Page 2 of 2

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 12:40
by kristfin
ég var með 3 svona kassa sem notaði til að þrífa, sótthreinsa og átappa. núna er ég búinn að breyta 2 í hydroponic gróðurhús.
ég á 1 kassa eftir sem ég var búinn að bora út, en núna er ég búinn að skipta yfir í smellutappa flöskur eins og grols, og þá eru götin of lítil, duh. þannig að einhver reddar sér svona kassa er ég tilbúinn til að skipta :)

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 14:36
by halldor
kristfin wrote:ég var með 3 svona kassa sem notaði til að þrífa, sótthreinsa og átappa. núna er ég búinn að breyta 2 í hydroponic gróðurhús.
ég á 1 kassa eftir sem ég var búinn að bora út, en núna er ég búinn að skipta yfir í smellutappa flöskur eins og grols, og þá eru götin of lítil, duh. þannig að einhver reddar sér svona kassa er ég tilbúinn til að skipta :)
Póstaðu endilega mynd af þessum kassa. Við erum með nokkrar mismunandi týpur af kössum og værum ef til vill til í skipti ef okkar kassar henta þér.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 21:39
by Stebbi
kristfin wrote:ég var með 3 svona kassa sem notaði til að þrífa, sótthreinsa og átappa. núna er ég búinn að breyta 2 í hydroponic gróðurhús.
ég á 1 kassa eftir sem ég var búinn að bora út, en núna er ég búinn að skipta yfir í smellutappa flöskur eins og grols, og þá eru götin of lítil, duh. þannig að einhver reddar sér svona kassa er ég tilbúinn til að skipta :)
Ertu að tala um kassana eins og flestar kjötvinnslur nota, þessa sem er hægt að stafla og leggja ofaní hvorn annan eftir því hvernig maður snýr þeim?

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 21:58
by raggi
Þegar ég hef verið búinn að drekka úr flöskum þá hef ég þrifið þær vel og látið svo þorna. Sett svo gamla tappan á aftur og sett í geymslu. Dreg þær síðan fram þegar ég tappa á þær aftur, tek tappan af og set þær svo inn í bakarofnin. Stilli á 130°C í 30 mín. Tek þær út og leyfi þeim að kólna svolítið áður en ég tappa á.

Ættu þær ekki að vera steril. ?

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 22:23
by kristfin
þú þarft 100% raka og 125 gráður til að sótthreinsa flöskurnar. 130 í þurru er ekki nóg. það er ekki sniðugt að gera þetta svona. ef hitinn er nægur til að sótthreinsa er hann nægur til að sprengja þær.

miklu betra að skola og þrífa flöskurnar, geyma þær á rykfríum stað og skola þær síðan með joðfór áður en þú notar þær. einfaldara og öruggara

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 23:13
by anton
Ég ákvað að skrifa hérna nákvæmlega hvernig ég geri þetta frá A-Ö. Þetta er samtvinningur af því sem ég hef lesið mér til og séð á netinu.

Ég er með svona heimagert flöskutré (ég ætti eiginlega að pósta mynda af því) sem tekur 60 flöskur.

Svo á ég nokkra bjórkassa úr plasti.

Ég nota 60L síldartunnu tunnu, legg flöskur í 5+ daga í klórvatn í tunnuna og loka vel.

Geri það þannig að ég byrja á að setja bara volgt vatn í tunnuna, og fylli flöskurnar af vatni og set þær ofan í. Að lokum set ég klórin ofan í og loka og hristi og velti tunnunni. Passa að láta fljóta vel yfir allt!!

Ef flöskurnar eru með miða, þá finnst mér best að rífa þá af áður en ég smelli þeim því klórin sér svo um að leysa upp límið svo hægt er að skrúbba það af með svona svampi. Vill benda á að sumar flöskur eiga bara heima í endurvinnslunni eða með miðanum á miða. Mér hefur þótt passlegt að hafa þær í 2 vikur til að ná sem bestum árangri með límið.

Flöskur með miðum úr pappír (la trappe o.fl.) sem ekki eru ál/plasthúðaðar þarf ekki að eiga við, klórvatnið fer í gegnum miðan og leysir hann af á þessum dagafjölda

Ef þær eru miðalausar og verið notaðar aftur má hafa þær í styttri tíma í klórnum, 1 dag örugglega nóg til að éta upp allt lífrænt.

Skrúbba þær svo og helli klórvatninu úr og raða í bjórplastkassana með stútinn upp.

Styrkleiki klórlausnarinnar fer eðlilega eftir því hvað flöskurnar eru óhreinar!

-----
Eftir tiltekinn dagafjölda í klórlausninni.
:loop
Tek slöngu með volgu-heitu vatni og fylli
sný flöskunum við í kössunum og þær tæmast (stútur niður)
Sný flöskunum við aftur (stút upp)
loop 4-5 sinnum

Næ svona u.þ.b. 100 flöskum í tunnuna í einu.

Svo þurrka ég flöskurnar í 1-2 sólahring á flöskutréinu eða/og á hvolfi í björkössunum eftir því hvað ég er með mikið.

Ég pakka og reyni að flokka svo hreinu þurru flöskunum í poka ofan í pappakassa (sömu pokar/kassar og ég geymi bjórinn)

--- þetta að ofan get ég gert þegar ég er í stuði. En ég get líka skolaður út klórlausninni þann dag sem ég er að fara að fylla á.
Það tekur mig svona 1,5 klst að rífa miða af 100 flöskum, m.v. að hluti þeirra sé með pappírsmiðum, 1 klst af skrúbba lím af og svona 1klst að skola 4x. Þannig að miðalausarflöskur er mun fljótlegra að þrífa, duh...


Áfyllingardagur.

