Page 2 of 2
Re: Beer Gun
Posted: 2. Apr 2011 09:15
by bcool
Ég lánaði Hrafnkelli eina byssu um síðustu helgi en veit ekki hvort að hann hefur prufað að setja í flöskur ennþá....allavega þá getið þið skoðað þetta hjá honum ef að þið hafið áhuga á þessu.....hann kannski fræðir okkur um það hvernig þetta er að virka....?
Re: Beer Gun
Posted: 2. Apr 2011 13:12
by hrafnkell
Ég er með byssuna en er ekki búinn að koma mér útí barka og kaupa smotterí sem ég þarf til að tengja þetta við græjurnar mínar. Vonandi í næstu viku.
Re: Beer Gun
Posted: 23. May 2011 14:33
by andrimar
Hvernig fór með þetta ævintýri?
Re: Beer Gun
Posted: 23. May 2011 21:42
by bcool
andrimar wrote:Hvernig fór með þetta ævintýri?
Þetta ævintýri er alveg að virka vel....Það eru bara svo margir efasemdarmenn þarna úti sem að eru hræddir við að prufa en það er þeirra mál......Allavega hef ég ekki lent í neinu vesini með þetta og mun ekki nota neitt annað við að færa yfir á flöskur.....
Re: Beer Gun
Posted: 24. May 2011 11:11
by andrimar
Frábært að heyra, ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þarf bara að redda mér kútum og þess lags fyrst. Gott að vita af þessu

Re: Beer Gun
Posted: 24. May 2011 14:36
by helgibelgi
Vá ég var einmitt að pæla í svona tæki.
Geturðu sagt mér hvernig þetta virkar nákvæmlega? (svona útskýring "for dummy")
Ég er til í að kaupa svona af þér
Re: Beer Gun
Posted: 24. May 2011 18:37
by bcool
Þetta virkar þannig að eftir að mjöðurinn er orðin kolsýrður þá tengirðu bjórlögnina í kútinn og í byssuna...Kolsýran er tekin út úr lögninni með té og tengd í byssuna síðan stillirðu þrýstijafnarann á 2-4 psi það er mismikið eftir jafnara sem að er notaður...byrjar á því að halla flöskunni og blæðir kolsýru inná í 4 sek en með því ertu að rekja allt súrefni út....ýtir því næst byssunni niður og fer þá mjöðurinn að flæða þegar hann er komin uppfyrir botnlokann þá rétturðu flöskuna við og skilur eftir ca 2cm og setur því næst tappann á....
Hér er linkur....
http://www.youtube.com/watch?v=-32bYTrb_HU
Re: Beer Gun
Posted: 24. May 2011 19:43
by sigurdur
Ertu með mjöð?
Re: Beer Gun
Posted: 24. May 2011 22:40
by bcool
Nei er með bjór
Re: Beer Gun
Posted: 1. Jun 2011 00:30
by noname
allt í lagi að nota klór á 316 og 304 ryðfrítt
Re: Beer Gun
Posted: 1. Jun 2011 10:05
by gunnarolis
Það er allt í lagi já, en stálið verður skýjað með tímanum.