hvort að menn gerðu lagabreytingatillögur eða ekki.

Hinsvegar skil ég ekki punktinn um breytingar breytinganna vegna. Félagið er ungt og eðlilegt að lögin séu ekki fullkomin í fyrstu tilraunum. Ef það þarf að lagfæra lögin þá þarf að lagfæra lögin. Sama hvort það er einn liður eða hundrað og einn. Hversu margar lagabreytingar eru nógu margar lagabreytingar?

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 23. May 2012 20:32
by sigurdur
gunnarolis wrote:Til þess að hægt sé að filtera þennan þráð þá þurfa skýrar tillögur að liggja fyrir. Það getur ekki átt að vera túlkunaratriði stjórnar hvort að menn gerðu lagabreytingatillögur eða ekki.
Það eru því miður einungis tillögur (frá þér) um hvernig breytingartillögur skulu bornar fram, en engar reglur um slíkt. Það er erfitt að koma slíku á eftir að umræða hefur fengið að vera opin svona lengi reglulaus. Mjög góðar og skýrar reglur samt sem áður. Ég hef áhuga á að vita um skoðun annarra á þessu máli (og helst koma því að það sé krafa um skýra framsetningu eins og þú hefur borið fram).
gunnarolis wrote:Hinsvegar skil ég ekki punktinn um breytingar breytinganna vegna. Félagið er ungt og eðlilegt að lögin séu ekki fullkomin í fyrstu tilraunum. Ef það þarf að lagfæra lögin þá þarf að lagfæra lögin. Sama hvort það er einn liður eða hundrað og einn. Hversu margar lagabreytingar eru nógu margar lagabreytingar?
Sammála.
kristfin wrote:verður þessi þráður ekki filteraður, eða nýr búinn til þar sem þetta verður súmmerað upp og einungis tillögur frá fullgildum meðlimum teknar til greina?
Eða jafnvel að einungis þær tillögur sem koma frá fullgildum meðlimum verði settar á dagskrá aðalfundar af ritara(eða staðgengli).

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 23. May 2012 22:00
by helgibelgi
Ég skil ekki af hverju þið viljið vera svona anal í þessu :P við erum bara lítið áhugamannafélag um bruggun, ekki ríkisstjórn heimsins lol

Það er lítið mál fyrir hvern sem er að renna yfir þennan þráð og skrifa hjá sér þær tillögur sem koma frá gildum meðlimum. Þær þurfa líka ekkert að vera nákvæmlega eins orðaðar á blaði og kom fram í þræðinum því að félaginn mun þá bara segja nákvæmlega hvað hann meinar og á hvaða veg hann vill sjá breytingu á aðalfundinum sjálfum. (þeas túlkun þess sem tekur þetta saman breytir litlu)

langaði bara að segja þetta. Megið alveg skamma mig fyrir það, tek því ekkert illa :)

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 24. May 2012 15:43
by gunnarolis
Það er rétt Sigurður, ég er einungis að bera fram tillögu um hvernig þessu skal háttað. Ef það ætti að geirnegla þetta þyrfti að skrifa um það í lögum (sem væri óeðlilegt). Það sem ég var að reyna að segja er það, að það væri leiðinlegt ef einhver kæmi á aðalfund og síðar kæmi í ljós að breytingatillaga sem hann hafi borið fram hefði farið framhjá stjórninni vegna framsetningar. Ég mun reyna að fara í gegnum þráðinn og taka breytingatillögurnar saman eins vel og ég get.

Þessu svari er beint að þér Helgi: Alveg sama þó að það væru bara 2 meðlimir í félaginu þá mundi það ekki skipta máli. Félagið er búið að setja sér lög og ákveða að starfa eftir þeim lögum. Ef að við ætluðum ekki að starfa eftir lögum eða taka okkur alvarlega, þá hefðum við ekki sett okkur lög í upphafi. Þér er frjálst að hafa á lögunum þær skoðanir sem þér hentar, en þau voru sett og því verður að fara eftir þeim.

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 24. May 2012 17:02
by helgibelgi
gunnarolis wrote:Þessu svari er beint að þér Helgi: Alveg sama þó að það væru bara 2 meðlimir í félaginu þá mundi það ekki skipta máli. Félagið er búið að setja sér lög og ákveða að starfa eftir þeim lögum. Ef að við ætluðum ekki að starfa eftir lögum eða taka okkur alvarlega, þá hefðum við ekki sett okkur lög í upphafi. Þér er frjálst að hafa á lögunum þær skoðanir sem þér hentar, en þau voru sett og því verður að fara eftir þeim.
Gunnar, ég bara skil ekkert af hverju þú beinir þessu að mér :| Ég var ekkert að tala um að fara ekki eftir lögum félagsins. Mér fannst bara skrítin umræðan um hvernig þið vilduð að fólk kæmi með lagabreytingatillögur. Það stendur ekkert um það í lögunum hvernig þær skuli vera settar fram hérna í þessum þræði fyrir utan að koma með þær fyrir ákveðna dagsetningu. Það er það eina sem ég var að pæla í sko :)

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 31. May 2012 16:36
by gunnarolis
Hér eru þær lagabreytingatillögur sem komu upp í þræðinum hreinskrifaðar og settar upp í skjal.

Góða skemmtun á fundinum í kvöld.

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 31. May 2012 16:56
by hrafnkell
Ég veit ekki hvort ég komist, strákurinn minn á afmæli í dag og ég hélt að fundurinn væri kl 20, ekki 18 :|

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 31. May 2012 17:23
by viddi
Til hamingju með hann Hrafnkell. Stelpan mín á einmitt líka afmæli í dag svo ég kemst heldur ekki.

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 31. May 2012 17:25
by bergrisi
Ég er mættur. Fékk far snemma og drekk kex special.

