Fyrsta tilraun til sídergerðar

Spjall um cidergerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Fyrsta tilraun til sídergerðar

Post by Idle »

Ég ákvað að fara að fordæmi Hjalta og prófa að gera síder. Dreif mig í Bónus í dag og keypti 20 lítra af Bónus eplasafa (1.960 kr), 500 gr. af Dansukker púðursykri, og 500 gr. af Orange Blossom hunangi (459 kr.). Efniskostnaðurinn er því ekki svo hár. :)

Er að hreinsa tunnu og tól núna, en svo reikna ég með að skella öllum safanum í fötuna, leysa púðursykurinn upp í sjóðandi vatni, og hræra svo allt gutlið saman. Ætla að nota Epernay II gerið mitt í þetta.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Fyrsta tilraun til sídergerðar

Post by Idle »

Gutlið komið í kútinn, og kúturinn inn í svefnherbergi; ætti þó líklega að læsa hann einhversstaðar inni, því frúin horfir fremur áleitnum augum á fötuna, og vill sogrör í stað vatnsláss!

OG er 1.056.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Fyrsta tilraun til sídergerðar

Post by Hjalti »

Shitt....ertu með þetta í svefnherberginu???..... ég hefði átt að segja þér frá einu....

Það er til nokkuð sem kallast "Rihno farts" sem gerist við akkúrat þetta brugg og sérstaklega með góðu geri....

Það kemur svakaleg lykt af þessu sem heldur sér alveg vel fyrstu 10 dagana af brugginu.... Reyndu að koma þessu frá þér eins af lokað eins og hægt er þannig að þið kafnið ekki í vondu lyktini.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Fyrsta tilraun til sídergerðar

Post by Idle »

Það verður þá kannski til þess að frúin nálgist fötuna ekki of mikið! :lol:

Takk fyrir þessa ábendingu. Ég fór á stúfana og kynnti mér nashyrningsfretið, og svo virðist sem það sé eitthvað sem getur gerst, en er þó ekki sjálfgefið. Ég tek því sénsinn, því hitastigið er svo gott í svefnherberginu (voru engin vandræði með lykt af hinu brugginu). Ef ég verð hinsvegar var við einhverja óæskilega lykt, fer ég með kútinn niður til leiðinlegu nágrannanna. :twisted:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Fyrsta tilraun til sídergerðar

Post by Andri »

Snilld, ég prófaði einmitt að gera cíder um daginn.. keypti bara frissa og trópí ef ég man rétt, gerði líter af þessu og smakkaði í gær.. man ekki hvaða ger ég notaði í þetta en þetta varð frekar súrt. Ég veit ekkert hvernig síder er þannig að þetta gæti bara verið fullkominn síder hjá mér án þess að vita það. (Ég ákvað að hafa gos í honum, en bætti engum sykri við í byrjun þannig að hann er létt áfengur)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
vínger
Villigerill
Posts: 11
Joined: 24. Jun 2009 17:17

Re: Fyrsta tilraun til sídergerðar

Post by vínger »

þegar ég geri síder geri ég þetta nokkuð svipað, ég reyni að hafa sykurmagnið alltaf í svona 1.058-1.062 svo í staðin fyri ger þá notast ég alltaf við flösið af tveimur rauðum eplum ( mér finnt það gefa skemtilegra bragð ) svo finnst mér það ekki heldur þurfa að þroskast eins lengi og ef maður notast við þurr ger ;)
En jæja það er nú bara ég :roll:
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Fyrsta tilraun til sídergerðar

Post by Idle »

Þetta er djöfullegt!

Mældi áðan, og FG er slétt 1.000 (um 7,3%). Hrikalega þurrt, og vottur af gerbragði. Er möguleiki að bæta þetta einhvern veginn? Það er enn notalegur eplakeimur, svo þetta er ekki alveg ónýtt - en minnir þó meira á þurrt hvítvín heldur en eplasíder. Spurning um að tappa þessu á hvítvínsflöskur og gefa sem slíkt? :lol:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fyrsta tilraun til sídergerðar

Post by Eyvindur »

Enda er þetta ekki síder, heldur eplavín.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Fyrsta tilraun til sídergerðar

Post by Idle »

Tja, þetta er vissulega líkt þýsku eplavíni - sem þó er afbrigði af síder. Eftir svolitla leit, virðist mér þetta muni ekki breytast svo mikið, en gæti skánað eitthvað með tímanum. Allt í góðu, ég á annað til að gæða mér á í millitíðinni!
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Fyrsta tilraun til sídergerðar

Post by Hjalti »

Þetta gerbragð hélst eginlega í hjá mér fyrstu 2 mánuðina á flösku svo fer það bragð að hverfa og það koma skemtilegri brögð af þessu....
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Fyrsta tilraun til sídergerðar

Post by Idle »

Hjalti wrote:Þetta gerbragð hélst eginlega í hjá mér fyrstu 2 mánuðina á flösku svo fer það bragð að hverfa og það koma skemtilegri brögð af þessu....
Ég gæti ímyndað mér að blanda þessu við eilítið af ferskum eplasafa síðar, þ. e. a. s. þegar í glasið er komið, svona Süssgespritzer.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Fyrsta tilraun til sídergerðar

Post by Idle »

Nú er farið að líða að ári frá því þetta var í tunnu, og hefur verið í tveggja lítra gosflöskum í dimmu horni eftir átöppun í september 2009.
Tveimur mánuðum eftir átöppun fór ég með fjóra lítra í vinnupartý, og frúrnar svolgruðu það í sig af áfergju, líkt og ódýrt sólpallavín. Mér fannst það djöfullegt.

Nú er ég að bragða á þessu, og blandaði um 5 á móti einum af 7 Up. Kristaltært, bragðgott, í þurrari kantinum, en 7 Up gefur örlítinn sætuvott og aukna kolsýru, án þess að hafa nokkur áhrif á eplakeiminn. Ég er nokkuð ánægður með þetta eins og það er.

Þó vildi ég gjarnan prófa að gera alvöru síder, mildari, sætari, og sterkara eplabragði. Ég hef bara ekki rekist á neinn 100% eplasafa úr góðum eplum (reikna með að Bónussafinn sé ekki unninn úr fínasta hráefninu).
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fyrsta tilraun til sídergerðar

Post by Eyvindur »

Ég held að það sé erfitt að gera síder á Íslandi... Maður fær hvergi alvöru síder (munum að síder og safi er ekki það sama), og úrvalið af eplum er svo lélegt að það væri erfitt að pressa þau sjálfur.

En ef þú finnur leið, láttu vita.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Fyrsta tilraun til sídergerðar

Post by Classic »

Sól (og síðar Ölgerðin) var að framleiða eitthvað sem var meir í líkingu við það sem kaninn kallar "cider" (þ.e. gruggugur, nýpressaður eplasafi) undir merkjum Sólar. Held þeir séu því miður hættir með það sökum lítillar eftirspurnar. Kostaði líka handlegg og fót, yfir 400kr/líterinn ef ég man rétt.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply