Reglur - lesið fyrst!

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Reglur - lesið fyrst!

Post by Eyvindur »

Eftirfarandi eru örfáar, en mikilvægar, reglur sem öllum er uppálagt að fara eftir. Verði ekki farið eftir þessu má búast við að færslur verði fjarlægðar fyrirvaralaust. Ef einhverjir gangast upp í brotum á þessum reglum, verður viðkomandi send áminning. Sé um ítrekuð brot að ræða, áskilja stjórnendur sér rétt til að bannfæra viðkomandi af síðunni.

1. Hér á að ræða gerjun, ekki eimingu. Fágun leggst gegn eimingu á sterkum drykkjum og slík umræða á ekkert erindi hér.
2. Gætum háttvísi. Stundum fara fram rökræður hér, en gætið þess að fara ekki yfir strikið.
3. Virðum alla drykki og öll vörumerki. Við höfum öll skoðun á því sem við innbyrðum, en hér verður lítilsvirðing og móðganir ekki liðnar, og varðar við áminningu eða jafnvel bannfærslu, sé um ítrekað brot að ræða.

Að lokum viljum við biðja nýliða um að fara vandlega yfir það sem þegar hefur verið rætt hér áður en spurningar eru bornar upp. Að sjálfsögðu eru meðlimir síðunnar boðnir og búnir til að aðstoða, en þegar tiltekin spurning kemur upp í tíunda skipti er ekki víst að menn nenni að svara henni aftur. Það er öllum til framdráttar að kanna fyrst eldri pósta. Þar kennir ýmissa grasa.

Njótum þess að halda þessu samfélagi gangandi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply