Page 2 of 2
Re: Brúðkaupsöl
Posted: 20. Jul 2011 00:18
by kiddii
Takk fyrir svörin, hafði þó ekki hugsað mér að setja kalt vatn í bala og láta þar við sitja heldur hafa stöðuga kælingu á vatninu með einhverjum hætti.
Re: Brúðkaupsöl
Posted: 6. Mar 2012 22:26
by gugguson
Við Margrét ætlum að henda í þennan fljótlega þar sem hún er að fara að gifta sig í sumar.
Hefur uppskriftin eitthvað þróast eða er hún eins og Úlfar lagði upp með í byrjun þessa þráðar? Á einhver Beersmith 2 skrá fyrir bjórinn svo maður geti skalað hann að tækjunum?

Re: Brúðkaupsöl
Posted: 6. Mar 2012 23:06
by bergrisi
Þessi er að fara á flöskur hjá mér fyrir helgi. Búinn að vera rúmar tvær vikur að gerjast.
Ég er með Beersmith 2.0 og get látið þig fá hann eins og ég setti hann inn ef það hjálpar eitthvað.
Mig minnir að minn sé eins og upprunalega uppskriftin.
Ég er á næturvakt núna en get sent þér þetta á morgun.
Re: Brúðkaupsöl
Posted: 7. Mar 2012 23:48
by gugguson
Ég myndi þiggja skrána ef þú hefur tíma.
Hvernig er með Hafra porterinn, fékkstu mikinn haus á bjórinn? Hann virðist missa allan haus hjá mér nánast eftir að ég helli honum í glas.
Re: Brúðkaupsöl
Posted: 8. Mar 2012 00:17
by bergrisi
Fínn haus. Er að virka voðalega flottur. Ég helli alltaf með glasið lóðrétt. Sá það í einhverri heimildarmynd að þá kemur betri froða og það er að virka fínt. Minn porter er fínn.
Sendi skránna á þig á eftir.
Re: Brúðkaupsöl
Posted: 8. Mar 2012 00:34
by bergrisi
Vonandi hjálpar þetta. Ef þú vilt þetta á öðru formati þá láttu mig vita.
Re: Brúðkaupsöl
Posted: 8. Mar 2012 11:20
by gugguson
Takk fyrir þetta.
Mættir exporta þessu í .bsmx í beersmith og senda mér ef þú getur.
Takk aftur.
Re: Brúðkaupsöl
Posted: 2. Jul 2012 21:40
by Dabby
Ég ætla að nota þessa uppskrift, en á ekki Caramunich, er að hugsa um að nota Caramunich II í staðin. Geri ráð fyrir að það gefi fallega koparlitan bjór. Er þetta kanski slæm hugmynd eða ætti ég að minka caramunich magnið?
Re: Brúðkaupsöl
Posted: 2. Jul 2012 21:48
by hrafnkell
Dabby wrote:Ég ætla að nota þessa uppskrift, en á ekki Caramunich, er að hugsa um að nota Caramunich II í staðin. Geri ráð fyrir að það gefi fallega koparlitan bjór. Er þetta kanski slæm hugmynd eða ætti ég að minka caramunich magnið?
Ég hef alltaf notað caramunich ii í þessa uppskrift... Og farið eftir magninu. Það hefur komið vel út

Re: Brúðkaupsöl
Posted: 8. Jul 2013 11:10
by BaldurKn
Ég verð að hrósa þessum bjór hérna.
Prófaði hann í nýjum potti sem ég var að fá mér og Hrafnkell var mjög hjálpsamur í korn-skortinum hans að selja mér akkúrat í eina uppskrift af Brúðkaupsölinu þínu Úlfar og við hreinlega slefum af hrifningu yfir þessum bjór. Fer fljótlega að setja í nýja lögn þar sem hann gengur hratt út.
Vel gert og þú ert greinilega vel giftur

Re: Brúðkaupsöl
Posted: 8. Feb 2014 20:32
by Plammi
Finnst þetta vera rétti þráðurinn fyrir þessa spurningu:
Hvað eru þið að reikna með miklum bjór í sirka 100 manna brúðakaup? (það verður einnig annað áfengi í boði)
Re: Brúðkaupsöl
Posted: 9. Feb 2014 21:09
by hrafnkell
Ég bruggaði fyrir ~100 manna brúðkaup félaga míns seinasta sumar, kom með 3 kúta og þeir kláruðust um miðnætti. Ég hugsa að 80-100 lítrar hefðu verið nóg. Þar snerti enginn keypta bjórinn fyrr en bruggið var búið. Ég bruggaði bee cave og zombie dust klón. Þar drakk stór meirihluta gesta. Ég hugsa að brúðkaup með mikið af gömlum frænkum og ömmum þá væri þetta eitthvað minna.
Þar var líka boðið upp á vín og sterkt, en enginn matur (bara standandi matur, fingramatur)
Re: Brúðkaupsöl
Posted: 10. Feb 2014 08:32
by Eyvindur
Þú átt öðruvísi ömmur og frænkur en ég.
Re: Brúðkaupsöl
Posted: 10. Feb 2014 08:53
by Plammi
takk fyrir þetta, nú er það bara að koma sér upp kútakerfi...
Re: Brúðkaupsöl
Posted: 10. Feb 2014 10:56
by Eyvindur
Á einhverri veislusíðu sá ég mælt með 1-1,5l á mann af bjór.