Kjöt

Öll umræða um mat fer hingað.
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Kjöt

Post by halldor »

Ég veit að kjöt hefur lítið að gera með gerjun, en þar sem mér sýnist við allir stefna á sjálfsþurftarbúskap einn daginn þá langaði mig að athuga hvort menn hafi áhuga á eða hafi prófað að grafa, reykja eða hengja kjöt.

Ég hef verið að grafa gæsabringur og hrossafillet með góðum árangri. Auk þess langaði mig að vita hvort þið hefðuð einhverjar uppástungur um það hvaða stíll af bjór væri bestur með reyktu og gröfnu kjöti.

Verið ófeimnir við að láta mig vita ef þetta spjall á ekki heima hér :skal:
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kjöt

Post by Eyvindur »

Mér finnst þetta ekkert mjög fáránlegt umræðuefni. Þú komst þó bjór þarna inn í. ;)

Ég hef aldrei gert meira við kjöt en að marínera það, en vinur minn á reykofn og hefur eitthvað verið að fikta við að reykja. Ég hef ekki spurt hann hvernig hefur gengið...

Með reyktu kjöti get ég ímyndað mér að bragðmikill og maltríkur bjór væri góður, ekki síst ef það væri reyktur bjór. Porter dettur mér í hug. Eitthvað með reyktu eða ristuðu bragði sem drukknar ekki í reykta bragðinu af kjötinu...

Stulli hefur reyndar held ég stúderað þetta miklu meira en ég... Kannski hann hafi meira til málana að leggja.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Kjöt

Post by Hjalti »

Ég er mikill veiðimaður og elska að veiða silung og lax.

Að gera graflax er eitt það frábærasta í heimi og er í raun ekkert ólíkt gerjun. Fjallar um efnaskipti sykurs og salts með kjötinu. :fagun:

Get sett inn uppskriftir fyrir Graflax hérna einhverntíman, örugglega mjög gott að hafa mjúkan Stout með Graflaxi sem forrétt í matarboði einhverntíman... namm...
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kjöt

Post by Eyvindur »

Efnaskipti sykurs og salts hljómar eiginlega eins og það sé skyldara meskingu en gerjun...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Kjöt

Post by Andri »

Talandi um kjöt, þetta er bara epic!!
http://www.homebrewtalk.com/f56/how-roa ... pig-74299/
Ég er að reyna að finna góðann bjór með harðfiski en mér finnst það ekki vera að ganga, elska harðfisk meira en allt matarkyns. Held að ég læt mér það bara nægja að drekka ekkert með honum :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kjöt

Post by Eyvindur »

Amerískur IPA og harðfiskur fara mjög vel saman, finnst mér. Allt beiskt er gott með fiski. Skjálfti gæti líka eflaust verið góður með harðfiski.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Kjöt

Post by arnilong »

Þessi gæji með svínið er náttúrulega insane! En ég fíla svona tilraunir.

Er ekki tilvalið að færa þennan þráð á svæðið sem hingað til hefur ekki verið notað, gerilsneydda spjallið?
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Kjöt

Post by Hjalti »

Gerilsneydda spjallið er fyrir rokk, ról, rugl og vitleysu.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Kjöt

Post by arnilong »

Ok.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Kjöt

Post by Stulli »

Alls ekkert óviðeigandi umræðuefni. Gerjun kemur að sögu í mörgum geymsluaðferðum fyrir kjöt.

Ég hef gert eitthvað af því að grafa og salta kjöt og fisk. Hef einnig lesið mig nokkuð til í að reykja og stefni á að kíkja norður í Aðaldal til frænda vinar míns sem á og starfrækir reykhús í Haust og kynnast þeim fræðum enn frekar.

Hinsvegar hef ég nokkra reynslu af því að para þessa rétti með bjór. Það að para mat með bjór er náttúrulega skemmtileg iðja og það er mikilvægast að treysta sínum eigin smekk. Það er ekkert rétt eða rangt í þessu, en það er samt sumt sem að passar betur og á frekar við heldur en annað. Einsog allir vita gengur hangikjöt engan veginn upp með víni. Ég hef fundið nokkrar góðar paranir við bjór sem að mínu mati ganga vel upp. Má helst nefna góður Biére de Garde (einsog Jenlain eða Ch´ti) eða dubbel (sérstaklega frá Westmalle). Með grafnar gæsabringur myndi ég hiklaust mæla með Chimay Grand Réserve, sem að við fáum í hendurnar vonandi von bráðar. Eða jafnvel einhvern góðan maltríkan þýskan doppelbock einsog t.d. Ayinger Celebrator.

Gallinn er vissulega sá að flestir þeir bjórar sem að eru mjög spennandi eitt og sér eða mjög góð með mat fást ekki hér á fróni. Léttir lagerar eru frískandi og fín ein og sér (ég tala nú ekki um í sól og hita), en passa oft ekki vel með mat. Ég gæti rætt endalaust um þetta en hef þetta bara stutt í bili þar sem að ég þarf að fara að drífa mig í háttinn. :sleep:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Kjöt

Post by Hjalti »

Smellti þessu í nýja fína Matarspjallið :french:

Hvað segiru um Lime grafinn lax? Hvað myndirðu drekka með svoleiðis?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Kjöt

Post by arnilong »

Þetta er alveg glæsó. Annars var ég ekkert ósáttur við staðsetninguna á kjötspjallinu, en ég var greinilega eitthvað að misskilja þetta gerilsneydda horn. Annars sé ég að þar er komið eitthvað líf og skil tilganginn með því núna.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Kjöt

Post by halldor »

Já ég hlakka til að smakka Chimay-inn með gröfnu hrossi.

Ég get skellt inn uppskrift/tutorial ef einhver hefur áhuga á að prófa að grafa kjöt.
Plimmó Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Kjöt

Post by Hjalti »

Held að Spjallið Matur sé immit vettvangur til þess! :vindill:
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kjöt

Post by Eyvindur »

Chimay hljómar unaðslega með gröfnu hrossi... Nammi nammi, hrossakjöt.

Með lime gröfnum laxi myndi ég nú bara fá mér Skjálfta eða einhvern annan góðan cascade bjór...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Kjöt

Post by Andri »

Já ég hlakka til að smakka Chimay-inn með gröfnu hrossi.

Ég get skellt inn uppskrift/tutorial ef einhver hefur áhuga á að prófa að grafa kjöt.
Það væri algjör snilld ef þú myndir gera það. Hef alveg svakalegann áhuga á signum fisk, harðfisk, gröfnu kjöti og öllu matartengdu
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Kjöt

Post by Stulli »

Hjalti wrote:Smellti þessu í nýja fína Matarspjallið :french:

Hvað segiru um Lime grafinn lax? Hvað myndirðu drekka með svoleiðis?
Einsog þú nefndir myndi góður stát örrugglega gera góða hluti. Ég sé líka fyrir mér að ljósöl með amerískum c-humlum, en ekki of beiskur, einsog t.d. Sierra Nevada Pale Ale myndi líka smella, eða bara tékka á Skjálfta. Svo myndi ferskur belgískur wit einsog hoegaarden líklegast ekki klikka. :beer:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kjöt

Post by Eyvindur »

Mig langar bara að skjóta inn í að eitt best heppnaða val á bjór með mat sem ég hef slysast á nýlega (því þetta er nú mjög svo mikil tilraunastarfsemi hjá mér ennþá) var Pilsner Urquell með dýrindis sjávarréttapasta. Mæli með því.

Svo ég skjóti því inn í þá var þetta á Café Rosenberg, sem ég mæli hiklaust með sem matsölustað. Unaðslegur matur, eldaður af ást, og á frábæru verði. Sjávarréttapastað er sérstaklega gott, en það sem kemur kannski mest á óvart er plokkfiskurinn - sá besti í heimi, fullyrði ég hér og nú.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Kjöt

Post by nIceguy »

Úff matur og bjór.....ég get ekki lesið núna shit og próf á næsta leyti, skamm! En það sem er að trufla mig akkúrat núna er hugsunin um Black Chocolade Stout með belgísku konfekti, eða heitri epplaköku og vanilluís...ja eða enn betra heit súkkulaði kaka (frönsk jafnvel) með vanilluís og svo súkkulaði státinn. Kræst, ég fer í búðina góðu á eftir.
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Kjöt

Post by Andri »

*slef*
Læt kærustuna elda súkkulaðiköku handa mér á eftir
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply