Page 5 of 5

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 22. Jun 2012 21:26
by bergrisi
Flottur, maður þarf að fara að mynda hveitibjórinn. Núna er ég með Faxe Festbock í glasi. Ekki beint sumarlegur. 7 prósent og kolsvartur.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 23. Jun 2012 16:49
by Benni
Flippaði APA í glasi hérna

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 29. Jun 2012 21:18
by sigurdur
Image
La Trappe Bockbier

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 29. Jun 2012 21:24
by Idle
Budweiser Budvar. Nennti ekki einu sinni að hella honum í glas (heitur og erfiður dagur), hvað þá að taka mynd af dósinni.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 29. Jun 2012 22:54
by bergrisi
Hvar?
Hvað er?
Hvað var?
Hvað verður?

Búinn að eyða öllum deginum á pallinum og drekka bjór. Smíðaði sófa í gær úr brettum og naut hans í dag.
Núna í lok dags er þessi létti lager sem ég gerði fyrir tveim mánuðum.
Í dag var það aðalega hvítur sloppur en það er hveitibjórinn frá Brew.is
Fyrst konan er farin að sofa þá getur vel verið að það verði einn eða tveir. Er með Faxe festbock í ískápnum og Carlsberg black gold. Mínir verða geymdir fyrir sólbaðið á morgun.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 17. Aug 2012 00:01
by bjarkith
Image

RauchKölsch Helles sem verður í boði í kútapartýinu, lýtur ekki ljós út hér en það er nú bara vegna lélegra skilyrða við myndatöku.

Svo léttur og ljúfur að versti léttlagersvelgjari gæti þambað hann, en þrátt fyrir það er hann skemmtilega reyktur bæði nefi og bragði.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 17. Aug 2012 14:32
by halldor
Vá hvað ég hlakka til að smakka þennan á morgun :)

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 31. Aug 2012 09:15
by halldor
Þessi var í glasi á mánudaginn... 5 lítra kútur af Schlenkerla Märzen

Image

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 1. Sep 2012 14:25
by Maggi
Sælir,

fór í Barley Wine í fyrsta skipti hér í köben. Keypti nokkra bjóra.
Orval (Belgía), Mikkeller Black (Danmörk), Duchesse de Bourgogne (Belgía), Chimay (Belgía), Imperial Brown Ale (Noregur) og HArdcore IPA (Skotland)

Image

Ég smakkaði Imperial Brown Ale í gærkvöldi. Hann var full rammur að mínu mati fyrir Brown Ale, ég vil hafa þá sætari. 40 IBU stóð á flöskunni.

Orval og Chimay hef ég oft smakkað áður. Orvalinn stendur alltaf fyrir sínu.

Duchesse de Bourgogne smakkaði ég í fyrsta skipti í vikunni. Ef ég man rétt er hann lambic og minn fyrsti lambic sem ég smakkað. Ég fílaði hann, skemmtilega oðruvísi.

Mikkeller Black smakkaði ég fyrir nokkru síðan á Mikkeller bar og líkaði vel. Hann er 17.5 % en ég hefði giskað á ca. 10-12 %.

Harcore IPA hef ég svo ekki smakkað ennþá.

Allir þessir bjórar verða prófaðir í kvöld en ég er með bjórsmökkun heima þar sem við hittumst með nokkra bjóra og gefum hvor öðrum að smakka.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 1. Sep 2012 15:18
by bjarkith
Duchess er reyndar Flander Red Ale, en hann er svipaður og lambicinn þar sem hann er gerðjaður með svipaðri pödduflóru.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 1. Sep 2012 19:15
by Feðgar
Kaiser Alt útgáfa sem við köllum Úber Alt

25 lítra kútur og fullt af fólki til að deila honum með :beer:

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 1. Sep 2012 21:54
by gunnarolis
Ég fékk hland fyrir hjartað þegar Duchesse var lýst sem lambic. Það er hann sannlega ekki eins og bjarki segir. Hann er flemish red. Hinsvegar er þetta fallegt val á bjórum, þú skoraðir vel þarna.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 1. Sep 2012 21:55
by gunnarolis
Fallegt samt að sjá feðga detta í gang aftur. Ég hlakka mest til dagsins þegar feðgar lýsa því yfir að þeir séu búnir að brugga Double IPA.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 8. Sep 2012 18:04
by Feðgar
Ég (sonur) er alltaf er alltaf að verða meira og meira fyrir humlana svo það gæti verið styttra í það en þig grunar ;)

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 9. Sep 2012 02:09
by Classic
Þegar maður kemur heim eftir að hafa þurft að hanga í Kringlunni langt framyfir miðnætti langar mann í tvennt .. bjór og reyk .. Tilvalið tækifæri til að taka fyrstu prufuna af reykbjórnum og slá tvær flugur í einu höggi

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 21. Apr 2013 20:34
by Feðgar
Jæja ég þurfti að grafa djúpt til að finna þennan þráð aftur.

