Pastagerð

Öll umræða um mat fer hingað.
Post Reply
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Pastagerð

Post by Öli »

Jæja, lét loks verða af því að smíða pasta frá grunni í kvöld.

Uppskriftin
220 g brauðhveiti (210 g í uppskrift)
3 meðalstór egg (mældist 150 ml í það heila)
1/2 tsk salt
sumsé, pasta inniheldur ekki flókna hluti :)
Uppskriftin er úr "The Italian Cooking Encyclopedia".


Hveiti, egg & salt:
Image


Hnoðað saman. Næst fer þetta pottþétt í Kitchenaid hnoðarann. Egg og hveiti mynda allveg óskaplegt klístur sem ég hélt a tímabili að myndi verða mér að aldurtila:
Image

Þetta fór svo 7 sinnum í genum pastavélina á víðustu stillingu (brotið saman eftir hverja umferð):
Image

Hérna er búð að brjóta þetta saman eftir fyrstu umferð og þetta er á leiðinni í gegn aftur:
Image

Svona líta þá "plöturnar" út eftir fyrstu 7 skiptin:
Image

Svo er byrjað að þrengja bilið og hver plata fer í gegn einusinni á hverju bili. Þetta er á þriðju þrengingu að mig minnir:
Image

Eftir allar þrengingarnar líta þær svona út. Ég vigtaði ekki deigið þegar ég skipti því í tvennt, svo önnur varð öluvert lengri og ég þurfti að klippa hana í tvennt:
Image

Svona eru plöturnar tilbúnar og látnar standa í 10 mínútur til að að minka líkurnar á því að þær festist í skurðarvélinni:
Image

Fyrsta platan í skurðarvélinni. Skurðarvélin sést á myndinni fyrir ofan (áföst pasta pressunni):
Image

Ég varð eiginlega nokkuð hissa barasta að þetta hafi tekist!:
Image

Svona líta herlegheitin út þá:
Image


Þetta sauð síðan í 7 mínútur og smakkaðist prýðilega, með sveppa & bacon sósu sem frúin kokkaði á meðan. Hafði auk þess meiri 'texture' heldur en annað tagliatelle sem ég hef smakkað.
Það þarf ekki pastavél til að gera tagliatelle og það eru ágætis lýsingar á því í fyrrgreindri bók. Get sent það á þá sem vilja.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Pastagerð

Post by Hjalti »

Ég hef gert þetta nokkrum sinnum reyndar með pastavél sem ég fékk í afmælisgjöf einu sinni :)

Helsti gallin við þeta er að það er ekkert alveg gengið að því að breyta þessari uppskrift. Þá verður pastað oft bara of lint og þunt eithvað og hlutirnir ganga ekki neitt.

Fyrir utan það gerir þetta mega gott pasta!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Pastagerð

Post by Andri »

næs, held að maður þarf að prófa þetta einn daginn
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Pastagerð

Post by arnilong »

Flott hjá þér, lítur vel út! Ég kannast eitthvað við bókina sem þú notaðist við, er þetta matreiðslubók iðunnar?
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Pastagerð

Post by Öli »

arnilong wrote:Flott hjá þér, lítur vel út! Ég kannast eitthvað við bókina sem þú notaðist við, er þetta matreiðslubók iðunnar?
Ég veit ekki hvort Iðun hefur gefið hana út undir öðru nafni, en sú sem ég er með heitir
"The Italin Cooking Encyclopedia"
ISBN: 1 901289 08 7

Hjalti wrote:Helsti gallin við þeta er að það er ekkert alveg gengið að því að breyta þessari uppskrift. Þá verður pastað oft bara of lint og þunt eithvað og hlutirnir ganga ekki neitt.
Það er í bókinni um grænt pasta:
Follow the same recipe, adding 50g cooked, very finely chopped spinach (after having been squeezed very dry) to the eggs and flour. Your may have to add a little more flour to absorb the moisture from the spinach. This pasta is very suitable for stuffed recipes, as it seals better than plain egg pasta.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Pastagerð

Post by Hjalti »

Já, vissi reyndar af þessu en það sem ég meina er að þú ert ekkert mikið að gera mismunandi pasta nema að það sé mismunandi á litin eða mismunandi í laginnu :P Pasta er bara pasta og þessvegna kanski ekki alveg nægilega rewarding stundum :)

Samt er þetta ógeðslega gott og skemtilegt að gera!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
sverrirbo
Villigerill
Posts: 1
Joined: 28. May 2010 13:51

Re: Pastagerð

Post by sverrirbo »

Þumalputta pastað mitt er 1 egg á 100g hveiti. Ekkert endilega salt í blönduna. Lykilatriði að hnoða vel.
Post Reply