Page 2 of 5
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 3. Feb 2012 23:58
by tolvunord
Dapur venjulegur Víking... þarf að fara að setja á flöskur

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 4. Feb 2012 00:15
by bergrisi
American Pale Ale sem ég gerði 1-11-11 og fór hann á flöskur 28-11-11. Í grunninn er þetta uppskriftin af Bee Cave af Brew.is en Celia og Brewers Gold humlar í restina í staðinn fyrir cascade.
Endaði sem 5,5%
Ljúfur, mildur og er búinn að eldast flott. Tók reyndar ekki mynd af glasinu en hann er orðinn fallega tær.
Hann verður aftur í glasi á morgun enda lagerinn orðinn fátæklegur.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 4. Feb 2012 21:02
by Benni
akkurat núna er það hunangs Bee Cave
basicly bara hin venjulega bee cave uppskrift þar sem ég set 450ml af hunangi síðustu mínoturnar í suðuna
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 4. Feb 2012 23:12
by sigurdur
Benni wrote:akkurat núna er það hunangs Bee Cave
basicly bara hin venjulega bee cave uppskrift þar sem ég set 450ml af hunangi síðustu mínoturnar í suðuna
Er mikill munur á þessum m.v. venjulega bee cave?
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 4. Feb 2012 23:22
by Benni
sigurdur wrote:Benni wrote:akkurat núna er það hunangs Bee Cave
basicly bara hin venjulega bee cave uppskrift þar sem ég set 450ml af hunangi síðustu mínoturnar í suðuna
Er mikill munur á þessum m.v. venjulega bee cave?
fynnst ég fynna fyrir aðeins minni beyskju og meiri fyllingu, hunangið gefur örlítinn keim en er samt í algjöru aukahlutverki
ABV hækkar síðan nátturlega örlítið, uppí 6.2% í þessu tilfelli
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 4. Feb 2012 23:54
by bergrisi
Eins og ég sagði í gær. Þá er það sama í dag og var í gær. Er að plana næstu skref í Beersmith og er þá gott að hafa einn heimalagaðan sér við hönd.
Eru einhverjar hugmyndir af góðum bjór?
Er búinn að gera td.
Af Brew.is
Bee cave
Tri-centennial
Hafra stout
Af Fágun.is
Brúðkaups öl
JZ bohemina Pilsner
Er búinn að gera margar útgáfur af American Pale Ale og er nú opinn fyrir öllu.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 5. Feb 2012 00:13
by sigurdur
Ég er sjálfur að taka bjóra upp úr Brewing Classic Styles.
Ég gerði IPA fyrr í vikunni og var að gera Wit í dag.
Ég mun gera American Amber Ale vonandi í nk. viku. (West Coast Blaster)
Næsti bjór sem verður bruggaður eftir það er (vonandi) Czech Pils.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 5. Feb 2012 00:19
by bergrisi
Takk.
Tveir bjórar sem ég hef ekki gert.
Væri til í að gera þessa tvo sem þú minnist á og svo einn jólabjór og einn reyktan líkt og Gunnar kom með í heimsóknina í Borg Brugghús. Langar að láta tvo eldast vel fram að jólum.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 6. Feb 2012 12:54
by halldor
sigurdur wrote:Ég er sjálfur að taka bjóra upp úr Brewing Classic Styles.
Ég gerði IPA fyrr í vikunni og var að gera Wit í dag.
Ég mun gera American Amber Ale vonandi í nk. viku. (West Coast Blaster)
Næsti bjór sem verður bruggaður eftir það er (vonandi) Czech Pils.
Var einmitt að fá mér Brewing Classic Styles og hlakka til að fara að prófa einhverja nýja stíla