En í glasi er Motorhead´s Bastards Lager

Bastards lager var í fréttum fyrir ekki svo löngu vegna þess að hann fékkst ekki seldur í ríkinu.

Er með einn í glasi núna og verð að viðurkenna að þetta er alls ekkert slæmur bjór. En heldur ekkert spes.
Ég átti alveg eins von á óbragði af skítugu hári og smurolíu en ekkert slíkt.
Bara ferskur og fínn lager

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 17. Aug 2013 22:34
by Maggi
Alpha King frá The Three Floyds. Smakkaði hann fyrst á nýja Mikkeller barnum í Norrebro. Er búinn að kaupa tvær flöskur. Alveg svakalega skemmtilegur bjór.

Image

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 18. Aug 2013 10:39
by AndriTK
Alpha King .. mmmm, sick APA!

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 19. Aug 2013 19:17
by gm-
Image

Phillips Brewing company Amnesiac Double IPA.

Frábær humlabomba!

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 27. Aug 2013 21:21
by Maggi
Fór til Svíþjóðar um helgina og keypti nokkra bjór sem ég tók til baka til kaupmannhafnar.

Er að drekka Poppels Brown ale. Vel ristaður, kaffi og súkkulaði. Fínasti bjór.

Image

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 5. Sep 2013 19:51
by Maggi
Já það held ég nú. Fyrsta skipti sem ég smakka Westvleteren 8.

Image

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 7. Sep 2013 22:22
by viddi
Partizan Porter 7 grain (http://www.ratebeer.com/beer/partizan-p ... in/197702/" onclick="window.open(this.href);return false;). Frábær porter með miklu súkkulaði og kaffi. Drukkinn beint á eftir London Porter (Partizan er Lundúnabrugghús) og Partizan er enn betri. Mæli eindregið með.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 5. Oct 2013 13:32
by Maggi
Bjórar gærkvöldsins. Smá vinnustaðasmakk. Tumi humall var nú sá sem stóð upp úr í IPA flokknum. O500 er titlaður Imperial IPA en er í raun í sérklassa. Alveg svakalegur bjór. Þetta er afmælis-batch-bjór með fimm tegundum af humlum og fimm tegundum af korni.

Image

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 20. Sep 2014 20:23
by kari
Duchesse De Bourgogne.
Flæmskt lambic rauðöl (eða brúnöl). 6.2% abv
Skv. Wikiðedia þá er þetta blanda af 18mánað tunnuöldruðum bjór og svo yngri 8 mánaða bjór.

Litur : Brúnrauður en meira yfir í brúnann.
Haus og reimar : Setti hann í "mengað" glass þannig það er enginn haus og engar reimar en það er örugglega glasið, ekki bjórinn.
Ilmur : Kirsuber kannski smá jarðaber, og létt sýra
Bragð: Létt sætur fyrst sem sýran þurrkar hins vegar nokkuð hratt upp. Alls ekki of súr en maður finnur vel sýruna. Ávextir Léttur og ferskur.
Eftirbragð : Örlítið beiskja og létt sýra.
Kolsýra: Styður vel við ávextina og sýruna.

Mín fyrsta innvígsla í Lambic bjóra og kom bara skemmtilega á óvart.

Re: Hvað er í glasi?

Posted: 22. Sep 2014 00:58
by drekatemjari
Douchesse De Borgougne var einmitt einn af fyrstu súru bjórunum sem ég smakkaði og sprengdi heiminn minn.
Hann er mjög byrjendavænn sökum sætunnar en samt nógu súr til að vera spennandi.
Lyktin af ediki og dökkum kirsuberjum (hugsanlega öðrum rauðum berjum) er æðisleg og alfarið sköpuð af gerinu og gerjuninni.
Þess má geta að Rodenbach Grand cru er annað flæmskt rauðöl sem fáanlegt er í gegnum sérpöntun í ÁTVR á tæpan 800kr að mig minnir. Hann er ekkert síðri en Douchesse.