Page 2 of 2
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 25. Jan 2011 15:26
by kristfin
bruggaði stout i gær.
að suðu lokinni, þá dældi ég inn í pottinn í hringiðu í 5 mínútur. dældi síðan í gegnum cfc og ofaní fötuna. tók 5 mínútur að dæla í gegnum cfc og endaði með 30 lítra af 20°c heitum virti.
þegar potturinn var orðinn tómur blasti við fallegur grænn humla kónn í miðjum pottinum, svo hringiðan er svo sannarlega að virka.
ég er mjög sáttur við þessa virkni núna og ætla að ganga frá kerfinu svona til framtíðar
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 25. Jan 2011 15:41
by anton
Já, eða allavega fyrir næstu lögun líka

Kannski taka mynd(ir) næst af hringiðu og cone ?
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 25. Jan 2011 15:58
by kalli
kristfin wrote:bruggaði stout i gær.
að suðu lokinni, þá dældi ég inn í pottinn í hringiðu í 5 mínútur. dældi síðan í gegnum cfc og ofaní fötuna. tók 5 mínútur að dæla í gegnum cfc og endaði með 30 lítra af 20°c heitum virti.
þegar potturinn var orðinn tómur blasti við fallegur grænn humla kónn í miðjum pottinum, svo hringiðan er svo sannarlega að virka.
ég er mjög sáttur við þessa virkni núna og ætla að ganga frá kerfinu svona til framtíðar
Til hamingju með það
Ertu annars ekki með langt hitald í botninum eins og ég? Eyðileggur það ekki humlakóninn?
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 8. Feb 2011 09:12
by kristfin
hér eru video af kerfinu með hringrásarmeskingu.
ölið sem ég er að búa til er amarillo pale ale. suða í 90 mín og aðeins ein humlaviðbót, 200grömm, við 10 mín.
meskingin átti að vera við 65,5.
hitamunurinn í vökvanum þegar hringrás á sér stað, er nær enginn. þeas minna en 0.2 gráður í hitamun milli miðju og vökva í hlið pottsins. þegar ég var ekki með hringrásina, var hitamunurinn 1-3 gráður.
http://www.youtube.com/watch?v=xBND4M2Roxc" onclick="window.open(this.href);return false;
síðan hringiðunin og kælingin.
ég gleymdi að bæta whirlfloc pillunni við og síðan rifnaði pokinn minn þannig að vökvinn var óhreinni °en allajafna. í lokin var ég ekki með eins fallegan "kón" í miðjunni, en ég held að það sé útaf því að það var miklu meira á sveimi í pottinum en venjulega þar sem pokinn rifnaði.
http://www.youtube.com/watch?v=lPkoqvHZYxE" onclick="window.open(this.href);return false;
eg gerði ráð fyrir 80% nýtingu. preboil var 1044 í stað 1049 eins og ég reiknaði með. eftir 45 mínútur í suðu var það 1053. OG var 1059 í stað 1060. það var hinsvegar svo mikið jukk í pottinum að ég skildi meira eftir en venjulega og endaði með 23 lítra í fötuna, í stað 25 eins og ég ætlaði.
Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 9. Feb 2011 01:20
by Squinchy
Virkilega svalt system

Re: sebrew v2.1, CFC og hringiðun
Posted: 23. Apr 2011 22:48
by danieljokuls
Snilldar uppsetning.
Segir meira en 1000orð af fá myndband af virkninni fyrir okkur sem erum á byrjunarreit í þessu fagi.
kv
Daníel