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 31. May 2012 21:44
by hrafnkell
Hvernig endaði þetta svo? Sitja menn enn að sumbli?

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 31. May 2012 22:32
by Classic
Menn eru greinilega að taka litla-föstudag með trompi eftir fundinn :sing:

Re: Aðalfundur Fágunar 201

Posted: 31. May 2012 23:20
by bergrisi
Ég mætti á góðan fund. Það var fámennt en virkilega góðmennt. Hvassar umræður voru um lagabreytingar þar sem menn gengu út af fundi og skelltu huðum. Fagmenn náðu að sjatla málum og í lokin voru allir vinir. Menn gerðu góðum bjórum skil á fundinum.

Að öllu gríni slepptu þá var vel drukkið og mikið rætt. Virkilega gaman. Ný stjórn kemur örugglega með góðar upplýsingar.

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 1. Jun 2012 17:05
by Feðgar
Ég komst því miður ekki þar sem ég er á og er búinn að vera á dúndrandi yfirvinnukúr.

Svolítið sárt vegna þess að mig langaði virkilega til að koma.

Verður gaman að sjá hver lengingin varð varðandi þessar heitu lagaumræður.

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 2. Jun 2012 17:14
by Idle
Er engra frétta að vænta af fundarhöldum fyrir þau sem ekki gátu mætt? ;)

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 4. Jun 2012 18:57
by bergrisi
Ég átti von á því að ný stjórn myndi kynna sig en man núna að nýkjörinn ritari og fyrrverandi gjaldkeri Fágunar hann Úlfar fór svo til beint eftir fund í vinnuferð. Úlfar var duglegur að punkta allt hjá sér og kemur örugglega með nánari fréttir af fundinum.

Leiðrétting
Halldór Ægir Halldórsson er áfram formaður.
Úlfar Linnet færði sig úr gjaldkerastöðunni yfir í ritarastöðu.
Óttar Örn Sigurbergsson tekur við sem gjaldkeri.


Tvö embætti eru fyrir utan stjórn en Kalli er áfram skoðunarmaður reikninga og ég sjálfur umsjónamaður heimasíðu.

Lagabreytingar sem voru flestar samþykktar nema að árið reiknast áfram frá aðalfundi til aðalfunds. Við vildum útfæra það betur áður en því yrði breytt.

Vonandi er þetta allt rétt munað hjá mér.

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 4. Jun 2012 21:52
by hrafnkell
Fínt yfirlit, ég var orðinn óþolinmóður að frétta ekkert af fundinum :)

Hvernig var mætingin? Jafn slök og í fyrra?

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 4. Jun 2012 23:37
by bergrisi
Ásamt nýjum stjórnarmönnum þá voru ég og Sigurður mættir og svo kom Kalli klukkan átta. Hann ásamt mörgum öðrum hélt að þetta væri klukkan átta. Ég held að við verðum að hamra all hressilega á því fyrir næsta aðalfund að hann byrji klukkan sex.

Svo bættist einn nýr í félagið sem er nýfluttur heim frá Kanada. Hann kynnir sig vonandi hér inni. Eins og sést þá var fámennt en góðmennt. Drukkum Kex special sem er víst sama og Viking sumaröl. Einnig fór eitthvað af stout og pale ale ofan í okkur.

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 5. Jun 2012 14:30
by gunnarolis
Má til með að leiðrétta þetta.

Tvö fyrstu embættin eru rétt hjá Rúnari.

Halldór Ægir Halldórsson er áfram formaður.
Úlfar Linnet færði sig úr gjaldkerastöðunni yfir í ritarastöðu.
Óttar Örn Sigurbergsson tekur við sem gjaldkeri.

Óttar ætti að vera mönnum að góðu kunnur, hefur tekið eitthvað þátt í starfi félagsins og er búinn að brugga með Plimmó hópnum að ég held frá upphafi.

Ég óska nýrri stjórn velfarnaðar í starfinu sem framundan er á árinu, vonandi verður það bara ennþá betra en núliðið félagsár.

Vandamálin með það að breyta greiðslutilhöguninni er auðvitað það, að þá kemur inn annaðhvort eitt extra stutt eða eitt extra langt félagsár. Það dæmi þyrfti sennilega að útfæra, en þær útfærslur komu ekki inn sem breytingatillögur að lögum (enda voru tillögurnar fyrir þeim breytingum eiginlega meira tillögur að tillögum en tillögur í sjálfusér).

Ef einhverjum tekst að búa til setningu sem inniheldur tillögur oftar skal ég greiða þeim hinum sama einn bjór.

[edit:typo]

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 5. Jun 2012 15:02
by bergrisi
Takk fyrir þetta.

Mig grunaði að ég væri með nafnið vitlaust en mér var lífsins ómögulegt að rifja það upp. Er sennilega ómanngleggsti maður í heimi.

Mér fannst líka alveg kominn tími til að einhverjar upplýsingar kæmu um fundinn svo ég setti inn þó svo eitthvað væri ekki alveg rétt hjá mér.

Ég vil biðja Óttar innilegar afsökunar en einstaklega skemmtilegt var að drekka gæða bjór í hans félagsskap.

En þær tillögur sem bárust og sem voru tillögur að tillögum frekar en eiginlegar tillögur í sjálfum sér voru ræddar og viðbótar tillögur komu og voru þær tillögur einnig ræddar þar til tillaga kom um að geyma þessa tillögur. (svona fyrst áskorunin kom)

Re: Aðalfundur Fágunar 2012

Posted: 5. Jun 2012 16:01
by hrafnkell
tillögur.is.

Það er frábært að fá gott fólk í félagsstörfin, oft er tómt vesen að fá fólk til að taka svona störf að sér. Kudos til ykkar :)