Page 7 of 14
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 14. Apr 2011 23:04
by halldor
hrafnkell wrote:Ný sending af korni og humlum væntanleg í næstu viku
Nýjir humlar:
Citra
Columbus
Nýtt korn
Roasted barley
Gríðarlega spennandi!
Snilld
Ég væri til í að taka kíló af Citra og kíló af Columbus

Gætirðu vacuum pakkað í minni pakkningar?
Svo er lengi búið að vanta Roasted Barley á klakann...
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 15. Apr 2011 08:44
by hrafnkell
Lítið mál að vakúmpakka - hvað þurfa pakkningarnar að vera stórar?
Fyrir þá sem vantar að versla hjá mér í dag þá verð ég því miður eitthvað lítið við. Hringið samt í mig og við finnum einhvern góðan tíma til að hittast.
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 15. Apr 2011 09:35
by atlios
Hvað helduru að hveitimaltið klárist fljótt? Ef það fer fljótt geturu tekið frá fyrir mig 2 kíló?... Ég er nefnilega að fara vestur á ísafjörð á morgun og verð alveg fram yfir páska og kemst ekki í að versla hjá þér í dag

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 15. Apr 2011 09:50
by hrafnkell
atlios wrote:Hvað helduru að hveitimaltið klárist fljótt? Ef það fer fljótt geturu tekið frá fyrir mig 2 kíló?... Ég er nefnilega að fara vestur á ísafjörð á morgun og verð alveg fram yfir páska og kemst ekki í að versla hjá þér í dag

Eg myndi ekki hafa miklar ahyggjur af thvi
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 16. Apr 2011 10:15
by hrafnkell
Eg verd vid a milli 11 og ad verda 13 i dag.
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 23. Apr 2011 22:23
by atax1c
Fékkstu ekki meira pilsner malt ?
http://www.brew.is/oc/Korn/Premium_Pilsner" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 23. Apr 2011 23:12
by hrafnkell
Ég fékk 125kg en það fóru strax nokkrir sekkir og ég er strax dottinn í hallæri með það, á bara rúmlega sekk eftir sem ég ætlaði að halda fyrir sjálfan mig

Það getur samt verið að ég geti reddað meira pilsner malti í næstu viku.
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 24. Apr 2011 01:24
by atax1c
Það væri geggjað, maður þarf að fara að gera hveitibjóra á fullu sem fyrst =)
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 1. May 2011 12:09
by atax1c
Áttu von á pilsner á næstunni ?

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 1. May 2011 14:13
by hrafnkell
atax1c wrote:Áttu von á pilsner á næstunni ?

Ég náði að redda mér nokkrum auka sekkjum, sem ég fæ vonandi í vikunni. Þetta fór óvenjulega fljótt núna - fólk greinilega eitthvað meira að pæla í pilsner sem grunnmalti en ég er vanur

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 1. May 2011 19:10
by gunnarolis
Ef menn eru í miklu stressi með að fá Pilsner malt þá er ég aflögufær um það. Hafið bara samband í EP.
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 18. May 2011 09:48
by hrafnkell
Ég er búinn að fá nokkra sekki af pilsnermalti í viðbót. Einnig bættist við W-34/70 lagerger og joðófór.
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 13. Jun 2011 13:45
by hrafnkell
Ég var að fá helling af geri frá fermentis og danstar. Eitthvað lækkaði í verði, t.d. lagerger frá fermentis. Nóg til af us05, wb06, t58 og öllu hinu
Einnig nóg af whirfloc töflum, á lægra verði en áður.
Og fullt af töppum, í fullt af litum:
Rauður, grænn, blár, appelsínugulur, silfur, svartur, gull, hvítur.
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 13. Jun 2011 16:57
by hrafnkell
Einhverjir hafa verið að spyrja mig út í vigt til að mæla humlaviðbætur og annað... Bætti slíkri við á síðuna hjá mér, 2000kr, sem er auðvitað gjöf en ekki gjald
0.1gr upplausn
http://www.brew.is/oc/Vigt" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 30. Jun 2011 16:25
by hrafnkell
Nú er ég lens á mest allt grunnkorn - en örvæntið eigi, ég fæ góðan slatta af pale ale, pilsner, vienna, hveiti og fleiru eftir 2 vikur.
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 4. Jul 2011 11:42
by hrafnkell
Ég verð í fríi þessa viku (4-10 júlí) og mun ekki geta afgreitt neinar pantanir.
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 13. Jul 2011 14:55
by hrafnkell
1650kg af korni voru að detta í hús. Á núna nóg til af öllu

Fékk Pale Ale, Pilsner, Hveiti, Vienna og CaraHell í sendingunni.
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 17. Aug 2011 15:20
by hrafnkell
Ég var að fá tilboð í stálpotta hjá fastus, með ansi fínum afslætti. Spurning hvort einhverjir myndu vilja kaupa á þessu verði?
31.5 lítrar - 19.000kr
50 lítrar - 28.000kr
98 lítrar - 52.000kr
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 17. Aug 2011 16:45
by gugguson
Hvað með 72 lítra pottinn?
hrafnkell wrote:Ég var að fá tilboð í stálpotta hjá fastus, með ansi fínum afslætti. Spurning hvort einhverjir myndu vilja kaupa á þessu verði?
31.5 lítrar - 19.000kr
50 lítrar - 28.000kr
98 lítrar - 52.000kr
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 17. Aug 2011 16:53
by hrafnkell
gugguson wrote:Hvað með 72 lítra pottinn?
hrafnkell wrote:Ég var að fá tilboð í stálpotta hjá fastus, með ansi fínum afslætti. Spurning hvort einhverjir myndu vilja kaupa á þessu verði?
31.5 lítrar - 19.000kr
50 lítrar - 28.000kr
98 lítrar - 52.000kr
Ætli hann sé ekki einhversstaðar á milli 98 og 50. Ég er ekki með verðið á honum.
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 30. Aug 2011 22:47
by Steinarr
Ég hugsa að við félagarnir værum líklegast til í einn 50L...
en með plastið er eitthvað verra að vera með t.d. 60L plasttunnu eins og þessar frá Saltkaup heldur en að vera með ryðfrían stálpott, er ekki það helsta sem menn taka eftir með plasttunnurnar að þær litast með tíð og tíma?
hvað pottinn varðar að þá var planið að vera með hellu eða element til þess að geta notað hitastýringu með þessu (semsagt er ekki svo spenntur fyrir gasinu). Til þess að þetta gangi nú vel fyrir sig er þá ekki málið að vera með amk 2x2000W element eða 4000W hellu ?
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 31. Aug 2011 01:03
by sigurdur
Ég myndi ekki nota hellu ef þú ætlar að nota plastpott ....
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 31. Aug 2011 09:24
by hrafnkell
Stálpottar endast lengur (endalaust) og eru þægilegri í umgengni, t.d. þrifum og svona.
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 31. Aug 2011 12:08
by Steinarr
sigurdur wrote:Ég myndi ekki nota hellu ef þú ætlar að nota plastpott ....
já ég gerði mér nú grein fyrir því að það gengi ekki saman
Pælingin er plasttunna með elementum eða stálpottur með elementum eða stálpottur á hellu
Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Posted: 31. Aug 2011 13:09
by hrafnkell
Ég ætla að nota element í stálpottinn hjá mér allavega... Það er erfitt og dýrt að finna hellu sem er meira en 2-2500w.