Ég hef heyrt að þetta séu mjög fínar uppskriftir og auðvitað er ekkert mál að breyta einhverju smáræði hér og þar ef maður vill gera þær að sínum eigin.
Ég hlakka til að smakka þennan Wit á einhverjum mánudagsfundinum.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 6. Feb 2012 14:53
by sigurdur
halldor wrote:sigurdur wrote:Ég er sjálfur að taka bjóra upp úr Brewing Classic Styles.
Ég gerði IPA fyrr í vikunni og var að gera Wit í dag.
Ég mun gera American Amber Ale vonandi í nk. viku. (West Coast Blaster)
Næsti bjór sem verður bruggaður eftir það er (vonandi) Czech Pils.
Var einmitt að fá mér Brewing Classic Styles og hlakka til að fara að prófa einhverja nýja stíla

Ég hef heyrt að þetta séu mjög fínar uppskriftir og auðvitað er ekkert mál að breyta einhverju smáræði hér og þar ef maður vill gera þær að sínum eigin.
Ég hlakka til að smakka þennan Wit á einhverjum mánudagsfundinum.
Ertu Witlaus í Wit?

Ég mun trúlega koma með hann á Mars fundinum.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 7. Feb 2012 18:24
by gunnarolis
/ontopic
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 10. Feb 2012 22:29
by atax1c
Er að sötra Guinness úr dós núna, ánægður bara. Maður verður að stefna á alvöru stout krana í framtíðinni.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 11. Feb 2012 01:21
by Classic
Viking jólabock frá 2010. Eldist alveg ágætlega blessaður

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 11. Feb 2012 21:36
by Feðgar
Wychwood Scarecrow Pale Ale
Bara fínasti APA
Cöttar vel í gegnum ógeðið úr snakkinu og frúnni líkar hann líka vel
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 11. Feb 2012 23:58
by bergrisi
Þetta er skemmtilegur þráður.
Nú er ég með í glasi bjór sem ég kalla "humlablanda 2". Þetta eru kornin sem notuð eru í bjórinn frá Brew.is en aðeins leikið sé með humlana. Endaði 5,5%
Í staðinn fyrir Cascade þá var ég með Brewers gold, Cascade og Celia
25 gr. Cascade í 60 mín
20 gr. Cascade í 30 mín
18 gr. Brewers Gold í 15 mín
15 gr. Brewers Gold í 10
16 gr. Celeia í 5 mín.
Bruggaður 1-11-2011 og fór í flöskur 28-11-2011. Var geymdur við stofuhita í tvær vikur og svo í 12 gráðu geymslu í mánuð. Búinn að vera í ísskáp í rúmar 3 vikur.
Virkileg mildur APA, en ég mun ekki gera hann aftur. Engin bylting. Svo er þetta eini bjórinn sem ég á eftir og er kominn með smá leið á honum. Finnst meira gaman að gera nýjar uppskriftir í hvert sinn.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 14. Feb 2012 21:16
by Feðgar
Sabor Authentico Stout Super Bock
Hvernig er það, er þetta Stout eða einhverskonar Bock.
Alveg ringlaður í hring yfir þessu sko.
Fínn bjór samt