Síð sykurvatn og set í kalt bað í lokuðum potti til að ná stofuhita.

Raða í bjórkassana með stútinn upp rúmlega þeim fjölda flaskna sem ég þarf (3 kassar u.þ.b. 75)
Fylli flöskur með heitu vatni og skola yfir kassana vel.
Sný við og tæmi.
Sný við og stútinn upp.
Fylli með joðófór skolfrí-lausn allar flöskurnar upp í topp og úða yfir stútana

Smelli áætluðum fjölda tappa í box með skolfri-joðófór lausn.

Nú geymi eg flöskurnar og tappana svona meðan ég hiverta bjórnum í sótthreinsaða áfyllingarfötuna yfir kælt sykurvatnið.

Hef lok á áfyllingarfötunni, sem er með krana og litlu gati á lokinu þar sem ég er með filter yfir (grisju) svo örugglega ekkert getið fallið ofaní.

Tæmi svo joðófór úr flöskunum á einum kassanum (24stk). Það passar að taka tvær flöskur upp í einu, helli yfir hálsinn og stútinn á hvor annari og tæmi alveg, hristi þær á hvolfi, held bara um hálsinn.

Set flöskuna, nú vel sótthreinsaðar, aftur í bjórkassan, með stútinn upp

Fylli svo á þessar 24 sótthreinsuðu ofan í bjórkassanum.

Ef ég er með aðstoðarmann tekur hann þennan bjórkassa uppá borð og smellir töppum á flöskurnar í áfyllingarröð meðan ég endurtek næsta kassa - ananrs tappa ég og fer svo í næsta kassa...

Set átappaðan bjórinn í pappakassana með plastpokunum og svona "sixpack holder" undan skjálfta og set í pappakassan og ofan í plastpokanum og raða flöskunum í jafnóðum. Þá er bjórinn í poka, ef eitthvað skildi leka, og í brúnum pappakassa sem heldur aðeins aftur af hitaflökti og blokkerar dagsbirtuna

Svo er það erfiðasta eftir. Bíða.

Og svo það skemmtilegasta, í lokin :beer:




-- n.b. þetta er örugglega ekki eina rétta leiðin og eflaust hægt að betrumbæta, en fyrir mér er nr1 priority að hafa allt hreint og sótthreinsað og tilbúið svo að áfyllingarferlið sjálft taki sem skemmstan tíma. Því er gott að hafa aðstoðarmann á tappavélinni.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 23:31
by viddi
Þetta finnst mér flott yfirlit. Mun pottþétt hafa fjölmargt þarna í huga þegar ég tappa í framtíðinni. Takk Anton!

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 23:41
by sigurdur
Þetta er heljarinnar ferli hjá þér anton..

Mitt ferli er bara eftirfarandi:
Á átöppunardag, þá á ég nóg af hreinum flöskum, sem eru mis miðalausar (eftir hversu latur ég hef verið).
1. Ég sótthreinsa flöskutréð með því að spreyja það vel með joðófórupplausn.
2. Ég tek allar flöskurnar og raða þeim upp á borð, við hliðina á vaskinum og buna svo í þær köldu vatni með "water blasterinum".
3. Svo læt ég leka úr þeim og sótthreinsa svo með joðófórupplausninni og vinatorinum sem að liggur á flöskutrénu.
4. Ég set svo flöskurnar á flöskutréð.
5. Fylli á flöskurnar og set (sótthreinsaða) tappann á, bara lauslega.
6. Ég festi alla tappana á.

Easy as pie, er vanalega undir 2 tímum með allt ferlið fyrir ~20-25 lítra.

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 20. Jan 2011 23:54
by anton
Jámm. Maðu er enga stund, ef að maður á hreinar flöskur :)

Seinasta áfyllingardagur, 1x20lítrar og 2x26lítrar með þrifum á þrem gerjunartunnum, áfyllingartunnu og öllum tækjum og allar flöskur pakkaðar í kassa og tappar tússaðir/merktir tók einhverja 5-6 tíma, með aðstoðarmann í 2 af 3.

202 flöskur :)

Það var algjör bilting að fá bjórkassana, inn í ferlið, því það er mun einfaldara og fljótlegra að meðhöndla 24 flöskur í einni einingu, heldur en að vera að baxa með flöskurnar lausar útum allt. Það er ein ástæðan fyrir því að ég hætti strax að nota flöskutréið í áfyllingarferlinu. Það tók tíma að raða á það og taka af því og mér er illa við að setja pinnana inn í flöskurnar..á móti kemur að kannski er einhverju brotabroti meira af joðófór í flöskunni, en who gives...

Re: Sótthreinsa keypta tappa

Posted: 21. Jan 2011 12:44
by kristfin
hér er svona kassi eins og ég var að tala um. ég boraði 5x9=45 38mm göt (sami bor og í hraðsuðukatlaelementunum) (minnir mig) í botninn á kassanum. síðan nátturlega nota ég svona kassa til að geyma flöskur og þegar ég er að setja á þær. þá er allt sullið í kassanum og hægt að vinna með 40 flöskur í einu.

þegar ég er búinn að skola hreinar flöskurnar í joðfórnum þá sný ég kassanum við, og læt flöskurnar ofan í götin. hvort sem ég nota síðan flöskurnar þá eða seinna.

þetta eru reyndar 2 kassar, í hlutverki hydroponic gróðurhúss, nota botninn á bláa kassanum til að halda pottunum í næringarríku súrefnismettuðu vatni í rauða kassanum. en þið fattið pælinguna
small-IMAG0017.jpg
hér eru síðan afrakstruinn eftir 2 vikur. rauða plastið er íkea skurðarbretti þar sem gatastærðin var ekki rétt fyrir pottana
small-IMAG0019.jpg