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 14. Feb 2012 21:30
by gunnarolis
Þetta er Stout. Brandið heitir Super Bock.
COMMERCIAL DESCRIPTION
Bottle; Pasteurised.
Ingredients: Pale, Caramel, and Chocolate malt; Sugar; Colour -E150C; Hops.
Launched in 2003.
"Super Bock Stout is a black beer, produced from special malts which give it a distinct flavour and aroma, and a long-lasting creamy head. It differs from the other black beers on the market because it is richer in extract, more full-bodied and with a more complex (almost fruity), not-so-roasted taste and aroma."
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 14. Feb 2012 22:29
by Feðgar
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 7. Mar 2012 22:53
by bergrisi
Tek það fram að ég er í vaktarvinnu svo núna var loksins tími til að prufa það sem er í þróun.
Búinn að smakka Bohemian Pilsner frá Jamil sem fór á flöskur fyrir tæpum mánuði og hann stefnir í að verða frábær lagerbjór. Stefni á að fá mína hreinskilnu félga í heimsókn eftir mánuð að smakka. Viss um að hann stendur undir væntingum.
Afgangsbjórinn sem ég nefni hér annarstaðar er að koma skemmtilega út. Mildur Ale með lítillri beyskju. Væri til í að gera hann aftur en með aðeins öðruvísi humlauppbyggingu.
Herra Einfaldur sem er International Pilsner er að koma á óvart. Er SMASH bjór og allir humlar í upphafi suðu. Vantar smá uppá aroma og bæti það næst.
Annars er það Hafra-porterinn frá Brew.is sem er að fylgja mér núna inní kvöldið og ég verð að segja að þetta er besti bjór sem ég hef gert. Alger unun.
Áður en ég byrjaði í þessu hobbyi þá var ég ekki að fíla svona dökka bjóra nema Guiness en þessi er toppur.
ps. Hrafnkell hvenær áttu í þessa uppskrift aftur?
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 7. Mar 2012 23:44
by Dabby
Gaman að lesa þetta, ég er enmitt með hafra porter að gerjast. Hann fer á flöskur fljótlega eftir helgi.
Annars er ég að drekka bee cave af Brew. Hann er búinn að vera pínu ævintýri, fór á flöskur á þriðjudag fyrir viku og ég er búinn að smakka hann daglega síðan á föstudag. Þá var hann orðinn kolsýrður, en þar er mjög gaman að fylgjast með honum þroskast. Núna eftir 8 daga á flöskum er hann orðinn mjög fínn, en það var bara fyrsta kvöldið sem mér fannst hann virkilega vanta eitthvað upp á bragð. Allavega eru 4 flöskur búnar að renna ljúft niður í kvöld meðan ég las um heimabrunnun á þýsku
http://www.selber-bier-brauen.de/
Það er gaman að lesa hvað þeir nota frábrugnar aðferðir frá því sem ég hef lesið hér á Fágun... líklega margar ástæður fyrir því.
Svo er á þessari síðu merkilega lítil áhersla á hreinlæti, svona miðað við hvað maður sér hér... enda gat fólk bruggað í þúsundir ára án þess að skilja hugtakið hreinlæti.
Ég er almennt hrifinn af þýskum bjór og stefnan er að bæta bruggbúnaðinn þannig að það verði ekki stórmál að fylgja þýsku uppskriftunum sem yfirleitt eru með flóknari meskingu en uppskriftir sem ég hef séð hér. (hitasýring og falskur botn er það sem mig vantar, margir hér hafa það en það er erfitt að vera með þrepameskingu án þess)
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 8. Mar 2012 09:36
by helgibelgi
Hérna var ég að fá mér IPA sem ég gerði. Stefni á að gera hann aftur en jafnframt breyta humlaprófílnum smá.

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 8. Mar 2012 09:40
by hrafnkell
Ég fæ sendingu af korni eftir viku, þá á ég allt í hafra porterinn og alla aðra bjóra sem ég er með á síðunni.
Re: Hvað er í glasi?
Posted: 9. Mar 2012 22:50
by Feðgar
Yummy

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 9. Mar 2012 22:53
by Classic
Er með einn svona á standbæ fyrir teiti annað kvöld. Í kvöld er það Fimmta stjarnan - Hátíðaröl. Djöfull er hann orðinn góður eftir aðeins tvær vikur á flöskum. Maður fer að hafa áhyggjur af því að þurfa jafnvel að henda í þriðja skammt til að eiga rétta drykkinn þegar boltinn fer að rúlla í maí

Re: Hvað er í glasi?
Posted: 9. Mar 2012 23:08
by bergrisi
Góðar fréttir Hrafnkell.
Í glasi núna er Afgangurinn. Hann verður betri á hverjum degi. Svo ég er búinn að taka út einn Hafra-porter og vill hafa hann um 8-10 gráður. Það væri betra að geyma hann lengur en get ekki haldið mig frá honum.